Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Vaxtalækkun skilar sér í hærri verðtryggðum vöxtum

Vext­ir á verð­tryggð­um hús­næð­is­lán­um hækka sam­hliða lækk­un stýri­vöxt­um Seðla­bank­ans. Engu að síð­ur eru verð­tryggð hús­næð­is­lán mun hag­stæð­ari ef spár ganga eft­ir.

Vaxtalækkun skilar sér í hærri verðtryggðum vöxtum
Húsnæði Lántakendur hafa flykkst í verðtryggð lán, en vextir þeirra hækka samhliða vaxtalækkun Seðlabankans. Mynd: Golli

Bankarnir hafa brugðist við lækkandi verðbólgu og stýrivöxtum með því að hækka á móti verðtryggða vexti húsnæðislána og eru þeir nú hærri en þeir hafa verið síðasta áratuginn.

Eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans um 0,5 prósentustig tilkynnti Íslandsbanki í fyrradag að vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum yrðu lækkaðir um 0,1 til 0,5 prósentustig. Hins vegar var samhliða tilkynnt um að verðtryggðir vextir húsnæðislána yrðu hækkaðir um 0,2 til 0,3 prósentustig. Þessi hækkun verðtryggðra vaxta leggst ofan á þá stöðu að verðtryggðir húsnæðislánavextir voru þegar orðnir hærri en þeir hafa verið í rúman áratug.

Arion banki tilkynnti sömuleiðis í dag um hækkun vaxta á verðtryggðum lánum með breytilega vexti um 0,4 próesntustig upp í 5,04%. Sögulega séð eru þetta háir vextir. Árið 2012 voru sömu vextir til að mynda 3,75%.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Þessi fullyrðing í greininni er röng: "Engu að síð­ur eru verð­tryggð hús­næð­is­lán mun hag­stæð­ari ef spár ganga eft­ir." Fyrir utan það að fullyrðingin er ekki rökstudd er það staðreynd að verðtryggð húsnæðislán hafa aldrei verið "hagstæð" ef litið er yfir lengri tímabil.

    Samkvæmt lögum er til mælikvarði sem gerir það kleift að bera saman lánaform með tilliti til þess hvað sé "hagstætt" og sá mælikvarði heitir "Árleg hlutfallstala kostnaðar" (ÁHK). Sá mælikvarði er hliðstæður þeim sem bankar nota til að meta raunverulega "innri ávöxtun" af útlánum sínum.

    Ef þau lánakjör sem nú bjóðast eru borin saman á þessum mælikvarða kemur í ljós að bankarnir eru einfaldlega að stilla lánakjörum á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum saman þannig að bæði lánaformin gefi sambærilega "innri ávöxtun" (eða árlega hlutfallstölu kostnaðar).

    Þetta þýðir að að hvorugt lánaformið er (núna) hagstæðara en hitt svo nokkru nemi sem skiptir máli. Valið stendur aðeins á milli þess að staðgreiða kostnaðinn í óverðtryggðum lánum eða fresta hluta hans með því að hafa lánið verðtryggt. Að fresta hluta kostnaðarins þýðir alltaf að þá þarf að greiða hann síðar með hærri fjárhæðum vegna áfallinna vaxta og verðbóta.

    Það myndi hjálpa mikið við að stuðla að upplýstri umræðu um lánakjör á Íslandi ef þeir sem fjalla um þau myndu fyrst kynna sér merkingu hugtakanna "árleg hlutfallstala kostnaðar" (ÁHK) og "innri ávöxtun" (sem er nokkurn veginn það sama). Þá fyrst gætum við svo tekið almennilega og sæmilega upplýsta umræðu um kosti og galla hinna ólíku lánaforma.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár