Skrípi og eftirmyndir

Að­dá­end­ur Ófeigs verða ekki svikn­ir að sögn Páls Bald­vins Bald­vins­son­ar sem rýn­ir í skáld­sög­una Skríp­ið.

Skrípi og eftirmyndir
Skrípið Ófeigur er feikiflinkur höfundur, orðsnjall og hugmyndaríkur
Bók

Skríp­ið

Höfundur Ófeigur Sigurðsson
Forlagið – Mál og menning
185 blaðsíður
Gefðu umsögn

Þessa dagana auglýsa ferðaskrifstofur ferðir fyrir fullorðna til London á endurskapaðan flutning fjögurra sænskra eftirlaunaþega frá sjöunda áratugnum. Í sérbyggðri sýningarhöll geta gestir upplifað endurflutning á gömlum dægurlögum hópsins. Nokkrar svipaðar tilraunir eru í undirbúningi en þeir ABBA-bræður eyddu löngum tíma og miklum fjármunum í að endurbyggja feril sinn. Þessa hugmynd grípur Ófeigur Sigurðsson í nýjasta skáldverki sínu, Skrípinu.

Skrásetjarinn ÓS hefur langa og ruglingslega upptöku af eintali, ranti sögumanns, vestur-íslensks tónlistarmanns og tónlistarunnanda sem hefur komist höndum yfir mynd og hljóðupptöku af tónleikum Vladimirs Horowitz í Moskvu 1986, tónsnillings af gamla skólanum. Í ruglingslegu og tætingslegu tali þessa íslenska Ameríkana eða ameríska Íslendings má greina feril tilraunar sögumannsins sem hyggst græða á endurflutningi tónleikanna frá 1986 með hologrammi eftir upptökunni.

„Ófeigur er feikiflinkur höfundur, orðsnjall og hugmyndaríkur
Páll Baldvin Baldvinsson

Spennandi staður á ritvellinum

Við erum stigin inn í ævintýri, framtíðarsögu, uppspuna skáldsagnahöfundar (ÓS) sem gefur honum tækifæri til að segja spennandi sögu, fulla af ofsóknarkenndum og ýktum atvikum sem eru kunnuglegt efni úr kvikmyndaframleiðslu: þrælar með inngróin stýrikefli, hofróður Hörpu (kvenkyns), konur sem eru ógnvekjandi, fyrirburðum úr liðinni sögu píanósnillingsins. Yfir þessu hangir gamall slæðingur úr forynjusögu Frankensteins. Spennandi staður á ritvellinum. Furðusagan sem er skráð eftir furðufugli, en rennur út.

Ófeigur er feikiflinkur höfundur, orðsnjall og hugmyndaríkur, sem skrifar í þessu riti í kubbóttum, stuttum stíl, þar sem stokkið er hratt á milli merkingarsviða af mikilli leikni og fyndni sem reyndar heimtar þaullestur, þú verður að bakka, lesa aftur, endurmeta. Þessi saga er ekki auðveld aflestrar. Fyrirgangur í röddinni – hetju frásagnarinnar – blæti hans fyrir skammstöfunum, fóbíu fyrir Covid, upplifun hans af stóru samsæri sem uppbyggt er með tilvísunum í heim ásanna sem er kærkominn inn í þessa furðusögu.

Hið óhugnanlega í tæknivæddum heimi

Þótt svipur sögunnar sé alþjóðlegur, stór suðandi pottur, þá er hún ansi lókal: Hörpu þekkja íslenskir lesendur en erlendir ekki par, þröngt söguumhverfi (Hótel Holt og götumynd Þingholtanna) er lókal og er ókunnugt erlendum augum. Ólíkindi sögunnar – fantasíuparturinn – kann að reynast mörgum torveldur en margir eru að fara inn í heima hindurvitna: nefnum bara Steina Braga. Hið óhugnanlega í tæknivæddum heimi, stafrænum að auki, er ekki nein smalamennska, súrsæt endurminning gaggó eða fjölbrautar, þessi þaulnýttu stef skáldsögunnar sem við höfum svo lengi japlað á. Fjöllin heima blah.

Því verður að gleðjast yfir nýjum lendum söguvilja ÓS eða Ófeigs sem er komin úr moldarkofunum. Aðdáendur hans eru ekki sviknir, nýir kunningjar verða til, brjótist þeir gegnum þessa erfiðu sögu.

 Í hnotskurn: Furðusaga sem sundrast í sögulok.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Efling segir gervistéttarfélag notað til að svíkja starfsfólk
5
Fréttir

Efl­ing seg­ir gervistétt­ar­fé­lag not­að til að svíkja starfs­fólk

Efl­ing seg­ir stétt­ar­fé­lag­ið Virð­ingu vera gervistétt­ar­fé­lag sem sé nýtt til að skerða laun og rétt­indi starfs­fólks í veit­inga­geir­an­um. Trún­að­ar­menn af vinnu­stöð­um Efl­ing­ar­fé­laga fóru á þriðju­dag í heim­sókn­ir á veit­inga­staði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og dreifðu bæk­ling­um þar sem var­að var við SVEIT og Virð­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
5
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
6
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár