Veðurfregnir og jarðarfarir
Veðurfregnir og jarðarfarir
Höfundur: Maó Alheimsdóttir
Útgefandi: Ós-pressan.
220 bls.
Fyrsta skáldsaga höfundar sem eftir nám í norrænu, íslensku og bókmenntum hefur búið og lifað á Íslandi, sótt meistaragráðu í ritlist, fengið styrk 2021 til ritstarfa og skilar okkur nú góðu verki. Maó Alheimsdóttir heimtar athygli fyrir nafnið sem hún hefur kosið sér, pólskt þjóðerni hennar minnir okkur á að í langan tíma hafa pólskir menn sest hér að, sumir skamma hríð, aðrir til lengri tíma. Maó kemur eftir annarri leið, fyrst er það tungumálið og menningin sem kallar hana hingað á klakann en svo heillast hún af landinu, staðháttum, fjöllum, jöklum, veðrinu.
Það er fengur af þessari skáldsögu: hún hefur í miðju konu af pólsku bergi brotna sem starfar sem sérfræðingur í veðurfræði, á að baki menntun í Frakklandi og á þar rætur, en líka heima í Póllandi í strangkaþólskri fjölskyldu og að baki henni lífshætti þar og sögu. Maó lýsir því gegnum Helenu, Lenu sem rekur frásögnina milli …
Athugasemdir