Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Pandórubox deilna um Vonarskarð opnað á mánudag

Þrett­án ára gam­alt deilu­mál verð­ur tek­ið fyr­ir á auka­fundi Vatna­jök­uls­þjóð­garðs á mánu­dag, hvort hefja eigi ferli sem ligg­ur í átt að tíma­bund­inni opn­un Von­ar­skarðs fyr­ir bíl­um. Öku­tækj­um hef­ur ekki ver­ið heim­ilt að fara um svæð­ið frá stofn­un þjóð­garðs­ins.

Pandórubox deilna um Vonarskarð opnað á mánudag
Vonarskarð Náttúrustofa Suðausturlands sagði í áliti árið 2020 best að halda Vonarskarði sem kyrrlátu víðerni og því mælti stofnunin ekki með því að umferð yrði hleypt þar í gegn. Það gerði Náttúrustofa Norðurlands eystra ekki heldur og hið sama má segja um Náttúrufræðistofnun og rannsóknarhóp sem Vatnajökulsþjóðgarður fékk til að skoða málið, Mynd: Landvernd

Aukafundur hefur verið boðaður í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs næstkomandi mánudag en annað af þeim málum sem taka á fyrir þar er þó mjög gamalt þrætuepli – hvort opna eigi fyrir umferð vélknúinna ökutækja um viðkvæmt svæði, svokallað Vonarskarð.

Náttúrufræðistofnun og fleiri aðilar hafa mælt gegn því að það verði gert en óheimilt hefur verið að aka um svæðið frá stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs árið 2009. Hópur útivistarmanna, sérstaklega þeirra í ferðaklúbbnum 4x4 hefur talað fyrir opnun skarðsins og var það meðal annars til umfjöllunar á fundi 4x4 og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra síðastliðið miðvikudagskvöld.

Ef stjórn þjóðgarðsins samþykkir tillögu um tímabundna opnun Vonarskarðs fyrir vélknúinni umferð mun hún þurfa að rökstyðja þá ákvörðun, útbúa tillögu að breytingu á stjórnunar- og verndaráætlun og setja hana í lögbundið umsagnar- og kynningarferli. Stjórnin þarf jafnframt að rökstyðja það ef hún hafnar tillögu um opnun skarðsins fyrir vélknúinni umferð.

Stjórn sem á ekki langt eftir

Þuríður Helga …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Páll Ásgeir Ásgeirsson skrifaði
    Samút stendur alls ekki undir nafni sem einhvers konar samtök útivistarfólks. Hið rétta er að þetta er lítil klíka jeppakalla sem undanfarna áratugi hefur tekist að hreiðra um sig í kerfinu og dulbúast sem málsvari alls útivistarfólks.
    Af þessu leiðir að raddir mjög stórra hópa útivistarfólks eiga enga rödd innan þessara undarlegu samtaka sem hafa m.a. samtök húsbílaeigenda innan sinna vébanda en ekki Ferðafélag Íslands svo eitt dæmi sé tekið.
    Samút hefur lengi verið eins og lítill klúbbur Sjálfstæðismanna. Fulltrúi Samút til áratuga í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs er í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og fráfarandi formaður samtakanna eftir áratuga slímusetu hefur verið virkur í bæjarmálum í Garðabæ fyrir flokkinn. Þeir hafa grímulaust dregið taum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í fylkingaskipan flokksins og hann launað fylgispektina með því að láta ráðuneyti sitt styrkja Samút um milljónir þótt samtökin uppfylli alls ekki þau skilyrði sem þarf að uppfylla til slíks samstarfs.
    En hingað er þráhyggja þeirra og áratuga pex komið með þá. Dyggur fótgönguliði flokksins, Jón Helgi Björnsson, sem er stjórnarformaður þjóðgarðsins vinnur eftir fyrirmælum ráðuneytis og hlýðir húsbónda sínum sem þarf að launa jeppaköllum greiða og stuðning. Til eru vönduð lögfræðiálit, frá Lex og fleirum sem telja að opnun á umferð um svæðið myndi kalla lögsóknir yfir þjóðgarðinn en þeir hafa greinilega ákveðið að láta á það reyna. Spyrjum að leikslokum.
    1
  • Karl Ingólfsson skrifaði
    Svæðisráð samþykkti árið 2020, að aflokknu vönduðu umsagnarferli, að leyfa skyldi hjólreiðar um hefðbundna leið um Vonarskarð og að ökuleiðin skyldi opnuð 1. september til prufu í þjú ár. Göngumenn sækja lítt í Vonarskarð í september enda er svæði alþekkt veðravíti.
    Þessu til viðbótar samþykkti svæðisráðið að hnykkja þyrfti á vernd jarðhitasvæðisins en illu heillli hefur stefna VJÞ falist í því að beina allri umferð inn í ofurviðkvæmt jarðhitasvæðið. Þeir sem segjast tala fyrir náttúruvernd í Vonarskarði hafa látið sig litlu skipta traðk ferðamanna um ofurviðkvæmt jarðhitasvæðið sem er með al viðkvæmustu svæðum Miðhálendisins.
    Öku og hjólaleiðin er hinsvegar víðsfjarri jarðhitasvæðinu og fer um ógróið og greiðfært land.

    Fyrirkomulagið undanfarin 13 ár hefur hámarkað álagið á jarðhitasvæðið en lokað á umferð reiðhjóla og bíla um land sem er hvorki viðkvæmara eða sérstæðara en land norðan og sunnan Vonarskarðs. Samtök Útivistarféalga hafa ítrekað bent á að þessi stefna feli í sér "Lágmarks aðgengi með hámarks skaðsemi".
    Vonandi næst að afgreiða þetta mál í samræmi við sáttatillögu Svæðisráðs frá 2020. Sú tillaga er nær samhljóða sáttatillögu svæðisráðsins frá 2010, en yngri tillagan hnykkir á aukinni vernd jarðhitasvæðisins í samræmi við áherslur Samút.

    Það er rangt að það sé einungis þröngur hópur jeppamanna sem talar fyrir breyttu aðgengi að Vonarskarði. Hjólreiðamenn eru einnig verulega ósáttir við órökstudda lokun og Samtök Útivistarfélaga styðja einnig sáttatillögu svæðisráðsins. Það segir mikið um (ó)heilindi lokunarmanna að nefna hvorki Samút eða hjóreiðamenn en tönnlast á jeppamönnum sem frá upphafi hafa sætt sig við sáttatillögur Samút um Vonarskarð.
    Vonandi fer þessari þarflausu deilu að ljúka svo tryggja megi aðgengi að þeim hluta Vonarskarðs sem þolir umferð og að tryggt verði betur en verið hefur að jarðhitasvæðið fái þá vernd er þarf.
    Um þetta er að nokkru fjallað í þessari grein minni í Kjarnanum:

    https://kjarninn.is/skodun/2021-02-22-vonarskard-um-hvad-er-deilt/

    Höfundur er varamaður Samút í Svæðisráði Vestursvæðis VJÞ og félagi í Íslenska Alpaklúbbnum.
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Fólki sparkað úr landi fyrir að verja stjórnarskrána
2
Fréttir

Fólki spark­að úr landi fyr­ir að verja stjórn­ar­skrána

Banda­ríkja­stjórn bann­aði Har­vard-há­skóla að taka við er­lend­um nem­end­um síð­ast­lið­inn fimmtu­dag með nýrri til­skip­un en Har­vard hef­ur kært ákvörð­un­ina og seg­ir hana skýrt brot gegn fyrsta við­auka stjórn­ar­skrár­inn­ar um tján­ing­ar­frelsi. Bráða­birgða­lög­bann hef­ur ver­ið sett á til­skip­un­ina. „Hægt og ró­lega er­um við að sjá fall Banda­ríkj­anna," seg­ir Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir, sem er að út­skrif­ast úr há­skól­an­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Var krabbamein í sýninu?
2
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu