Síðasta tilraun Ingu Sæland

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Síðasta tilraun Ingu Sæland
Hugsar um börnin „Flokkur fólksins varð til þegar þessi kona heyrði um að 9,1 prósent barnanna okkar liði mismikinn skort. Ekkert barn á Íslandi á nokkurtíman að leggjast svangt á koddann á kvöldin. Þess vegna urðum við til. Þess vegna er ég að sýna ykkur litla barnabarnið mitt, sem er framtíðin, hluti af framtíðinni okkar fallegu. Og saman getum við komið í veg fyrir frátækt íslenskra barna. Og við skulum gera það í næstu kosningum. Nú er komið að þér.“ Mynd: Golli

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist fljótari að svara því hvað sé í lagi á Íslandi en hvað þurfi að laga. „Við hljótum að átta okkur á því og það gera það allir, að grunnstoðir okkar, allir okkar innviðir, standa meira og minna á brauðfótum. Ég veit ekki eiginlega hvernig þessi staða mögulega gat teiknast upp en hún er ekki að gerast á einum degi,“ segir hún og beinir gagnrýni sinni til fráfarandi ríkisstjórnar, sem hafi ekki gert neitt til að bæta stöðuna síðastliðin sjö ár.

Dæmin um það séu víða í íslensku samfélagi. „Við getum litið til húsnæðismálanna, við getum litið á okurvaxtabrjálæðið sem ríkir í samfélaginu þar sem fólk er hreinlega bara … það nær ekki endum saman á milli mánaða og fer nánast hver einasta króna af tveimur og þremur störfum í það að reyna að moka þessum fjármunum inn í bankakerfið sem gjörsamlega makar krókinn, að …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Formannaviðtöl

„Kvenfrelsismál eru líka heilbrigðismál“
ViðtalFormannaviðtöl

„Kven­frels­is­mál eru líka heil­brigð­is­mál“

Staða Vinstri grænna er þung. Svandís Svavars­dótt­ir, formað­ur Vinstri grænna, ger­ir sér grein fyr­ir því að það sé á bratt­ann að sækja en seg­ir mik­inn þrótt og kraft í flokks­fólki. Hún sak­ar Bjarna Bene­dikts­son um trún­að­ar­brest í að­drag­anda stjórn­arslita sem olli því að Vinstri græn gátu ekki hugs­að sér að taka þátt í starfs­stjórn. Það sé full­gild spurn­ing hvort það hafi ver­ið of dýru verði keypt að vera í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi með Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár