Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Áhrif hönnunar á þjóðfélagið

Framúrsk­ar­andi hönn­un á Ís­landi var fagn­að í Grósku þann 7. nóv­em­ber með af­hend­ingu Hönn­un­ar­verð­launa Ís­lands 2024 á veg­um Mið­stöðv­ar hönn­un­ar og arki­tekt­úrs.

Áhrif hönnunar á þjóðfélagið
Heiðursverðlaun Gísli B. Björnsson, einn áhrifamesti grafíski hönnuður Íslands hlaut heiðursverðlaun ársins. Mynd: Aldís Pálsdóttir

Úrslitakeppnin í eins konar Íslandsmeistaramóti í hönnun og skapandi starfi var haldin af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í Grósku þann 7. nóvember síðastliðinn. Afhent voru Hönnunarverðlaun Íslands í þremur flokkum auk heiðursverðlauna og fjárfestingarviðurkenningar. Atburðurinn var þó meira en verðlaunaafhending því sjónum var beint að öllum þeim fjölbreyttu verkum sem tilnefnd voru með fyrirlestrum hvers hönnuðar auk samtals um hönnunina. Þetta er í ellefta sinn sem verðlaunin eru veitt og markmiðið er að varpa ljósi á mikilvægi og gæði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi með áherslu á áhrif þeirra á lífsgæði, verðmætasköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið allt. Keppnisflokkarnir eru þrír; verk, staður og vara, þar sem þrjú verkefni, tilnefnd af dómnefnd, voru nánar kynnt í hverjum flokki. 

Umgjörðin fyrir atburðinn var fallega hönnuð og þátttaka mikil með fullum fyrirlestrarsal og í miðrými Grósku þar sem kaffihlé og veitingar eftir athöfnina gáfu tilefni til samtals um hönnun. Bar stemningin með sér að hér er nánast um að ræða stóra árshátíð hönnunargeirans frekar en keppnismót.

Heiðursverðlaunin 

Heiðursverðlaunin fékk Gísli B. Björnsson fyrir framlag sitt til grafískrar hönnunar. Í skemmtilegri ræðu hans kom fram að þegar hann var ungur og leitandi menntaskólanemi sem leiddist í MR þá var stofnuð fyrir hann sérstök ný deild í Myndlista- og handíðaskólanum, kölluð hagnýt myndlist. Til stofnunar deildarinnar var fenginn sérstaklega til landsins Wolfgang Smith í gegnum myndlistarmanninn Dieter Roth hérlendis. Þannig var lagður grunnurinn að nýju fagsviði á Íslandi. Síðan fór Gísli til Þýskalands til frekara náms og eftir heimkomu stofnaði hann auglýsingastofu og kenndi auglýsingateikningu og grafíska hönnun í 50 ár. 

AlþingiSmiðja skrifstofubygging Alþingis á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis séð frá Ráðhúsinu í Reykjavík.

Staður

Staður ársins 2024 sem fékk Hönnunarverðlaun Íslands var Smiðja – nýja skrifstofubygging Alþingis sem Studio Granda hannaði. Verðlaunin fengu þau fyrir arkitektúr í hæsta gæðaflokki sem ber íslensku hugviti og handverki glæsilegt vitni. Í húsin er sameinuð fundaraðstaða og skrifstofur þingmanna með starfsfólki Alþingis í fimm hæða fallegri byggingu á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis. 

Dómnefnd segir bygginguna lýsandi fyrir þróun höfundarverks Studio Granda þar sem áherslur eru á borðaklædda steinsteypta fleti, íslenskar steintegundir og eik. Hönnunin felur í sér ýmis smáatriði sem skipta miklu og ber byggingin í senn vott um mikla ögun og hönnunarástríðu. Grjótið sem gegnir aðalhlutverki í útliti hússins að utan kemur einnig víða fyrir í gólfi innanhúss.

Í ræðu arkitektanna kom fram að ekkert grjót var sprengt eða brotið nýtt fyrir byggingu hússins, heldur var nýtt grágrýti úr grunni nýju Landspítalabyggingarinnar. Þetta er mjög í anda nýjustu strauma í alþjóðlegum arkitektúr. Þá var rauða grjótið sem áberandi er á ytra byrði hússins fengið úr afgangsgrjóti í gamalli námu sem opnuð var fyrir verkið. Það er í samræmi við alþjóðlegar áherslur varðandi sjálfbærni. Hið rauða grjót endurspeglar setlög sem birtust við fornleifauppgröftinn á gömlu smiðjunni sem kom í ljós í grunninum, sem skrifstofuhús Alþingis dregur nafn sitt af.

Sögðu þau Steve Christer og Margrét Harðardóttir, arkitektar og stofnendur Studio Granda, að hús séu ekki bara hönnuð heldur birtist samtakamáttur allra sem koma að því. Með gagnkvæmum skilningi sem þarf til að byggja hús, bæði frá verkkaupa og verktökum sem vinna sjálft verkið og þeim sem koma að útvegun efnis. Flókin og úthugsuð hugmyndafræði vegna starfsemi hússins og mikil undirbúningsvinna fór fram eftir að arkitektasamkeppninni lauk og hönnuðir höfðu verið valdir. Samtalið við notendur og framkvæmdaaðila var mikilvægt. Byggingin er með íslenskri steinklæðningu utanhúss sem liggur lárétt og lóðréttum borðum í sjónsteypu innanhúss.

Jafnvægisstöngin í listaverkinu ofan við innganginn gefur húsinu einstaka ásýnd og er eftir Kristin E. Hrafnsson, en í lofti forsalar hússins er annað listaverk eftir Þór Vigfússon. Innanhúss er áhersla á eik og vel hannaðar íslenskar innréttingar þar sem sveigjanleiki liggur til grundvallar. 

Í ræðu Halldórs Eiríkssonar arkitekts fyrir hönd dómnefndarinnar kom fram að Smiðja er fallegt hús sem er strammað af og hófstillt að utan en svo tekur sinfónía upplifunar við innandyra þar sem mjög góð aðstaða er fyrir þingmenn og starfsfólk og glæsilegir fundarsalir og fundarherbergi bæði fyrir alþjóðlega fundi og innlenda sem skiptir bæði máli fyrir virkni og ásýnd Alþingis.  

Studio Granda er kanónan í íslenskum arkitektúr og í Smiðju er starfi Alþingis stillt upp fyrir almenning og hvert rými hefur sitt hlutverk og tilgang. En það er ekki bara fúnksjón heldur líka ljóðræn og persónuleg upplifun sem finna má við ásýnd og inngöngu. Þarna birtist einnig úthugsuð hönnun til að hafa góð áhrif á innra starf löggjafarsamkomunnar. Til þess þarf rými fyrir samskipti en þar er líka fegurð sem lyftir andanum og ekki er hægt annað en að vera í góðu skapi í svona fallegu húsi.

Smiðjan er borgarhús sem er snyrtilega sett inn í þétt umhverfi annarra húsa og er þegar farið að venjast hratt þarna í Kvosinni vegna góðrar næmni í hönnuninni. Smiðjan er í raun stoðrými fyrir Alþingishúsið og jafnframt nágranni við ráðhúsið. Húsið uppfyllir bæði þessi hlutverk af hógværð, en er um leið nútímalegt opinbert skrifstofuhúsnæði hannað af natni við hvert einasta rými og það leyst farsællega í útfærslu og framkvæmd. 

Annar kynnir hátíðarinnar klykkti út með því að húsið gæti því átt hlut í því að búa til glaðværa þingmenn vegna góðrar hönnunar á þeirra starfsumhverfi. Auk Smiðju voru tilnefnd Hálendismiðstöðin í Kerlingarfjöllum sem Basalt hannaði með Bláa lóns teyminu og áningarstaður fyrir ferðamenn að Þrístöpum í Vatnsdal í Húnavatnssýslu, staðurinn þar sem síðasta opinbera aftakan fór fram. Hönnuðir voru Gagarín, Landslag og Harry Jóhannsson.

Þykjó teymið þverfaglegaÞær Sigríður Sunna Reynisdóttir, Ninna Þórðardóttir, Erla Ólafsdóttir og Embla Vigfúsdóttir sem hlutu verðlaun fyrir verk ársins.

Verk

Það verk sem vann Hönnunarverðlaunin í ár var frumlegt og áhugavert dæmi um hvernig hægt er að miðla hugmyndum barna og ungmenna af alvöru og virðingu svo rödd þeirra hafi áhrif. Börnin að borðinu við borgarskipulag, sem hönnunarteymið Þykjó sá um fyrir Alta var til þess gert að þróa nýtt rammaskipulag á Ásbrú út frá samstarfi Kadeco og Reykjanesbæjar. Unglingur úr bænum sem tók þátt í verkefninu og tók jafnframt þátt í kynningunni í Grósku bar þess vitni að raunveruleg áhrif hefðu orðið af þátttöku barnanna. Þau hafi markað spor sín á niðurstöðuna í breytingarferli rammaskipulagsins og þannig haft áhrif á framtíðarumhverfi íbúanna. Til þess að svo yrði þurfti hugvitssamlega hönnun þverfaglegs teymis við að setja upplýsingar fram og virkja þátttakendur með fræðslu og valdeflingu til þátttöku, byggðri á hlustun og virkni í gegnum sköpun og leik.

Einnig voru tilnefnd verkin Grímur eftir hönnuðinn og listamanninn James Merry og verkefnið Annarsflokks eftir Stúdíó Erindreka og Sigmund Pál Freysteinsson, sem varpar ljósi á hvernig nýta má betur afgangsafurðir úr íslensku æðarvarpi.

Vara ársinsHelga Lilja Magnúsdóttur, fatahönnuður peysunnar James Cook, sem verðlaunuð var sem vara ársins.

Vara

Vara ársins var prjónaða peysan James Cook sem Helga Lilja Magnúsdóttir fékk verðlaun fyrir. Peysan er nútímaklassík fyrir öll kyn og aldurshópa, gerð fyrir Bahns hægtískufyrirtækið sem er seljandi peysunnar. Samfélag hefur skapast í kringum unnendur peysunnar og er það jafnvel orðið skráð sem trúfélag. En hver litur peysunnar er gerður í takmörkuðu upplagi og mynstrið tekur mið af ljósmerkjum vita. Á heimilum þar sem peysan er til er henni jafnvel deilt meðal fjölskyldumeðlima þar sem hún er kynhlutlaus hönnun og felur það í sér sjálfbæra nýtingu á handverki og efni sem sendir skýr skilaboð út í samfélagið.

Hinar tvær vörurnar sem tilnefndar voru eru annars vegar Hljómkassar, stefnuvirkir hátalarar úr íslenskum efniviði eftir Halldór Eldjárn og Jón Helga Hólmgeirsson og hins vegar bók Ránar Flygenring um Eldgos, sem er 80 síðna myndabók og þýdd hefur verið á fjögur tungumál. Bókin hlaut barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2023 en hún er gefin út af Angústúru, sem fékk viðurkenningu fyrir bestu fjárfestinguna í hönnun í fyrra.

Studio GrandaGrétar Örn Guðmundsson, Steve Christer, Margrét Harðardóttir og Birgir Örn Jónsson.

Fjárfesting í hönnun 

Viðurkenning til fyrirtækja fyrir fjárfestingu í hönnun hófst árið 2015 sem hluti Hönnunarverðlauna. Í ár vann Krónan, vegna fyrirmyndarhönnunar og samstarfs við hönnuði varðandi fróðleik og leiðbeiningu um umhverfisvernd með skemmtilegum upplýsingum samhliða því að versla í matinn. 

Framsýni í umhverfismálum varðandi endurvinnslu og nýtingu afganga er meðal þess sem dómnefnd nefndi. Aukin umhverfisvitund og sjálfbærni til að auðvelda neytendum umhverfisvæn innkaup í gegnum fræðandi framsetningu með samstarfi við hæfileikaríka hönnuði. Annar kynnir viðburðarins stakk síðan upp á því að allir hönnuðir fengju 40% afslátt í Krónunni í framhaldinu, sem áhorfendur virtust þó í ákveðinni óvissu um hvort þeir ættu að hlæja að eða vonast eftir.

Umgjörð verðlaunanna

Ungir hönnuðir voru augsýnilega stór hluti þátttakenda í viðburðinum sem sýnir bæði vöxt greinarinnar og uppskeruhátíðarstemninguna umfram keppnisandann. Valgerður Birna Jónsdóttir, sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands fyrir stuttu, fékk það verkefni að vera upplifunarhönnuður viðburðarins. Hún sagði frá því hve innblásin af fyrri viðburðum hún hefði verið við það verkefni. Hugtakið inspirasjón, sem gæti verið þýtt með nýyrðinu innspírun, lá því til grundvallar. Spírur eru eðlilegar í náttúrunni og birtast á vissan hátt eins og hönnunarferli, þar sem alls kyns sprotar eða hugmyndir birtast en síðan eru það tilteknar spírur sem vaxa og verða loks að fullvaxta plöntu, líkt og verðlaunaverk á endanum.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
4
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár