Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa er í hugum margra ein virðulegasta bygging landsins. Þar eru flottustu tónleikarnir haldnir og fínustu ráðstefnurnar. Um 200.000 gestir sækja um 1.400 viðburði í húsinu á ári hverju. Harpa er orðin eitt helsta kennileiti borgarinnar og einn mest sótti ferðamannastaður landsins með um 1,2 milljónir árlegra gesta.
Þegar húsið er heimsótt á venjulegum degi má sjá fjölda fólks sitja þar í tröppum. Það vekur athygli að stór hluti þessa fólks virðist ekki vera að dást að húsinu. Það er að horfa á símana sína. Einn góðan veðurdag mannaði ég mig upp í að spyrja fólkið sem þarna var statt út í þessa hegðun. Vinaleg japönsk hjón um sextugt sögðust vera í húsinu í annað skipti og þau kæmu út af fríu wifi-i. Þau væru að kíkja á fréttamiðla og senda skilaboð til barnanna sinna. Mér finnst Harpa æði vegleg umgjörð um símahangs en get vel skilið …
Athugasemdir