Sennilega er umfjöllunarefnið á fáum stöðum jafn nærtækt og í Brasilíu. Valkostirnir eru Jair Messias Bolsonaro, sem tók við forsetaembætti 2019 og lét af því árið 2023, svona brasilískur Trump, og sósíalistinn og verkalýðsmaðurinn Luiz Inácio Lula da Silva, núverandi forseti. Vel að merkja sat Lulu, eins og Silva er kallaður, í fangelsi fyrir spillingu. Rannsókninni á meintum glæpum hans stjórnaði maður að nafni Sergio Moro. Og ekki bara það heldur sá hann um að kæra og dæma í málinu líka, áður en hann gerði sér lítið fyrir og varð ráðherra í stjórn Bolsonaro. Þannig dómskerfi er brandari.
3% er brasilísk þáttaröð á Netflix. Hugmyndin (staðreyndin) um að 3% þjóðar eigi meira en allur þorrinn af þjóðinni til samans er tekin bókstaflega. Í staðleysu þáttanna á þorrinn möguleika á að verða hluti af prósentunum þremur, sem býr við munað og allsnægtir á eyju úti fyrir meginlandinu, með því að standast …
Athugasemdir