Svanhildur Hólm Valsdóttir tók við sem sautjándi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum síðastliðinn september. Þann 18. september afhenti hún Joseph R. Biden, forseta Bandaríkjanna, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum á skrifstofu hans í Hvíta húsinu við hátíðlega athöfn.
Nokkur umræða hefur staðið um ferlið að baki skipun Svanhildar í embættið og hæfi hennar til þess að gegna starfinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd bíður enn svara við fyrirspurn sem nefndin sendi utanríkisráðuneytinu í júní. Nefndin bað ráðuneytið að upplýsa hvernig skipun Svanhildar samræmdist lögum um utanríkisþjónustu Íslands og skýringar á því hvers vegna ferilskrá Svanhildar teldist vera trúnaðarmál.
Þegar litið er yfir feril Svanhildar og reynsla hennar borin saman við bakgrunn sendiherra nágrannaþjóða sem starfa í Bandaríkjunum má glöggt sjá að Svanhildur sker sig úr hvað varðar reynslu og fyrri störf á vettvangi utanríkismála.
Athugasemdir (2)