Systurnar Bassana og Sehar Kohi koma frá landi þar sem konum og stúlkum yfir 12 ára aldri er bannað að ganga í grunn-, framhalds- og háskóla. Þær höfðu áður haft rétt til menntunar, áður en talíbanar tóku völdin í landi þeirra, Afganistan, árið 2021. Sá réttur var hrifsaður af þeim í kjölfarið. Þær flúðu heimalandið og komu hingað til Íslands þar sem bróðir þeirra bjó þegar.
Á Íslandi töldu þær að þær gætu menntað sig, Sehar farið í framhaldsskóla og Bassana í háskóla. En nú, tæpum tveimur árum síðar, hefur sá draumur enn ekki ræst. Þær hafa þó reynt að sækja sér menntun en vegna bæði tungumálaörðugleika og aldurs hefur það reynst þrautinni þyngri að komast inn í framhaldsskóla og háskólanám.
Þær eru ekki einar heldur segjast þekkja í það minnsta tíu aðrar afganskar konur í sömu stöðu. Konur sem eru fastar í láglaunastörfum þar sem þær fá ekki tækifæri …
Athugasemdir (1)