Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.

Systurnar Bassana og Sehar Kohi koma frá landi þar sem konum og stúlkum yfir 12 ára aldri er bannað að ganga í grunn-, framhalds- og háskóla. Þær höfðu áður haft rétt til menntunar, áður en talíbanar tóku völdin í landi þeirra, Afganistan, árið 2021. Sá réttur var hrifsaður af þeim í kjölfarið. Þær flúðu heimalandið og komu hingað til Íslands þar sem bróðir þeirra bjó þegar.

Á Íslandi töldu þær að þær gætu menntað sig, Sehar farið í framhaldsskóla og Bassana í háskóla. En nú, tæpum tveimur árum síðar, hefur sá draumur enn ekki ræst. Þær hafa þó reynt að sækja sér menntun en vegna bæði tungumálaörðugleika og aldurs hefur það reynst þrautinni þyngri að komast inn í framhaldsskóla og háskólanám.

Þær eru ekki einar heldur segjast þekkja í það minnsta tíu aðrar afganskar konur í sömu stöðu. Konur sem eru fastar í láglaunastörfum þar sem þær fá ekki tækifæri …

Kjósa
40
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÓS
    Ólöf Sverrisdóttir skrifaði
    Hvða vitleysa er það að hún sé of gömul til að fara í framhaldsskóla.. getur fólk sem dettur út úr framhaldskóla haldið áfram.. ég veit nú um nokkra sem hafa gert það..
    3
  • Ragnhildur L Guðmundsdóttir skrifaði
    Það er í boði að sækja framhaldsskóla þar sem kennsla fer fram á ensku t.d í MH ... geta svo tekið þátt í félagslífi til þess að geta talað og æft sig í íslensku. Afhverju fá þær ekki sömu tækifæri hjá vinnumálastofnun eins og karlar sem fara í nám til leigubílaaksturs með styrk frá VMST ?
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár