Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

„Samkeppni á borð við Prís getur verið meira virði en lífskjarasamningur“

Vil­hjálm­ur Hilm­ars­son, hag­fræð­ing­ur hjá stétt­ar­fé­lag­inu Visku, seg­ir að efla þurfi sam­keppni – enda geti hún ver­ið meira virði en lífs­kjara­samn­inn­g­ar. Hann seg­ir að verka­lýðs­hreyf­ing­in hafi ekki sýnt sam­keppni nægi­leg­an áhuga.

„Samkeppni á borð við Prís getur verið meira virði en lífskjarasamningur“

„Ég ætla bara að skamma mitt bakland, verkalýðshreyfinguna. Mér finnst verkalýðshreyfingin ekki hafa sýnt samkeppni nógu mikinn áhuga. Því samkeppni á borð við Prís getur verið meira virði en einhver lífskjarasamningur. Það vantar þetta tal um samkeppnismálin.“

Þetta sagði Vilhjálmur Hilm­ars­son, hag­fræð­ing­ur hjá stétt­ar­fé­lag­inu Visku, í nýjasta þætti Pressu á föstudag. Hann var þangað kominn ásamt Benedikt S. Benediktssyni, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu, til að ræða um matvöruverð og íslenskan matvörumarkað.

Skaðlegt að gengisfella SKE

Vilhjálmur segir að það sé ekki annað hægt en að draga aðra ályktun en að núverandi stjórnvöld hafi markvisst veikt Samkeppniseftirlitið (SKE), hvort sem það væri með ráðum gert eða ekki. 

„Ég vona að fólk hafi það í huga þegar það kýs núna. Hvort stjórnmálaflokkar hafi yfirleitt áhuga á samkeppni og hvað hún þýðir,“ segir hann. Búið sé að gengisfella og tala gegn orðspori SKE, sem sé mjög skaðlegt. 

Benedikt tók undir þetta. „Ef pólitíkin er tilbúin að ræða samkeppni þá er það bara af hinu góða. Það sem ég veit að minn geiri hefur mikið kallað á er öflugri leiðbeiningagjöf frá SKE.“

Tilkoma Prís hafði áhrif á matarverðbólguna

Hvað við kemur Prís, lágvöruverslun í Kópavogi sem opnaði í sumar, segir Benedikt að það sé mjög hollt fyrir markaðinn að fá nýja aðila inn með nyjar áherslur. Aukin samkeppni sé öllum til hagsbóta.

Vilhjálmur segir að sér þyki stórkostlega merkilegt að um leið og Prís hafi opnað hafi matarverðbólgan staðnað. „Við sjáum að þarna er ein búð sem í rauninni getur ekki keppt svo mikið því hún er á einum stað og svo framvegis. En hún hefur samt þessi marginal áhrif á vöruverð.“

Hann segir að passa þurfi þó að mála ekki upp of dökka sviðsmynd. „Jú, matvælaverð er hérna 40% hærra hérna  en að meðaltali í Evrópulöndunum. Það er ýmislegt sem er dýrara. Þetta er ekki súperhagnaður [hjá matvöruverslunum] en það getur líka verið afleiðing af því að markaðurinn er bara fastur í meðalmennskunni vegna þess að samkeppni er ekki til staðar.“ 

Ef til vill mætti endurhugsa kerfið sem til staðar sé. „Af  hverju er þessi virðiskeðja til staðar? Álagning frá heildsölunum og smálsölum. Kerfið er ekkert sérstaklega þróað eða fágað,“ segir Vilhjálmur. Hann bendir á að verslunin hljóti að leita allra leiða til að kippa milliliðunum út. „Prís er búið að takast það að mestu, hin hafa ekki gert það.“

Horfa má á nýjasta þátt af Pressu í heild sinni hér að neðan:

 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár