Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Má 54 ára gömul kona elska JóaPé og Króla?

Hin 54 ára Harpa Rut Hilm­ars­dótt­ir er mik­ill að­dá­andi JóaPé og Króla. Neyð­ar­lega mik­ið, skrif­ar hún, sem studd­ist við son sinn sem af­sök­un til að bregða sér á tón­leika með þeim – og rabb­aði við Króla. En líka Sonju Ýri Þor­bergs­dótt­ur, formann BSRB, sem var á staðn­um og spurði hana út í breið­an að­dá­enda­hóp­inn.

Má 54 ára gömul kona elska JóaPé og Króla?
Mæðgin Harpa Rut ásamt syni sínum Orra Eliasen. Mynd: Golli

Ég er 54 ára gömul kona og held neyðarlega mikið upp á hipphopp-tvíeykið JóaPé og Króla. Samkvæmt minni upplifun er ekki félagslega viðurkennt fyrir minn aldurshóp að dást að tónlist sem sköpuð er að ungmennum fyrir ungmenni. Jafningjar mínir vilja ekki koma með mér á tónleika og það er vesen að þeir spila oftast á ungmennaviðburðum þar sem ég sting verulega í stúf svo ég sleppi þeim alveg.

Ég hef þess vegna elt sitjandi tónleika með þeim sem henta betur ráðsettu fólki eins og mér. Einu sinni keyrði ég með fjölskylduna til Akureyrar til að komast á sitjandi tónleika JP&K í Hofi. Í haust frétti ég af því að þeir myndu spila á tónleikaröð í Salnum í Kópavogi undir heitinu Söngvaskáld en hún eru skilgreind í dagskrá sem „röð innilegra tónleika þar sem söngvaskáld spila frumsamin lög sín og segja frá tilurð laganna“. Þetta þroskaða málfar um „innilega tónleika“, „söngvaskáld“ …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár