Í fyrsta sinn síðan flokkurinn náði á þing virðast Píratar berjast fyrir lífi sínu. Flokkurinn mælist ítrekað undir fimm prósenta atkvæðaþröskuldinum í skoðanakönnunum í aðdraganda þeirra óvæntu kosninga sem fram fara í lok nóvember. Flokkurinn bauð fyrst fram árið 2013 og komst þá inn með þrjá þingmenn og var það ár annar tveggja nýrra stjórnmálaflokka sem náðu kjöri, eftir verulega gerjun í íslenskri pólitík í kjölfar hrunsins. Í dag er það Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona og mannréttindalögfræðingur, sem er talsmaður flokksins og hefur formlegt umboð flokksfélaga til að leiða Pírata í stjórnarmyndunarviðræðum.
En hvert er erindið? Hver eru brýnustu verkefnin sem Píratar vilja ráðast í í dag?
„Þegar kemur að þessum stóru kerfum okkar sem skipta allan almenning máli – þá er ég að tala líka um lýðræðið og réttarríkið – þá þarf virkilega að bæta úr,“ segir hún spurð um hvað í íslensku samfélagi kalli á breytingar. „Og svo …
Athugasemdir