Pönkið lifir í settlegri Pírötum

Pönk­ið lif­ir í Pír­öt­um, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, en hreyf­ing­in er þó orð­in sett­legri. Lýð­ræð­is­um­bæt­ur eru lyk­il­mál í henn­ar huga og leita þarf í aukn­um mæli til þjóð­ar­inn­ar. Hún seg­ir spill­ingu vanda­mál á Ís­landi og að hlúa þurfi að fólk­inu sem beri uppi heil­brigðis­kerf­ið.

Í fyrsta sinn síðan flokkurinn náði á þing virðast Píratar berjast fyrir lífi sínu. Flokkurinn mælist ítrekað undir fimm prósenta atkvæðaþröskuldinum í skoðanakönnunum í aðdraganda þeirra óvæntu kosninga sem fram fara í lok nóvember. Flokkurinn bauð fyrst fram árið 2013 og komst þá inn með þrjá þingmenn og var það ár annar tveggja nýrra stjórnmálaflokka sem náðu kjöri, eftir verulega gerjun í íslenskri pólitík í kjölfar hrunsins. Í dag er það Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona og mannréttindalögfræðingur, sem er talsmaður flokksins og hefur formlegt umboð flokksfélaga til að leiða Pírata í stjórnarmyndunarviðræðum. 

En hvert er erindið? Hver eru brýnustu verkefnin sem Píratar vilja ráðast í í dag? 

„Þegar kemur að þessum stóru kerfum okkar sem skipta allan almenning máli – þá er ég að tala líka um lýðræðið og réttarríkið – þá þarf virkilega að bæta úr,“ segir hún spurð um hvað í íslensku samfélagi kalli á breytingar. „Og svo …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár