Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Pönkið lifir í settlegri Pírötum

Pönk­ið lif­ir í Pír­öt­um, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, en hreyf­ing­in er þó orð­in sett­legri. Lýð­ræð­is­um­bæt­ur eru lyk­il­mál í henn­ar huga og leita þarf í aukn­um mæli til þjóð­ar­inn­ar. Hún seg­ir spill­ingu vanda­mál á Ís­landi og að hlúa þurfi að fólk­inu sem beri uppi heil­brigðis­kerf­ið.

Í fyrsta sinn síðan flokkurinn náði á þing virðast Píratar berjast fyrir lífi sínu. Flokkurinn mælist ítrekað undir fimm prósenta atkvæðaþröskuldinum í skoðanakönnunum í aðdraganda þeirra óvæntu kosninga sem fram fara í lok nóvember. Flokkurinn bauð fyrst fram árið 2013 og komst þá inn með þrjá þingmenn og var það ár annar tveggja nýrra stjórnmálaflokka sem náðu kjöri, eftir verulega gerjun í íslenskri pólitík í kjölfar hrunsins. Í dag er það Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona og mannréttindalögfræðingur, sem er talsmaður flokksins og hefur formlegt umboð flokksfélaga til að leiða Pírata í stjórnarmyndunarviðræðum. 

En hvert er erindið? Hver eru brýnustu verkefnin sem Píratar vilja ráðast í í dag? 

„Þegar kemur að þessum stóru kerfum okkar sem skipta allan almenning máli – þá er ég að tala líka um lýðræðið og réttarríkið – þá þarf virkilega að bæta úr,“ segir hún spurð um hvað í íslensku samfélagi kalli á breytingar. „Og svo …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Formannaviðtöl

Tími jaðranna er ekki núna
ViðtalFormannaviðtöl

Tími jaðr­anna er ekki núna

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir er sá stjórn­mála­mað­ur sem mið­að við fylg­is­mæl­ing­ar og legu flokks­ins á hinum póli­tíska ás gæti helst lent í lyk­il­stöðu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um að lokn­um þing­kosn­ing­um. Þor­gerð­ur boð­ar fækk­un ráðu­neyta, frek­ari sölu á Ís­lands­banka og sterk­ara geð­heil­brigðis­kerfi. Hún vill koma að rík­is­stjórn sem mynd­uð er út frá miðju og seg­ir nóg kom­ið af því að ólík­ir flokk­ar reyni að koma sér sam­an um stjórn lands­ins.
Allir verða sósíalistar fyrir kosningar
ViðtalFormannaviðtöl

All­ir verða sósí­al­ist­ar fyr­ir kosn­ing­ar

Hug­mynda­fræði sósí­al­ism­ans hef­ur ekki beð­ið skip­brot held­ur virð­ast all­ir flokk­ar verða sósíal­ísk­ari fyr­ir kosn­ing­ar. Þetta seg­ir Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, leið­togi Sósí­al­ista­flokks­ins, fyr­ir kom­andi þing­kosn­ing­ar. Hún seg­ir að eig­in reynsla af því að al­ast upp við fá­tækt sé drif­kraft­ur henn­ar og boð­ar rétt­lát­ara skatt­kerfi og stefnu­breyt­ingu í hús­næð­is­upp­bygg­ingu. Þar eigi hið op­in­bera að stíga inn og fjár­magna upp­bygg­ingu á fé­lags­leg­um grunni.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
„Kvenfrelsismál eru líka heilbrigðismál“
ViðtalFormannaviðtöl

„Kven­frels­is­mál eru líka heil­brigð­is­mál“

Staða Vinstri grænna er þung. Svandís Svavars­dótt­ir, formað­ur Vinstri grænna, ger­ir sér grein fyr­ir því að það sé á bratt­ann að sækja en seg­ir mik­inn þrótt og kraft í flokks­fólki. Hún sak­ar Bjarna Bene­dikts­son um trún­að­ar­brest í að­drag­anda stjórn­arslita sem olli því að Vinstri græn gátu ekki hugs­að sér að taka þátt í starfs­stjórn. Það sé full­gild spurn­ing hvort það hafi ver­ið of dýru verði keypt að vera í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi með Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár