Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Kvenfrelsismál eru líka heilbrigðismál“

Staða Vinstri grænna er þung. Svandís Svavars­dótt­ir, formað­ur Vinstri grænna, ger­ir sér grein fyr­ir því að það sé á bratt­ann að sækja en seg­ir mik­inn þrótt og kraft í flokks­fólki. Hún sak­ar Bjarna Bene­dikts­son um trún­að­ar­brest í að­drag­anda stjórn­arslita sem olli því að Vinstri græn gátu ekki hugs­að sér að taka þátt í starfs­stjórn. Það sé full­gild spurn­ing hvort það hafi ver­ið of dýru verði keypt að vera í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi með Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, er að leiða flokkinn í kosningabaráttu í fyrsta sinn. Staðan er gjörbreytt frá síðustu kosningum þegar flokkurinn fékk 12,6 prósent greiddra atkvæða og endurnýjaði ríkisstjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Gengið hefur á ýmsu á kjörtímabilinu og fylgi flokksins hefur verið í frjálsu falli frá alþingiskosningunum haustið 2021 og hefur lægst mælst 3,3 prósent samkvæmt Þjóðarpúls Gallup, í maí á þessu ári. Fylgið mælist það sama, 3,3 prósent, í nýjustu kosningaspá Heimildarinnar og Baldurs Héðinssonar, sem er uppfærð reglulega í aðdraganda kosninga.

En Svandís er bjartsýn, það er hennar drifkraftur í stjórnmálum þessa dagana. „Þessi kosningabarátta mun ekki snúast um auglýsingar eða einhver pallborð úti í bæ heldur miklu frekar um það að við tölum saman og tölum hvert við annað og það er okkar plan í VG að heyra í fólki, tala við fólk, tala við grasrótina okkar, okkar eigin félaga en …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Formannaviðtöl

Tími jaðranna er ekki núna
ViðtalFormannaviðtöl

Tími jaðr­anna er ekki núna

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir er sá stjórn­mála­mað­ur sem mið­að við fylg­is­mæl­ing­ar og legu flokks­ins á hinum póli­tíska ás gæti helst lent í lyk­il­stöðu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um að lokn­um þing­kosn­ing­um. Þor­gerð­ur boð­ar fækk­un ráðu­neyta, frek­ari sölu á Ís­lands­banka og sterk­ara geð­heil­brigðis­kerfi. Hún vill koma að rík­is­stjórn sem mynd­uð er út frá miðju og seg­ir nóg kom­ið af því að ólík­ir flokk­ar reyni að koma sér sam­an um stjórn lands­ins.
Allir verða sósíalistar fyrir kosningar
ViðtalFormannaviðtöl

All­ir verða sósí­al­ist­ar fyr­ir kosn­ing­ar

Hug­mynda­fræði sósí­al­ism­ans hef­ur ekki beð­ið skip­brot held­ur virð­ast all­ir flokk­ar verða sósíal­ísk­ari fyr­ir kosn­ing­ar. Þetta seg­ir Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, leið­togi Sósí­al­ista­flokks­ins, fyr­ir kom­andi þing­kosn­ing­ar. Hún seg­ir að eig­in reynsla af því að al­ast upp við fá­tækt sé drif­kraft­ur henn­ar og boð­ar rétt­lát­ara skatt­kerfi og stefnu­breyt­ingu í hús­næð­is­upp­bygg­ingu. Þar eigi hið op­in­bera að stíga inn og fjár­magna upp­bygg­ingu á fé­lags­leg­um grunni.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár