Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Þrír sótt um leyfi til hrefnuveiða

Mat­væla­ráðu­neyt­ið hef­ur feng­ið inn á sitt borð um­sókn­ir þriggja að­ila sem vilja fá leyfi til að veiða hrefn­ur við Ís­lands­strend­ur. Ver­ið að skapa þá ímynd að hval­veið­ar snú­ist um fleiri en Kristján Lofts­son, seg­ir fram­kvæmda­stjóri Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands.

Þrír sótt um leyfi til hrefnuveiða
Á stökki Hrefna leikur listir sínar við Íslandsstrendur. Mynd: Elding

Engar hrefnuveiðar hafa verið stundaðar hér við land frá árinu 2021 og það ár var aðeins ein hrefna veidd. Árin 2022 og 2023 fékk matvælaráðuneytið engar nýjar umsóknir um leyfi til hrefnuveiða en í ár hafa þrjár umsóknir borist ráðuneytinu. Umsækjendur eru Fasteignafélagið Ból, Tjaldtangi og Útgerðarfélagið Vonin. Hrefnuveiðar eru stundaðar í flóum við landið og hafa ferðaþjónustufyrirtæki sagt þær trufla upplifun ferðamanna.

FramkvæmdastjóriÁrni Finnsson.

Hvalur hf. er sem fyrr eini aðilinn sem sótt hefur um leyfi til veiða á langreyði. „Hrefnuveiðimenn hafa löngum verið eins konar skálkaskjól fyrir Kristján Loftsson,“ segir Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hann segir hrefnuveiðar ekki borga sig og því veki það vissulega athygli að þrjú fyrirtæki hafi sótt um slík veiðileyfi. „Ég held að umsækjendur vilji skapa þá ímynd að hvalveiðar snúist um fleiri en Kristján Loftsson.“

Bjarni Benediktsson, sem tók við matvælaráðuneytinu eftir að Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna hvarf þaðan á braut hefur sagt að til greina komi að veita Hval hf. leyfi til veiða á langreyði líkt og félagið sótti nýverið um. Þá er Jón Gunnarsson búinn að ýja að hinu sama eftir að Bjarni skipaði hann sérstakan aðstoðarmann sinn í matvælaráðuneytinu. Hvorugur þeirra hefur þó skýrt lýst því yfir að leyfi til veiða á hvölum verði veitt fyrir kosningar.

Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að það yrði algjört stórslys fyrir íslenska stjórnsýslu ef hvalveiðileyfi yrðu gefin út fyrir kosningar.

LögmaðurKatrín Oddsdóttir.

„Það sem er kannski alvarlegast við það að Jón Gunnarsson, sem einhver sérlegur ráðunautur Bjarna Benediktssonar inni í matvælaráðuneytinu, ætli að hafa afskipti af umsóknum um hvalveiðileyfi, er ekki bara það að við erum með stjórnarskrárvarða venju í landinu um að starfsstjórnir eigi bara að halda í horfi og ekki gera neitt sem ekki telst nauðsynlegt, rétt eins og forseti áréttaði í sínu ávarpi þegar hún samþykkti þingrofið,“ segir Katrín við Heimildina, „heldur erum við líka að horfa fram á það að þarna er maður sem er mögulega vanhæfur gagnvart Kristjáni Loftssyni vegna mikilla tengsla, ráðinn inn í framkvæmdavaldið til að taka skyndiákvörðun um leyfisveitingu á tímapunkti þegar það liggur ekkert á að veita slíkt leyfi enda er vertíðin langt undan.“ 

Hún segir það aldrei hafa gerst áður í sögu leyfisveitinga til hvalveiða að leyfi séu veitt á þessum árstíma. „Við þetta bætist að þegar Kristján sér að vinur hans er  kominn í ráðuneytið þá sækir hann í fyrsta sinn um ótímabundið leyfi til hvalveiða. Sem er í raun og veru til að undirstrika það hvað hann telur sig eiga inni góðan greiða hjá þessum herramönnum.“ 

Katrín segist vita fyrir víst að ef leyfin gangi í gegn núna yrði látið reyna á „allar hliðar þessa máls fyrir dómstólum“.

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár