Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Líst ekki á blikuna

Meiri­hluti danskra grunn­skóla­kenn­ara tel­ur að al­var­leg­ur fjár­skort­ur standi starfi danskra grunn­skóla fyr­ir þrif­um. Fjár­skort­ur­inn bitni á öll­um hlið­um skóla­starfs­ins. Lof­orð stjórn­valda um aukn­ar fjár­veit­ing­ar á næstu ár­um dugi tæp­ast til að bæta úr ástand­inu.

Í Danmörku eru tæplega 1.100 grunnskólar, misstórir. Sá stærsti er í Glostrup í nágrenni Kaupmannahafnar með um það bil 2.300 nemendur.

Í þessum tæplega 1.100 skólum eru rúmlega 47 þúsund kennarar, auk annars starfsfólks. Fimmti hver grunnskólakennari hefur ekki kennaramenntun, það hlutfall hefur farið vaxandi á síðustu árum. Fjórði hver nemandi sem útskrifast úr kennaranámi, og ræður sig til kennslu í grunnskóla, Folkeskole, hættir kennslunni innan fimm ára. Helmingur þessa hóps ræður sig til starfa í Privatskole sem eru reknir á ríkisframlagi og skólagjöldum, hinir snúa sér að öðrum störfum.

Miklar breytingar

Danska kennarasambandið var stofnað árið 1874 og er því 150 ára á þessu ári. Þess hefur verið minnst með ýmsum hætti að undanförnu og í síðustu viku var haldin í Kaupmannahöfn sérstök tveggja daga ráðstefna um skólamál. Meðal ræðumanna var Mette Frederiksen forsætisráðherra. Hún rifjaði upp að fyrir áratugum var kennarinn einvaldur í skólastofunni, nemendur komust ekki upp með neitt múður, urðu að sitja og standa eins og kennarinn fyrirskipaði. Síðan hefði margt breyst, sagði Mette Frederiksen, og margs konar reglur gert það að verkum að kennarar hefðu verið vængstýfðir, eins og hún komst að orði. Áhrif foreldra orðið æ meiri og í sumum efnum alltof mikil, kennarar hefðu vart mátt hasta á einstaka nemendur án þess að fá til baka hótanir og iðulega kvartanir frá foreldrum sem ekki tryðu neinu misjöfnu upp á sitt barn. „Þetta svokallaða frjálsræði hefur gengið alltof langt, við erum samt ekki að tala um Svartaskóla með eintómum utanaðlærdómi og stagli,“ sagði Mette Frederiksen.

Minni miðstýring

Umræður um skólamál eru ekki nýjar af nálinni í Danmörku og málefni skólanna margoft ratað inn í þingið, Folketinget. Þær umræður hafa iðulega snúist um skort á fjármagni til skólanna en líka margt annað varðandi starfsemina. Síðastliðið vor náðist samkomulag um ýmsar breytingar í skólamálum. Ekki er í pistli sem þessum hægt að gera grein fyrir þeim en meðal þess sem kveðið er á um í samkomulaginu er að kennarar ráði í skólastofunni, þeir geti til að mynda vísað nemanda úr tíma og skólastjórnendur geti látið ,,vandræðagemlinga“ hjálpa til við að taka til í skólanum að lokinni kennslu. Skólar hafi aukið sjálfstæði í mörgum málum varðandi skólastarfið í stað þess að ráðuneytið „leggi línurnar“ eins og Mattias Tesfaye barna- og menntamálaráðherra komst að orði þegar hann kynnti samkomulagið á fundi með fréttamönnum. „Færri fundi um allt mögulegt en meira starf í skólastofunni,“ sagði ráðherrann. Hann greindi jafnframt frá því að þingið hefði ákveðið að árlega verði varið 740 milljónum danskra króna til að styrkja skólastarfið og því til viðbótar komi svokölluð eingreiðsla, 2,6 milljarðar (52 milljarðar íslenskir), sem verði eyrnamerktir úrbótum í skólahúsnæði og enn fremur 540 milljóna eingreiðsla (tæpir 11 milljarðar íslenskir) til bókakaupa.

Þetta eru miklir peningar en kennarar hafa á undanförnum árum bent á síendurtekinn niðurskurð í fjárveitingum til skólanna og það taki mörg ár að vinda ofan af vandanum.

Milljarður á ári

Á áðurnefndri afmælisráðstefnu Danska kennarasambandsins kom fram í máli Mattias Tesfaye barna-og menntamálaráðherra að fram til ársins 2030 fái grunnskólarnir í landinu árlega jafngildi 20 milljarða íslenskra króna til að fjölga kennurum. Þörfin er brýn því á síðasta ári fækkaði grunnskólakennurum um rúmlega 1 þúsund en samkvæmt útreikningum menntamálaráðuneytisins mun vanta um 13 þúsund kennara fram til ársins 2030.

Lakari fjárhagur vekur ugg

Danska kennarasambandið birti nýlega niðurstöður viðamikillar rannsóknar  meðal kennara í dönskum grunnskólum. Þar kemur fram að 83 prósent kennara álítur að það vanti meira fjármagn í reksturinn. Bækur og önnur gögn séu alltof gömul, tölvur sem skólinn láti nemendum í 3. bekk í té eigi að endast út skólagönguna (í 9. eða 10. bekk) og ef þær gefi sig verði foreldarnir að útvega nýjar.

Verst sé þó að mati kennaranna að fjárskorturinn bitni á þroska nemendanna og hvernig þeir þrífist í skólanum. 73 prósent kennara telur að hinn þröngi fjárhagsrammi bitni á fagkunnáttu nemenda og 68 prósent telur hann bitna á velferð og líðan nemenda í skólunum.

Í viðtali við danska útvarpið sagði Bo Birk Nielsen, lektor í Álaborg, sem um árabil hefur rannsakað þroska og líðan skólabarna, að ekki kæmi á óvart að kennurum þætti naumt skammtað úr peningakassanum „en að átta af hverjum tíu kennurum telji að það hafi veruleg áhrif á skólastarfið, og ekki síst þroska og velferð nemenda kemur á óvart“.

Kirsten Fisker, gamalreyndur kennari við Vibeskolen í Ullerslev á Fjóni, sagði í viðtali við danska útvarpið að kennurum liði illa þegar þeir gætu ekki, vegna tímaskorts, eytt nægum tíma til útskýringa og yrðu að hlaupa frá hálfkláruðu verki, eins og hún komst að orði, „mörgum börnum líður ekki sem best í skólanum, eru óörugg og treysta á kennarann til að útskýra og leiðbeina“. Og bætti við, „vonandi standa stjórnvöld við loforð um aukið fjármagn til að fjölga kennurum og þá verður kannski hægt að fækka í bekkjum. Loforð stjórnvalda hafa ekki alltaf staðist, og ef sú verður raunin líst okkur kennurum ekki á blikuna.“ 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár