Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Yfir 40% stuðningsmanna Miðflokksins kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast

Könn­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Maskína hef­ur op­in­ber­að nið­ur­stöð­ur sem gefa nýja inn­sýn í það hvernig kjör­fylg­ið frá 2021 dreif­ist á flokka nú. Fylg­ið sem skóp kosn­inga­sig­ur Fram­sókn­ar ár­ið 2021 virð­ist hafa tvístr­ast í all­ar átt­ir og helm­ing­ur kjós­enda Pírata hyggst nú kjósa Sam­fylk­ingu eða Við­reisn. Einn af hverj­um fjór­um kjós­end­um Sjálf­stæð­is­flokks ár­ið 2021 gef­ur sig upp á Mið­flokk­inn, sam­kvæmt nið­ur­stöð­um Maskínu.

Yfir 40% stuðningsmanna Miðflokksins kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast
Fjórðungur farinn Samkvæmt niðurstöðum Maskínu segjast 26 prósent þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn árið 2021 nú ætla að kjósa Miðflokkinn. Mynd: Golli

Rétt rúm 40 prósent þeirra sem segjast ætla að kjósa Miðflokkinn í nýjustu skoðanakönnun Maskínu, segja að þau hafi kosið Sjálfstæðisflokkinn í Alþingiskosningunum árið 2021. 

Þetta kemur fram í mælingum sem könnunarfyrirtækið hefur gert aðgengilegar á sérstöku mælaborði á vef sínum, sem byggir á svörum við nýjustu könnun fyrirtækisins, sem birt var 28. október.

Þar er hægt að sjá bæði hvaðan fylgi einstaka flokka er og hvert fylgi flokka hefur færst frá síðustu kosningum, miðað við svörin sem Maskína fékk frá þátttakendum í könnuninni. 

Yfirlit sem þetta hefur ekki verið birt opinberlega samfara birtingu skoðanakannanna til þessa, nú í aðdraganda kosninga, og veitir greining Maskínu því nýja innsýn í það hvernig fylgið virðist hafa hreyfst á milli flokkanna.

Framsóknarfylgið frá 2021 er ekki bara hjá Samfylkingu

Í umræðum um fylgi flokkanna síðustu misseri hefur stundum verið nefnt að fylgið sem sópaðist á Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum og skóp kosningasigur flokksins undir slagorðinu Er ekki bara best að kjósa Framsókn? gæti hafa leitað til Samfylkingar eftir því liðið hefur á kjörtímabilið og skýrt stóran hluta þeirra fylgisaukningar sem Samfylkingin hefur notið.

Samkvæmt niðurbrotinu á könnun Maskínu er það þó ekki tilfellið, heldur kvarnast kjörfylgi Framsóknar frá 2021 aðallega niður á þrjá flokka; Miðflokkinn sem hefur hrifsað til sín um 20 prósent kjósenda Framsóknar og svo Samfylkingu og Viðreisn, en hvor hreyfing um hefur náð til sín um 15 prósentum kjósenda Framsóknarflokksins frá 2021, samkvæmt niðurstöðum Maskínu.

Ef horft er á það hvaða flokk kjósendur Framsóknarflokksins frá 2021 segjast ætla að kjósa nú má sjá að einungis 33 prósent þeirra segjast ætla að kjósa Framsókn aftur. Einungis Vinstri grænum og Pírötum hefur haldist verr á kjósendum sínum frá 2021, en aðeins 21 prósent kjósenda VG segjast ætla að kjósa flokkinn á nýjan leik og rúm 30 prósent kjósenda Pírata.

Hærra hlutfall kjósenda beggja flokka frá 2021 segjast nú ætla að kjósa Samfylkinguna en þessa tvo flokka, samkvæmt könnun Maskínu. Á hinum endanum eru Miðflokkurinn, Viðreisn og Samfylkingin, sem halda vel í kjósendahópa sína frá 2021.

Kjósendur Pírata og VG flykkjast á Samfylkingu

Samfylkingin hefur mælst stærsti flokkur landsins í skoðanakönnunum um lengri tíma og í nýjustu könnun Maskínu er fylgið 22,2 prósent. En hvað kaus kjósendahópur Samfylkingarinnar síðast? Rúm 42 prósent kusu Samfylkinguna.

Stærstu hóparnir sem hafa fært sig yfir á Samfylkinguna kusu Pírata og Vinstri græn síðast, en samanlagt tæp 32 prósent væntra kjósenda flokksins kaus annan hvorn þessara flokka síðast. Tæp 10 prósent þeirra sem segjast ætla að kjósa Samfylkinguna í þessari könnun Maskínu segjast hafa kosið Framsóknarflokkinn árið 2021. 

Ef við horfum á dæmið frá hinni hliðinni og sjáum hvert fylgi Pírata og Vinstri grænna virðist vera að fara þá segjast alls helmingur kjósenda Pírata frá 2021 ætla að kjósa ýmist Samfylkinguna eða Viðreisn.

Kjósendur VG frá 2021 eru einnig líklegastir til þess að hafa fært sig á þessa tvo flokka, tæp 29 prósent á Samfylkinguna og rúm 13 prósent á Viðreisn.

Sjálfstæðisflokkurinn sækir nær enga nýja

Það þarf ef til vill ekki að koma á óvart miðað við stöðu flokksins og nær helmingað fylgi frá síðustu kosningum, en samkvæmt niðurstöðum Maskínu sækir Sjálfstæðisflokkurinn nær ekkert nýtt fylgi frá öðrum flokkum. Heil 88 prósent þeirra sem segjast ætla að kjósa flokkinn nú segjast hafa kosið flokkinn síðast líka. 

Einungis 26 manns sem svara könnuninni og segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn kusu einhverja aðra flokka síðast. Þar af kusu 18 ýmist Framsókn eða Vinstri græn, samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins. 

Af kjósendum Sjálfstæðisflokksins árið 2021 eru 26 prósent farin yfir á Miðflokkinn, tæp 8 prósent á Viðreisn, um 5 prósent á Samfylkingu en færri yfir á aðra flokka. 

Viðreisn sækir svipað í margar áttir

Þegar horft er á hvaðan fylgi Viðreisnar er að koma sést að 44 prósent þeirra sem segjast ætla að kjósa flokkinn nú segjast einnig hafa kosið hann árið 2021.

Viðreisn sækir hins vegar nokkuð jafnt til annarra flokka, en rúmur þriðjungur kjósenda hans kemur úr mengi þeirra sem kusu stjórnarflokkana þrjá í síðustu kosningum – á bilinu 10-13 prósent hjá hverjum þeirra. Hartnært 10 prósent væntra kjósenda Viðreisnar kusu svo Samfylkinguna og litlu færri, eða 8 prósent, Pírata.

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár