Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Áramótabrennum í Reykjavík fækkað

„Sú frá­leita ákvörð­un borg­ar­yf­ir­valda að af­leggja um­rædd­ar brenn­ur án nokk­urs sam­ráðs við íbúa eða íbúa­sam­tök, er að­för að grón­um hefð­um í skemmt­ana­haldi borg­ar­inn­ar um jól og ára­mót,“ segja Sjálf­stæð­is­menn.

Áramótabrennum í Reykjavík fækkað
Hefð Löng hefð er fyrir áramótabrennum í Reykjavík en nú ætla yfirvöld að fækka þeim, m.a. vegna umhverfissjónarmiða. Mynd: Golli

Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í vikunni að fækka áramótabrennum í borgarlandinu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðust gegn því.

Undanfarin ár hefur áramótabrennum farið fjölgandi í borgarlandinu og voru þær 10 um síðustu áramót. Samkvæmt samþykkt ráðsins verður þeim fækkað um fjórar og ákveðnum brennum verður að auki fundinn nýr staður. 

Þær fjórar brennur sem samþykkt hefur verði að leggja niður eru:

  • Rauðavatn. Það hafa skapast umferðarvandræði undanfarin ár við Suðurlandsveginn og vegna mögulegra umhverfisáhrifa á Rauðavatn. 
  • Suðurfell (Jafnasel árið 2023). Eldri staðsetning brennunnar er ekki lengur í boði vegna nýs Arnarnesvegar. Þessari brennu verður fundinn nýr staður í Breiðholti. 
  • Laugardalur. Nálægð við byggð og aðgengi er slæmt.
  • Skerjafjörður. Aðgengi er slæmt og nálægð við byggð of mikil.

Á sama tíma og brennum hefur fjölgað hefur verið mikil umræða um fjöldamörg atriði er varðar brennur „enda hafa þær bæði mikil skammtím-a og langtímaumhverfisáhrif ásamt því að vera dýrar í uppsetningu og rekstri,“ segir í rökstuðningi Hjalta J. Guðmundssonar, skrifstofustjóra borgarlandsins. Þá hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gert athugasemdir við ákveðnar brennur vegna nálægðar við byggð. 

SexÁramótabrennur verða á sex stöðum í borgarlandinu um áramótin. Á kortið vantar brennuna sem verður á Kjalarnesi.

Hins vegar er sterk hefð fyrir brennum í Reykjavík hjá mörgum íbúum og því vilja borgaryfirvöld reyna að mæta báðum sjónarmiðum. Þær brennur sem áfram verða haldnar í borgarlandinu verða á eftirtöldum stöðum:

  • Vesturbær (með fyrirvara um góða staðsetningu)
  • Gufunes
  • Geirsnef
  • Jafnasel (ný staðsetning)
  • Úlfarsárdalur
  • Kjalarnes

Allar brennur verða minni en 250 rúmmetrar og því skilgreindar sem litlar brennur. „Með þessu móti verður komið til móts við bæði sjónarmið þeirra sem vilja hafa brennur með því að tryggja að hver borgarhluti hafi brennu og svo hinna sem vilja fækka þeim verulega og með því draga úr umhverfisáhrifum og kostnaði“, segir í rökstuðningi skrifstofustjóra borgarlandsins. 

Mikill kostnaður

„Þær hafa gegnt mikilvægu menningarhlutverki, eru fjölskylduvænir viðburðir sem stuðla að samheldni íbúa og jákvæðum hverfisanda“
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks.

Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar, sem samþykktu tillögu um fækkun brenna, benda í bókun á að kostnaður við brennur sé orðinn töluverður. Til dæmis sé kostnaður við förgun um 20 milljónir króna og við hann bætist kostnaður vegna efniviðs og mönnunar við að sinna uppsetningu og utanumhaldi. „Í erfiðu fjárhagslegu umhverfi er eðlilegt að horfa í hverja krónu, sér í lagi þegar athugasemdir frá viðbragðsaðilum liggja fyrir“, segir í bókun meirihlutans. Þar er enn fremur bent á að vegna staðla þurfi nú að kaupa efni í brennur frekar en að nýta eitthvað sem falli til við framkvæmdir. „Hér er verið að fara ákveðna millileið, að mæta gagnrýnum sjónarmiðum og þeirri sterku hefð sem er fyrir brennum um áramót.“

Menningarhlutverk

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja í sinni bókun að þær brennur sem eigi að afleggja eigi sér áratuga hefð. „Þær hafa gegnt mikilvægu menningarhlutverki, eru fjölskylduvænir viðburðir sem stuðla að samheldni íbúa og jákvæðum hverfisanda.“

Sjálfstæðismenn segja ákvörðun borgaryfirvalda um að afleggja þessar fjórar brennur vera fráleita og að hún sé gerð án nokkurs samráðs við íbúa eða íbúasamtök. Ákvörðunin sé „aðför að grónum hefðum í skemmtanahaldi borgarinnar um jól og áramót“.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
6
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár