Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Myndir: Selenskí og Halla T. hittust

For­set­ar Ís­lands og Úkraínu hitt­ust á Bessa­stöð­um í morg­un. „Í heimi þar sem all­ar stór­þjóð­ir eru að velja stríð held ég að við leggj­um mest af mörk­um með því að standa fyr­ir og velja frið,“ sagði ís­lenski for­set­inn, Halla Tóm­as­dótt­ir, í að­drag­anda for­seta­kosn­ing­anna hér­lend­is um vopna­kaup fyr­ir Úkraínu­menn.

Myndir: Selenskí og Halla T. hittust

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hittust á Bessastöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun.

Selenskí lýsti yfir þakklæti við Íslendinga sem hann kallaði bandamenn í baráttu Úkraínu fyrir frelsi landsins. Rússneskar hersveitir réðust inn í landið í febrúarmánuði 2022 og geisar enn stríð í landinu. 

Í aðdraganda forsetakosninga var Halla sá frambjóðandi sem lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínumenn hernaðarlega. Það gerði hún í kappræðum Ríkisútvarpsins.

Halla sagðist þá að það samræmdist ekki gildum Íslands að kaupa vopn fyrir Úkraínumenn „án samtals“.

„Í heimi þar sem allar stórþjóðir eru að velja stríð held ég að við leggjum mest af mörkum með því að standa fyrir og velja frið,“ sagði Halla.

5.000 manns hingað frá Úkraínu

Eins og aðrar Evrópuþjóðir hefur Ísland tekið á móti fjölmörgum úkraínskum flóttamönnum síðan Rússar réðust inn í heimaland þeirra, nú alls um 5.000 manns. Ísland hefur aldrei tekið á móti jafn stórum hóp frá einu landi. Íslendingar samþykkja nánast allar umsóknir um hæli frá Úkraínu og hafa gert það frá upphafi stríðs.

Selenskí er hér á landi þar sem hann er gestur Norðurlandaráðsþings sem hófst í gær. Þá hitti hann forsætisráðherra Norðurlandanna á Þingvöllum. Hann mun jafnframt ávarpa þingið síðar í dag.

Fréttin hefur verið uppfærð

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár