Myndir: Selenskí og Halla T. hittust

For­set­ar Ís­lands og Úkraínu hitt­ust á Bessa­stöð­um í morg­un. „Í heimi þar sem all­ar stór­þjóð­ir eru að velja stríð held ég að við leggj­um mest af mörk­um með því að standa fyr­ir og velja frið,“ sagði ís­lenski for­set­inn, Halla Tóm­as­dótt­ir, í að­drag­anda for­seta­kosn­ing­anna hér­lend­is um vopna­kaup fyr­ir Úkraínu­menn.

Myndir: Selenskí og Halla T. hittust

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hittust á Bessastöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun.

Selenskí lýsti yfir þakklæti við Íslendinga sem hann kallaði bandamenn í baráttu Úkraínu fyrir frelsi landsins. Rússneskar hersveitir réðust inn í landið í febrúarmánuði 2022 og geisar enn stríð í landinu. 

Í aðdraganda forsetakosninga var Halla sá frambjóðandi sem lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínumenn hernaðarlega. Það gerði hún í kappræðum Ríkisútvarpsins.

Halla sagðist þá að það samræmdist ekki gildum Íslands að kaupa vopn fyrir Úkraínumenn „án samtals“.

„Í heimi þar sem allar stórþjóðir eru að velja stríð held ég að við leggjum mest af mörkum með því að standa fyrir og velja frið,“ sagði Halla.

5.000 manns hingað frá Úkraínu

Eins og aðrar Evrópuþjóðir hefur Ísland tekið á móti fjölmörgum úkraínskum flóttamönnum síðan Rússar réðust inn í heimaland þeirra, nú alls um 5.000 manns. Ísland hefur aldrei tekið á móti jafn stórum hóp frá einu landi. Íslendingar samþykkja nánast allar umsóknir um hæli frá Úkraínu og hafa gert það frá upphafi stríðs.

Selenskí er hér á landi þar sem hann er gestur Norðurlandaráðsþings sem hófst í gær. Þá hitti hann forsætisráðherra Norðurlandanna á Þingvöllum. Hann mun jafnframt ávarpa þingið síðar í dag.

Fréttin hefur verið uppfærð

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyllist „rosalegum vanmætti“ yfir fasteignamarkaðinum
1
ViðtalUm hvað er kosið?

Fyll­ist „rosa­leg­um van­mætti“ yf­ir fast­eigna­mark­að­in­um

Ein­stæð­ur fað­ir á fer­tugs­aldri seg­ir að hon­um líði eins og hann þyrfti að vinna í lottó til að geta keypt litla íbúð í ná­grenni við barn­s­móð­ur sína og leik­skóla dótt­ur­inn­ar í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur. Í dag er Ragn­ar Ág­úst Nathana­els­son á stúd­enta­görð­um í Vatns­mýr­inni en þeg­ar nám­inu lýk­ur virð­ist blasa við hon­um frem­ur erf­ið staða.
Á húsnæðismarkaði skiptir miklu hverra manna þú ert
5
GreiningUm hvað er kosið?

Á hús­næð­is­mark­aði skipt­ir miklu hverra manna þú ert

Staða hús­næð­is­mála er allt önn­ur en hún var þeg­ar síð­ast var kos­ið til Al­þing­is. Vext­ir eru miklu hærri, hús­næð­isverð hef­ur hækk­að mik­ið og leið fyrstu kaup­enda inn á hús­næð­is­mark­að­inn, alla­vega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, er ansi grýtt, nema hægt sé að treysta á væn­an fjár­hags­stuðn­ing frá for­eldr­um eða öðr­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár