Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Missti son sinn í eldsvoða á Stuðlum

Jón K. Jac­ob­sen, fað­ir 17 ára drengs sem lést í elds­voða á Stuðl­um síð­ast­lið­inn laug­ar­dag, seg­ist hafa bar­ist ár­um sam­an við kerf­ið til að halda syni sín­um á lífi. „Núna berst ég við kerf­ið til að halda minn­ingu hans á lofti.“

Missti son sinn í eldsvoða á Stuðlum
„Ég er pabbi hans og vissi ekki að hann væri á Stuðlum“ Enginn lét Jón K. Jacobsen vita að drengurinn hans væri á Stuðlum. Jón spyr hvernig það geti gerst að barn deyi á þennan hátt þegar það sé í vistun hjá ríkinu. Mynd: Golli

Geir Örn Jacobsen var fæddur 8. nóvember 2006 og hefði því orðið 18 ára eftir nokkra daga. Hann lést í eldsvoða á Stuðlum, meðferðarheimili ríkisins, þann 19. október síðastliðinn.

Jón K. Jacobsen, pabbi Geirs, eða Geira eins og pabbi hans kallaði hann alltaf, segir að sonur hans hafi verið búinn að vera á Stuðlum í innan við klukkustund þegar eldurinn braust út og kallað var á slökkvilið. Jón vissi ekki að drengurinn hans væri á Stuðlum. Enginn hafði látið hann vita. Hann fær símtal frá barnavernd snemma morguns og er tjáð að alvarlegt atvik hafi orðið á Stuðlum. Ég spyr; af hverju ertu að hringja í mig? Geiri er ekki þar. Ég er pabbi hans og vissi ekki að hann væri á Stuðlum.

Nokkrum mínútum síðar kemur lögreglan og keyrir Jón á Landspítalann. Þegar þangað er komið segist hann fyrst hafa fengið upplýsingar um að það sé sonur …

Kjósa
125
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Átakanleg sorgarsaga.
    3
  • Friðborg Jónsdóttir skrifaði
    Innilegar samúðarkveðjur❤️
    0
  • Sigurdur Gunnarsson skrifaði
    ♥️
    -1
  • ÁS
    Áslaug Sigurjónsdóttir skrifaði
    Samúðarkveðjur til allra í fjölskyldunni og einnig meðferðarheimilinu Stuðlum og tengdum aðilum. Mig er spurn af hverju dregst alltaf að bæta aðstæður barna með sérþarfir, við vitum að ef börn fá viðunandi atlæti og aðstoð til að verða besta manneskjan af sjálfum sér þá verður þjóðfélagið betra. Allt of margir ráðamenn sem fá vinnu við að koma á laggirnar úrræðum sem svo verða aldrei að veruleika. Peningurinn fer í hýtið í staðinn fyrir að byggja upp betri aðstæður.
    2
  • EsterJulia Olgeirs skrifaði
    ❤️
    0
  • Elín Sigurðardóttir skrifaði
    Sorglegt 😢💔
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár