Segja má að Hallgrímur andi með samfélaginu. Sem rithöfundur, listamaður og samfélagsrýnir. Þessi hlutverk renna saman í eina rödd; eins ríka af orðum og hún er litrík og kröftug.
„Það hefur verið mín helsta pólitíska skylda að vera á vaktinni gagnvart spillingu og misbeitingu valds,“ segir hann aðspurður um samfélagsrýnina sem lúrir einnig í bókum hans. „Ég er lélegri í launatöflum, efnahagsmálum og verkalýðsbaráttu; ekki vel læs á peningamál. En þegar kemur að réttlætismálum og spillingarmálum er ég á heimavelli. Þá reyni ég að láta heyra í mér.“
Hvaðan kemur sú hvöt, að finna til pólitískrar skyldu?
„Ég fékk eitt sinn heiðursorðu frá Frökkum. Af því tilefni flutti franski sendiherrann ræðu um leið og hann setti á mig orðuna og sagði að ég væri „écrivain engagé“ – en það er ákveðið hugtak sem Frakkar eiga yfir þá rithöfunda sem auk þess að skrifa skáldskap blanda …
Athugasemdir (1)