Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Bjarkey Olsen gefur ekki kost á sér: „Pólitík er sannarlega snúin“

Bjarkey Ol­sen, þing­mað­ur Vinstri grænna og fyrr­ver­andi mat­væla­ráð­herra, ætl­ar ekki að gefa kost á sér fyr­ir kom­andi al­þing­is­kosn­ing­ar. Hún á að baki 20 ára fer­il í stjórn­mál­um. Hún er ein þriggja ráð­herra VG sem á föstu­dag urðu óbreytt­ir þing­menn eft­ir að flokk­ur­inn ákvað að taka ekki þátt í starfs­stjórn und­ir for­ystu Bjarna Bene­dikts­son­ar fram að kosn­ing­um.

Bjarkey Olsen gefur ekki kost á sér: „Pólitík er sannarlega snúin“

„Nú eru enn og aftur tímamót þegar boðað hefur verið til kosninga. Ég hef ákveðið að stíga til hliðar eftir að hafa verið varaþingmaður og þingmaður í 20 ár,“ segir Bjarkey Olsen, þingmaður Vinstri grænna. 

Hún fór fyrst á þing sem varaþingmaður og kom reglulega inn sem slíkur þar til hún var kjörin þingmaður 2013. Bjarkey hefur verið þingflokksformaður, setið í fjölda þingnefnda, verið formaður fjárlaganefndar og velferðarnefndar og nú síðast matvælaráðherra.

Hún greinir frá tíðindunum á Facebooksíðu sinni. Þar segir Bjarkey: „Þetta hefur verið afar skemmtilegur tími og  ég hef  notið þess að hitta fjöldann allan af fólki og mynda góð tengsl víða í kjördæminu í gegnum árin. Það tel ég vera afar mikilvægt enda oft snúið að fylgja eftir mörgum þeim málum sem við landsbyggðarfólk þekkjum svo vel og kallar á sterkar raddir inn á Alþingi. Ég tel að ég hafi sinnt kjördæminu af alúð sem og landinu öllu þessi ár sem ég hef verið á þingi,“ skrifar hún.

Bjarkey segir einnig: „Pólitík er sannarlega snúin og hlutirnir ganga oft hægar en við vildum. Það eru flóknir tímar framundan og það verður vandasamt að vinna úr þeim viðfangsefnum sem ný ríkisstjórn og þing þurfa að takast á við. Ég óska þeim velfarnaðar í störfum sínum.“

Þá segist hún hafa verið í fjarbúð síðastliðin 12 ár og farið heim nær hverja helgi til að njóta samvista við fjölskylduna, og er hún þakklát þeim fyrir þolinmæðina og stuðninginn alla tíð. 

„Ég vil að endingu þakka öllum þann stuðning, vináttu og vinsemd sem ég hef notið þessi tuttugu ár. Áfram VG,“ segir Bjarkey.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Kanntu (pólitískt) brauð að baka?
Ari Trausti Guðmundsson
AðsentAlþingiskosningar 2024

Ari Trausti Guðmundsson

Kanntu (póli­tískt) brauð að baka?

Hægr­ið og po­púl­ismi sækja á, hér á landi sem og ann­ars stað­ar, skrif­ar Ari Trausti Guð­munds­son. „Rétt eins og í sjö ára stjórn­ar­tíð síð­ustu rík­is­stjórn­ar mun eitt og ann­að fara með ágæt­um á næstu ár­um nýrr­ar stjórn­ar en í hand­rit­ið á þeim bæ mun vanta miklu meiri vinstri áhersl­ur og heild­ræn­an skiln­ing á sjálf­bærri þró­un.“

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
5
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár