Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Það er bannað að deyja á Svalbarða – ljóð eftir Jón Kalman

Hér má lesa frumbirt­ingu á ljóði eft­ir Jón Kalm­an sem fór til Sval­barða og orti ljóð.

Það er bannað að deyja á Svalbarða – ljóð eftir Jón Kalman
Á Svalbarða. Mynd: Stella Soffía Jóhannesdóttir.


eitt

Það er bannað að deyja
hér á Svalbarða
sem er á 78. breiddargráðu,
svo norðarlega í heiminum
að maður kemst varla þangað
í draumum sínum, einungis í flugvél,
skipum og í skáldskap

bannað að deyja,
raunar einnig að fæðast:

það sem liggur þar á milli nefnist lífið

Lífið býr því á 78. breiddargráðu

Ég sit á kaffihúsi
við aðalgötuna í Longyearbyen,
fyrir utan eru fjöll, himinn svo blár
að hann er að breytast í tónlist,
Mozart blár, sagði
stúlkan sem seldi mér gott kaffi,
hún kom hingað
frá Filippseyjum fyrir tveimur árum,
maðurinn við hlið mér er rússneskur flóttamaður,
á móti honum Norðmaður, Dani, Spánverji

hér búa rúmlega rúmlega tvö þúsund manneskjur
af 40 mismunandi þjóðernum, lífið hefur smalað
þeim hingað þar sem dauðanum hefur
verið úthýst, einhver
mætti þó láta ísbirnina vita af því, þeir
taka ekkert tillit til okkar
fyrir þeim erum við gangandi sushi, góður
skyndibiti, …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár