Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Bjarni vildi ekki þykjast - Svandís segir hann óhæfan

Full­trú­ar allra flokka á þingi nýttu þing­fund­inn í dag til að hefja kosn­inga­bar­áttu sína. Bjarni Bene­dikts­son sagð­ist hafa lit­ið svo á að hann væri að bregð­ast sjálf­um sér og lands­mönn­um ef hann myndi þykj­ast geta leitt áfram stjórn án sátt­ar. Svandís Svavars­dótt­ir fór yf­ir at­burða­rás­ina í að­drag­anda þingrofs og sagði Bjarna óhæf­an til að leiða rík­is­stjórn.

Bjarni vildi ekki þykjast - Svandís segir hann óhæfan
Enn í ráðherrastólunum Svandís Svavarsdóttir og Bjarni Benediktsson sátu hlið við hlið á þingfundinum í morgun, í ráðherrastólum sínum. Eftir ríkisráðsfund í kvöld verða ráðherrar VG ekki lengur ráðherrar. Mynd: Golli

„Þótt ríkisstjórnin geti gengið stolt frá borði var erindi hennar komið á endastöð. Ég leit svo á að ég væri að bregðast sjálfum mér, mínum flokki og umfram allt landsmönnum öllum með því að þykjast geta leitt stjórnina áfram án sáttar,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, á þingfundi í morgun eftir að forseti Alþingis tilkynnti um þingrof og alþingiskosningar. 

Bjarni sagði skortinn á sátt í ríkisstjórninni hafa átti við  „áframhaldandi styrkingu landamæranna og frekari uppbyggingu í orkumálum en ekki síður blasti við í sífellt meiri mæli grundvallarmunur á sýn okkar þegar kom að þáttum eins og aðhaldi í ríkisútgjöldum, málum sem varða uppbyggingu nýrra atvinnugreina og frelsi einstaklingsins,“ sagði Bjarni. 

Þá hvatti hann þingheim til að nýta vel þann stutta tíma sem er fram að kosningum. „Okkar stærsta verkefni er að sýna áfram aðhald í ríkisfjármálum eins og það birtist í fjárlagafrumvarpinu sem fram er komið. Við skulum sameinast um að samþykkja aðhaldssöm fjárlög fyrir árið 2025. Þótt hér sé enginn starfandi meiri hluti er verkið þessu þingi alls ekki ofvaxið, ljúkum störfum okkar með sóma, sinnum þeim starfa sem landsmenn völdu okkur til og höldum svo út í drengilega kosningabaráttu,“ sagði Bjarni. 

Ekki rætt áður á fundi ríkissstjórnar

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, var kynnt í pontu af forseta þingsins sem innviðaráðherra en hún er ráðherra þar til breytingar á ríkisstjórninni verða formlega gerðar á ríkisráðsfundi sem fram fer á Bessastöðum klukkan 18 í dag. 

„Við ræðum hér tilkynningu forsætisráðherra um þingrof og kosningar á krefjandi tímum í efnahagsmálum og upp er komin staða sem varðar okkur öll,“ sagði Svandís, en rakti síðan atburðarásina í aðdraganda þingrofsins. 

„Sunnudaginn 13. október upplýsti forsætisráðherra mig óformlega um þá fyrirætlan sína að leggja fyrir forseta tillögu um að rjúfa Alþingi og boða til kosninga, samanber 24. grein stjórnarskrárinnar. Í beinu framhaldi hélt forsætisráðherra blaðamannafund þar sem hann gerði grein fyrir þessum áformum. Næsta dag, mánudaginn 14. október 2024, hélt forsætisráðherra til fundar við forseta Íslands þar sem hann bar upp tillögu sína um þingrof,“ sagði Svandís og benti á að fundurinn hafi farið fram án þess að tillagan hefði verið áður rætt á fundi ríkisstjórnarinnar. 

Uppnám og vandræðagangur

„Þriðjudaginn 15. október 2024 hélt forsætisráðherra aftur á fund forseta og lagði þar fram beiðni um lausn frá embætti fyrir hönd sína og ráðuneytis síns, samanber 15. grein stjórnarskrárinnar. Sú beiðni hafði heldur ekki verið rædd í ríkisstjórn. Sama dag gaf forseti frá sér yfirlýsingu um að fallist væri á tillögur um þingrof og lausnarbeiðni forsætisráðherra. Forsætisráðherra gerði framangreindar ráðstafanir allar án þess að þær hafi fyrst verið ræddar í ríkisstjórn. Það uppnám og vandræðagangur sem á eftir fylgdi er afleiðing þess að forsætisráðherra hafði ekki undirbúið neitt og tók í raun ákvörðun og ákvarðanir sem formaður Sjálfstæðisflokksins en ekki sem forsætisráðherra. Formsatriðum verður svo ekki í raun fullnægt fyrr en á ríkisráðsfundi síðar í dag þar sem hin lögformlegu ríkisstjórnarskipti fara fram,“ sagði Svandís.

Í fyrradag sagði Svandís að Vinstri græn myndu ekki taka þátt í starfsstjórn fram að kosningum og gaf þá sömuleiðis út að næsta dag yrðu ráðherrar flokksins orðnir að almennum þingmönnum. Seinna kom í ljós að ákveðin formsatriði þyrfti að uppfylla áður en það yrði staðan, formsatriði sem verða afgreidd á ríkisráðsfundi, en Svandís sagði ennfremur í gær að hún hafi fengið „misvísandi“ skilaboð frá forsætisráðuneytinu um hvenær ráðherrar Vinstri grænna hættu að vera ráðherrar. 

Formlegs samstarfs VG og Sjálfstæðisflokks lokið

Svandís vék síðan að því sem gerist eftir ríkisráðsfundinn: „Við tekur stjórn sem þingflokkur VG hefur ákveðið að eiga ekki aðild að enda mundi þá innan hennar ríkja fullkomið vantraust þar sem Bjarni Benediktsson hefur reynst óhæfur til að leiða ríkisstjórn og það er ekki gott fyrir fólkið í landinu. Þar með er það skýrt tímabili. Formlegs samstarfs VG við Sjálfstæðisflokkinn er lokið. Það er sögulegt og áhugavert hvað það er sem rekur forsætisráðherra til að rjúfa sjö ára samstarf einhliða og í fjölmiðlum. Líkast til eru það flokkshagsmunir og hagsmunir hans sjálfs sem foringja í kreppu sem vega þar þyngst. Það er hans mat,“ sagði Svandís.

Kristrún ræddi ekki þingrofið

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, kom hvorki inn á þingrof eða átök milli þeirra flokka sem skipuðu ríkisstjórnina í ræðu sinni á Alþingi í dag heldur talaði um komandi kosningar og áherslumál Samfylkingar. Samfylkingin hefur endurtekið mælst stærsti flokkur landsins samkvæmt skoðanakönnunum og má því reikna með að flokkurinn bæti við sig þingmönnum eftir kosningarnar. 

„Nú er það fólkið sem fær valdið aftur í sínar hendur og tækifæri til að velja leiðina áfram fyrir Ísland, nýtt upphaf eða meira af því sama, traust, forysta eða áframhaldandi óreiða, sterk velferð, stolt þjóð eða harðlínu hægri stjórn, með leyfi forseta: Ég hef aldrei hlakkað eins mikið til að kjósa. Það er eitthvað að gerast hérna og við þurfum nýtt upphaf. Það var eldri maður í Vogum á Vatnsleysuströnd sem sagði þetta við mig á einum af 32 fundum Samfylkingar í haust um húsnæðis og kjaramál. Mér fannst þetta vel orðað og hann sagðist nú treysta sér aftur til að kjósa Samfylkinguna því hann hefur séð okkur leiða breytingar þar sem við byrjuðum á okkur sjálfum. En nú er tími til breytinga við stjórn landsmála,“ sagði Kristrún.

Þingrof án samráðs

Einn fulltrúi frá hverjum þingflokki hélt tölu eftir tilkynningu forseta þingsins um þingrof. Almennt voru þetta formenn flokkanna en í stað Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar, kom það í hlut Ingibjargar Isaksen, þingflokksformanns Framsóknar, að tala fyrir hönd flokksins í dag. 

„Sjö ára samstarf er komið að leiðarlokum. Það var mat okkar í Framsókn að það hefði verið hægt að ná saman um mikilvæg mál og halda þessu samstarfi gangandi áfram. Sú ákvörðun Sjálfstæðisflokksins að slíta sjö ára samstarfi og óska eftir þingrofi var tekin einhliða og án samráðs við hina stjórnarflokkana,“ sagði hún. 

Ingibjörg benti á að ríkisstjórnin hafi ítrekað tekist á við óvæntar áskoranir. „Í öllum tilvikum tókst að leiða saman sérfræðinga og hagaðila og grípa til viðeigandi ráðstafana við einstakar aðstæður og landið er nú loksins farið að rísa og það er bjart fram undan. Verðbólgan er á niðurleið og vextir að lækka. En þetta er niðurstaðan og við í Framsókn horfum ekki um öxl. Við horfum fram á veginn. Við lítum til þeirra fjölmörgu tækifæra sem blasa við hér á Íslandi. Við erum full tilhlökkunar og hlökkum til samtals við kjósendur um öll þau góðu verk sem við höfum framkvæmt á kjörtímabilinu,“ sagði Ingibjörg. 

„Loksins yrði lokið lengsta dauðastríði nokkurrar ríkisstjórnar í íslenskri stjórnmálasögu“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
formaður Miðflokksins

Miðflokkurinn er næst stærsti flokkurinn, samkvæmt nýlegum fylgiskönnunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður hans sagði að ríkisstjórnarinnar yrði ekki saknað. „Loksins er því lokið, lengsta dauðastríði nokkurrar ríkisstjórnar í íslenskri stjórnmálasögu sem staðið hefur ekki bara undanfarna daga og vikur heldur undanfarin ár því að allt frá því að skjólinu sem Covid veitti þessari ríkisstjórn til að framlengja líf hennar lauk og við fórum aftur að ræða stjórnmál á Íslandi hefur blasað við betur og betur með hverri vikunni og hverjum mánuðinum að þetta var vonlaus ríkisstjórn,“ sagði hann. 

Og um ríkisstjórnina sagði Sigmundur Davíð ennfremur: „Hennar verður ekki saknað og þetta hefði auðvitað átt að gerast löngu fyrr því þótt mikið hafi verið talað um ósamstöðu innan ríkisstjórnarinnar, ágreining, þá má segja að þótt vont sé þeirra rifrildi var verri þeirra samstaða því það voru allt of mörg mál sem þessi ríkisstjórn náði saman um sem voru til óþurftar og við hefðum betur sloppið við. Þau náðu líka saman um að nýta ekki eða hindra mörg þeirra tækifæra sem hefði mátt líta á þessu kjörtímabili.“,

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stjórnarslit 2024

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár