Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Bjarni vildi ekki þykjast - Svandís segir hann óhæfan

Full­trú­ar allra flokka á þingi nýttu þing­fund­inn í dag til að hefja kosn­inga­bar­áttu sína. Bjarni Bene­dikts­son sagð­ist hafa lit­ið svo á að hann væri að bregð­ast sjálf­um sér og lands­mönn­um ef hann myndi þykj­ast geta leitt áfram stjórn án sátt­ar. Svandís Svavars­dótt­ir fór yf­ir at­burða­rás­ina í að­drag­anda þingrofs og sagði Bjarna óhæf­an til að leiða rík­is­stjórn.

Bjarni vildi ekki þykjast - Svandís segir hann óhæfan
Enn í ráðherrastólunum Svandís Svavarsdóttir og Bjarni Benediktsson sátu hlið við hlið á þingfundinum í morgun, í ráðherrastólum sínum. Eftir ríkisráðsfund í kvöld verða ráðherrar VG ekki lengur ráðherrar. Mynd: Golli

„Þótt ríkisstjórnin geti gengið stolt frá borði var erindi hennar komið á endastöð. Ég leit svo á að ég væri að bregðast sjálfum mér, mínum flokki og umfram allt landsmönnum öllum með því að þykjast geta leitt stjórnina áfram án sáttar,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, á þingfundi í morgun eftir að forseti Alþingis tilkynnti um þingrof og alþingiskosningar. 

Bjarni sagði skortinn á sátt í ríkisstjórninni hafa átti við  „áframhaldandi styrkingu landamæranna og frekari uppbyggingu í orkumálum en ekki síður blasti við í sífellt meiri mæli grundvallarmunur á sýn okkar þegar kom að þáttum eins og aðhaldi í ríkisútgjöldum, málum sem varða uppbyggingu nýrra atvinnugreina og frelsi einstaklingsins,“ sagði Bjarni. 

Þá hvatti hann þingheim til að nýta vel þann stutta tíma sem er fram að kosningum. „Okkar stærsta verkefni er að sýna áfram aðhald í ríkisfjármálum eins og það birtist í fjárlagafrumvarpinu sem fram er komið. Við skulum sameinast um að samþykkja aðhaldssöm fjárlög fyrir árið 2025. Þótt hér sé enginn starfandi meiri hluti er verkið þessu þingi alls ekki ofvaxið, ljúkum störfum okkar með sóma, sinnum þeim starfa sem landsmenn völdu okkur til og höldum svo út í drengilega kosningabaráttu,“ sagði Bjarni. 

Ekki rætt áður á fundi ríkissstjórnar

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, var kynnt í pontu af forseta þingsins sem innviðaráðherra en hún er ráðherra þar til breytingar á ríkisstjórninni verða formlega gerðar á ríkisráðsfundi sem fram fer á Bessastöðum klukkan 18 í dag. 

„Við ræðum hér tilkynningu forsætisráðherra um þingrof og kosningar á krefjandi tímum í efnahagsmálum og upp er komin staða sem varðar okkur öll,“ sagði Svandís, en rakti síðan atburðarásina í aðdraganda þingrofsins. 

„Sunnudaginn 13. október upplýsti forsætisráðherra mig óformlega um þá fyrirætlan sína að leggja fyrir forseta tillögu um að rjúfa Alþingi og boða til kosninga, samanber 24. grein stjórnarskrárinnar. Í beinu framhaldi hélt forsætisráðherra blaðamannafund þar sem hann gerði grein fyrir þessum áformum. Næsta dag, mánudaginn 14. október 2024, hélt forsætisráðherra til fundar við forseta Íslands þar sem hann bar upp tillögu sína um þingrof,“ sagði Svandís og benti á að fundurinn hafi farið fram án þess að tillagan hefði verið áður rætt á fundi ríkisstjórnarinnar. 

Uppnám og vandræðagangur

„Þriðjudaginn 15. október 2024 hélt forsætisráðherra aftur á fund forseta og lagði þar fram beiðni um lausn frá embætti fyrir hönd sína og ráðuneytis síns, samanber 15. grein stjórnarskrárinnar. Sú beiðni hafði heldur ekki verið rædd í ríkisstjórn. Sama dag gaf forseti frá sér yfirlýsingu um að fallist væri á tillögur um þingrof og lausnarbeiðni forsætisráðherra. Forsætisráðherra gerði framangreindar ráðstafanir allar án þess að þær hafi fyrst verið ræddar í ríkisstjórn. Það uppnám og vandræðagangur sem á eftir fylgdi er afleiðing þess að forsætisráðherra hafði ekki undirbúið neitt og tók í raun ákvörðun og ákvarðanir sem formaður Sjálfstæðisflokksins en ekki sem forsætisráðherra. Formsatriðum verður svo ekki í raun fullnægt fyrr en á ríkisráðsfundi síðar í dag þar sem hin lögformlegu ríkisstjórnarskipti fara fram,“ sagði Svandís.

Í fyrradag sagði Svandís að Vinstri græn myndu ekki taka þátt í starfsstjórn fram að kosningum og gaf þá sömuleiðis út að næsta dag yrðu ráðherrar flokksins orðnir að almennum þingmönnum. Seinna kom í ljós að ákveðin formsatriði þyrfti að uppfylla áður en það yrði staðan, formsatriði sem verða afgreidd á ríkisráðsfundi, en Svandís sagði ennfremur í gær að hún hafi fengið „misvísandi“ skilaboð frá forsætisráðuneytinu um hvenær ráðherrar Vinstri grænna hættu að vera ráðherrar. 

Formlegs samstarfs VG og Sjálfstæðisflokks lokið

Svandís vék síðan að því sem gerist eftir ríkisráðsfundinn: „Við tekur stjórn sem þingflokkur VG hefur ákveðið að eiga ekki aðild að enda mundi þá innan hennar ríkja fullkomið vantraust þar sem Bjarni Benediktsson hefur reynst óhæfur til að leiða ríkisstjórn og það er ekki gott fyrir fólkið í landinu. Þar með er það skýrt tímabili. Formlegs samstarfs VG við Sjálfstæðisflokkinn er lokið. Það er sögulegt og áhugavert hvað það er sem rekur forsætisráðherra til að rjúfa sjö ára samstarf einhliða og í fjölmiðlum. Líkast til eru það flokkshagsmunir og hagsmunir hans sjálfs sem foringja í kreppu sem vega þar þyngst. Það er hans mat,“ sagði Svandís.

Kristrún ræddi ekki þingrofið

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, kom hvorki inn á þingrof eða átök milli þeirra flokka sem skipuðu ríkisstjórnina í ræðu sinni á Alþingi í dag heldur talaði um komandi kosningar og áherslumál Samfylkingar. Samfylkingin hefur endurtekið mælst stærsti flokkur landsins samkvæmt skoðanakönnunum og má því reikna með að flokkurinn bæti við sig þingmönnum eftir kosningarnar. 

„Nú er það fólkið sem fær valdið aftur í sínar hendur og tækifæri til að velja leiðina áfram fyrir Ísland, nýtt upphaf eða meira af því sama, traust, forysta eða áframhaldandi óreiða, sterk velferð, stolt þjóð eða harðlínu hægri stjórn, með leyfi forseta: Ég hef aldrei hlakkað eins mikið til að kjósa. Það er eitthvað að gerast hérna og við þurfum nýtt upphaf. Það var eldri maður í Vogum á Vatnsleysuströnd sem sagði þetta við mig á einum af 32 fundum Samfylkingar í haust um húsnæðis og kjaramál. Mér fannst þetta vel orðað og hann sagðist nú treysta sér aftur til að kjósa Samfylkinguna því hann hefur séð okkur leiða breytingar þar sem við byrjuðum á okkur sjálfum. En nú er tími til breytinga við stjórn landsmála,“ sagði Kristrún.

Þingrof án samráðs

Einn fulltrúi frá hverjum þingflokki hélt tölu eftir tilkynningu forseta þingsins um þingrof. Almennt voru þetta formenn flokkanna en í stað Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar, kom það í hlut Ingibjargar Isaksen, þingflokksformanns Framsóknar, að tala fyrir hönd flokksins í dag. 

„Sjö ára samstarf er komið að leiðarlokum. Það var mat okkar í Framsókn að það hefði verið hægt að ná saman um mikilvæg mál og halda þessu samstarfi gangandi áfram. Sú ákvörðun Sjálfstæðisflokksins að slíta sjö ára samstarfi og óska eftir þingrofi var tekin einhliða og án samráðs við hina stjórnarflokkana,“ sagði hún. 

Ingibjörg benti á að ríkisstjórnin hafi ítrekað tekist á við óvæntar áskoranir. „Í öllum tilvikum tókst að leiða saman sérfræðinga og hagaðila og grípa til viðeigandi ráðstafana við einstakar aðstæður og landið er nú loksins farið að rísa og það er bjart fram undan. Verðbólgan er á niðurleið og vextir að lækka. En þetta er niðurstaðan og við í Framsókn horfum ekki um öxl. Við horfum fram á veginn. Við lítum til þeirra fjölmörgu tækifæra sem blasa við hér á Íslandi. Við erum full tilhlökkunar og hlökkum til samtals við kjósendur um öll þau góðu verk sem við höfum framkvæmt á kjörtímabilinu,“ sagði Ingibjörg. 

„Loksins yrði lokið lengsta dauðastríði nokkurrar ríkisstjórnar í íslenskri stjórnmálasögu“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
formaður Miðflokksins

Miðflokkurinn er næst stærsti flokkurinn, samkvæmt nýlegum fylgiskönnunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður hans sagði að ríkisstjórnarinnar yrði ekki saknað. „Loksins er því lokið, lengsta dauðastríði nokkurrar ríkisstjórnar í íslenskri stjórnmálasögu sem staðið hefur ekki bara undanfarna daga og vikur heldur undanfarin ár því að allt frá því að skjólinu sem Covid veitti þessari ríkisstjórn til að framlengja líf hennar lauk og við fórum aftur að ræða stjórnmál á Íslandi hefur blasað við betur og betur með hverri vikunni og hverjum mánuðinum að þetta var vonlaus ríkisstjórn,“ sagði hann. 

Og um ríkisstjórnina sagði Sigmundur Davíð ennfremur: „Hennar verður ekki saknað og þetta hefði auðvitað átt að gerast löngu fyrr því þótt mikið hafi verið talað um ósamstöðu innan ríkisstjórnarinnar, ágreining, þá má segja að þótt vont sé þeirra rifrildi var verri þeirra samstaða því það voru allt of mörg mál sem þessi ríkisstjórn náði saman um sem voru til óþurftar og við hefðum betur sloppið við. Þau náðu líka saman um að nýta ekki eða hindra mörg þeirra tækifæra sem hefði mátt líta á þessu kjörtímabili.“,

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stjórnarslit 2024

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
3
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár