Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.

„Ég sakna þess að stinga fólk“
Hjúkrunarfræðingur og vörustjóri Gulla Akerlie tilheyrir ört stækkandi hópi hjúkrunarfræðinga sem hafa hætt störfum í heilbrigðiskerfinu og starfa nú í heilbrigðistæknigeiranum. Hún segir álagið sem hún kynntist á spítalanum nýtast í starfi hennar í dag. Mynd: Golli

„Guð hjálpi okkur,“ eru fyrstu viðbrögð fimm hjúkrunarfræðinga, inntar eftir því hvað þeim finnst um heilbrigðiskerfið í dag. Þær starfa ekki lengur í heilbrigðiskerfinu, af ýmsum ástæðum, en streita, ósveigjanlegur vinnutími og lægri laun leiddu þær í heilbrigðistæknigeriann þar sem þær starfa í dag. 

Framkvæmdastjóri hjúkrunarÓlafur G. Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, segir efsta viðbúnaðarstig á spítalanum vera „nýja normið“.

Álagið á og í heilbrigðiskerfinu birtist einna helst á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Landspítalinn hefur nú verið á efsta viðbúnaðarstigi, af þremur, í tæpan mánuð. Ólafur G. Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir efsta viðbúnaðarstig vera „nýja normið“, kerfið sé of lítið og innviðirnir vaxa ekki með. Eins og staðan er núna liggja 78 sjúklingar á göngunum því ekki er pláss fyrir þá annars staðar. Staðan hefur samt sem áður batnað frá því í síðustu viku þegar 94 sjúklingar lágu á göngum spítalans vegna plássleysis á deildum. Ástæðuna má að hluta til rekja til skorts á hjúkrunarrýmum.    

Gulla Akerlie, hjúkrunarfræðingur og vörustjóri hjá Sidekick Health, er einn af fimm hjúkrunarfræðingum sem var í ítarlegu viðtali við Heimildina í síðustu viku. Allar tilheyra þær ört stækkandi hópi hjúkrunarfræðinga sem hafa hætt störfum í heilbrigðiskerfinu og starfa nú í heilbrigðistæknigeiranum. Hún segir álagið sem þær kynntust, starfandi á spítalanum, nýtast þeim í starfi í dag. „Þetta gerir okkur færar í starfinu sem við erum í í dag. Við höfum allt aðra sýn á streitu og það sem er hættulegt. Þegar aðrir halda að allt sé að fara til fjandans þá hugsa ég: Það er enginn að deyja. Stress-levelið í vinnunni og lífinu öllu minnkaði til muna.“ 

Gulla sagði upp á Landspítalanum fyrir nokkrum árum, aðstæðurnar voru ekki boðlegar. „Ég var með samviskubit heima og í vinnunni. Það var alltaf samviskubit. Ef ég geri mistök í mannlegu starfi þar sem ég hef ekki tíma til að gera vinnuna nógu vel þá getur einhver kært mig. Það var svo margt sem púslaðist saman. Ég næ ekki að gera það sem ég þarf að gera, það þarf að finna einhverja lausn til að hjálpa mér að vinna vinnuna.“ 

Sidekick Health þróar og markaðssetur stafrænar heilbrigðismeðferðir í samstarfi við stærstu lyfja- og sjúkratryggingafélög í Evrópu og Bandaríkjunum. Gulla saknar þess stundum að starfa „á gólfinu“. „Ég sakna þess að stinga fólk,“ segir hún, og meinar það eins vel og mögulegt, hún saknar til dæmis að setja upp „flókið drip og baxter-dælu“. Henni verður einnig hugsað til gamla fólksins. „Ég væri alveg til í að fara í öldrun af og til. Það er öldrunarheimili í hverfinu og ég hugsa oft af hverju ég er ekki að taka vaktir þar.“

Viðtalið við Gullu, og fjóra aðra hjúkrunarfræðingar sem hafa fært sig úr heilbrigðiskerfinu yfir í heilbrigðistæknigeirann, sem birtist í nýjasta tölublaði Heimildarinn má lesa í heild sinni hér.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.
Tilkynning um hermannaveiki í blokk fyrir eldri borgara vekur ugg
FréttirHeilbrigðismál

Til­kynn­ing um her­manna­veiki í blokk fyr­ir eldri borg­ara vek­ur ugg

Íbú­um á Granda­vegi 47 barst ný­lega orð­send­ing frá sótt­varn­ar­lækni og Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur þess efn­is að mik­ið magn her­manna­veikis­bakt­erí­unn­ar hefði fund­ist í einni íbúð blokk­ar­inn­ar. Dótt­ir ní­ræðr­ar konu í blokk­inni hef­ur veru­leg­ar áhyggj­ur af móð­ur sinni en her­manna­veiki er bráð­drep­andi fyr­ir fólk sem er veikt fyr­ir.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár