Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.

„Ég sakna þess að stinga fólk“
Hjúkrunarfræðingur og vörustjóri Gulla Akerlie tilheyrir ört stækkandi hópi hjúkrunarfræðinga sem hafa hætt störfum í heilbrigðiskerfinu og starfa nú í heilbrigðistæknigeiranum. Hún segir álagið sem hún kynntist á spítalanum nýtast í starfi hennar í dag. Mynd: Golli

„Guð hjálpi okkur,“ eru fyrstu viðbrögð fimm hjúkrunarfræðinga, inntar eftir því hvað þeim finnst um heilbrigðiskerfið í dag. Þær starfa ekki lengur í heilbrigðiskerfinu, af ýmsum ástæðum, en streita, ósveigjanlegur vinnutími og lægri laun leiddu þær í heilbrigðistæknigeriann þar sem þær starfa í dag. 

Framkvæmdastjóri hjúkrunarÓlafur G. Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, segir efsta viðbúnaðarstig á spítalanum vera „nýja normið“.

Álagið á og í heilbrigðiskerfinu birtist einna helst á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Landspítalinn hefur nú verið á efsta viðbúnaðarstigi, af þremur, í tæpan mánuð. Ólafur G. Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir efsta viðbúnaðarstig vera „nýja normið“, kerfið sé of lítið og innviðirnir vaxa ekki með. Eins og staðan er núna liggja 78 sjúklingar á göngunum því ekki er pláss fyrir þá annars staðar. Staðan hefur samt sem áður batnað frá því í síðustu viku þegar 94 sjúklingar lágu á göngum spítalans vegna plássleysis á deildum. Ástæðuna má að hluta til rekja til skorts á hjúkrunarrýmum.    

Gulla Akerlie, hjúkrunarfræðingur og vörustjóri hjá Sidekick Health, er einn af fimm hjúkrunarfræðingum sem var í ítarlegu viðtali við Heimildina í síðustu viku. Allar tilheyra þær ört stækkandi hópi hjúkrunarfræðinga sem hafa hætt störfum í heilbrigðiskerfinu og starfa nú í heilbrigðistæknigeiranum. Hún segir álagið sem þær kynntust, starfandi á spítalanum, nýtast þeim í starfi í dag. „Þetta gerir okkur færar í starfinu sem við erum í í dag. Við höfum allt aðra sýn á streitu og það sem er hættulegt. Þegar aðrir halda að allt sé að fara til fjandans þá hugsa ég: Það er enginn að deyja. Stress-levelið í vinnunni og lífinu öllu minnkaði til muna.“ 

Gulla sagði upp á Landspítalanum fyrir nokkrum árum, aðstæðurnar voru ekki boðlegar. „Ég var með samviskubit heima og í vinnunni. Það var alltaf samviskubit. Ef ég geri mistök í mannlegu starfi þar sem ég hef ekki tíma til að gera vinnuna nógu vel þá getur einhver kært mig. Það var svo margt sem púslaðist saman. Ég næ ekki að gera það sem ég þarf að gera, það þarf að finna einhverja lausn til að hjálpa mér að vinna vinnuna.“ 

Sidekick Health þróar og markaðssetur stafrænar heilbrigðismeðferðir í samstarfi við stærstu lyfja- og sjúkratryggingafélög í Evrópu og Bandaríkjunum. Gulla saknar þess stundum að starfa „á gólfinu“. „Ég sakna þess að stinga fólk,“ segir hún, og meinar það eins vel og mögulegt, hún saknar til dæmis að setja upp „flókið drip og baxter-dælu“. Henni verður einnig hugsað til gamla fólksins. „Ég væri alveg til í að fara í öldrun af og til. Það er öldrunarheimili í hverfinu og ég hugsa oft af hverju ég er ekki að taka vaktir þar.“

Viðtalið við Gullu, og fjóra aðra hjúkrunarfræðingar sem hafa fært sig úr heilbrigðiskerfinu yfir í heilbrigðistæknigeirann, sem birtist í nýjasta tölublaði Heimildarinn má lesa í heild sinni hér.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.
Tilkynning um hermannaveiki í blokk fyrir eldri borgara vekur ugg
FréttirHeilbrigðismál

Til­kynn­ing um her­manna­veiki í blokk fyr­ir eldri borg­ara vek­ur ugg

Íbú­um á Granda­vegi 47 barst ný­lega orð­send­ing frá sótt­varn­ar­lækni og Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur þess efn­is að mik­ið magn her­manna­veikis­bakt­erí­unn­ar hefði fund­ist í einni íbúð blokk­ar­inn­ar. Dótt­ir ní­ræðr­ar konu í blokk­inni hef­ur veru­leg­ar áhyggj­ur af móð­ur sinni en her­manna­veiki er bráð­drep­andi fyr­ir fólk sem er veikt fyr­ir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár