Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Kosið 30. nóvember - „Ekkert vandamál að leysa það ef þau vilja stíga út úr ráðuneytunum“

For­seti Ís­lands hef­ur fall­ist á beiðni for­sæt­is­ráð­herra um þingrof. Starfs­stjórn tek­ur við fram að kosn­ing­um sem fara fram 30. nóv­em­ber. Bjarni gaf ekki skýr svör um hvort ráð­herr­ar Vinstri grænna starfi í henni. Þá sagði Bjarni ekk­ert mál að leysa það ef ein­hverj­ir ráð­herr­ar vilja hætta strax. Hann ít­rek­aði þó að ráð­herr­ar hefðu rík­um skyld­um að gegna.

Kosið 30. nóvember - „Ekkert vandamál að leysa það ef þau vilja stíga út úr ráðuneytunum“
Halla Tómasdóttir samþykkti í dag ósk Bjarna Benediktssonar um heimild til að rjúfa þing. Mynd: Golli

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, ávarpaði blaðamenn í kjölfar fundar við Bjarna sem lauk skömmu fyrir klukkan fimm. Þar sagðist hún telja segist  „heillavænlegast“ fyrir þing og þjóð að gengið verði til kosninga. Því hyggist hún fallast á tillögu forsætisráðherra um að þing verði rofið. 

Þetta kom fram í ávarpi Höllu eftir fund hennar við Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á Bessastöðum. Hún sagði að kosningar færu fram þann 30. nóvember.

Halla sagði að frumskylda hennar sem forseta væri að tryggja að í landinu sé starfhæf stjórn. Hún geri því ráð fyrir að nú taki við starfsstjórn

Bjarni ræddi þvínæst við blaðamenn og sagði gott að það sé komið á hreint að þingrofsbeiðnin hafi verið samþykkt „og nú stefnum við á kosningar 30. nóvember eins og ég lagði upp með. Nú hef ég samþykkt að sitja í starfsstjórn eins og fyrirséð var að myndi gerast,“ segir Bjarni. 

Þegar þessi formsatriði séu frá þurfi að binda um síðustu málin á þinginu og segir Bjarni fjárlögin þar fara fremst. 

Spurður hvort ráðherrar Vinstri grænna ætli að sitja í starfsstjórninni segir Bjarni ekki kannast við að það hafi gerst að ráðherrar neiti slíku. Það kæmi honum „verulega á óvart“ ef ráðherrar „sem hafa ríkum skyldum að gegna“ myndu ekki sitja í starfsstjórn.  Bjarni virtist þó ekki hafa fengið svör frá Vinstri grænum um þetta.

Ekkert mál ef ráðherrar fara

Þegar Bjarni mætt á Bessastaði klukkan fjögur sagði hann við blaðamenn að þangað væri hann kominn í ljósi þess að meirihlutasamstarfinu væri lokið. „Ég fékk það endanlega staðfest um sexleytið í gær að Vinstri grænir vilja ekki halda áfram meirihlutasamstarfinu fram að kosningum eins og ég hafði lagt upp með,“ sagði hann og bætti við að framsóknarmenn væru sammála því að best væri að biðjast lausnar. 

Þá ítrekaði Bjarni fyrri orð sín um að hann gerði ráð fyrir að það væri aðeins formsatriði að forseti gefi honum heimild til að rjúfa þing, eins og hann óskaði eftir á fundi með Höllu í gærmorgun. 

Bjarni sagði ennfremur að ef þing yrði rofið miðað við þessar forsendur þá væri þetta ekki lengur spurning um meirihluta eða minnihluta á þingi heldur yrðu ráðherrar beðnir að sinna sínum starfsskyldum þar til ný ríkisstjórn yrði mynduð. Hann viðurkenndi að honum heyrðist ekki mikill áhugi á því meðal Vinstri grænna, en sagði að ráðherrar yrðu að gera slíkt upp við samvisku sína. Hann sagði hins vegar „ekkert vandamál að leysa það ef þau vilja stíga út úr ráðuneytunum“ og vísaði þar til ráðherra Vinstri grænna.  

Fjárlagafrumvarpið liggi þegar fyrir þinginu og séu á forræði þess en ekki þess ríkisstjórnarmeirihluta sem hefði lagt það fram. Hann sagðist vonast til þess að allir flokkar geti átt samstarf um framgang frumvarpsins. Ef ekki náist sátt um það tefjist afgreiðslan með tilheyrandi skaða. 

Þá sagðist Bjarni ekki gera ráð fyrir að þing starfi alla kosningabaráttuna heldur muni það aðeins koma saman „þegar nauðsyn ber“. 

Vilja ekki vinna áfram undir Bjarna 

Í gær varð ljóst að ekkert verður af því að ríkisstjórnin sitji saman fram að kosningum í krafti þingmeirihlutans.

Í tilkynningu frá forsetaembættinu fyrr í dag kom fram að Halla ætti fund með Bjarna á Bessastöðum klukkan 16 í dag. Eftir fundinn myndi Halla síðan ávarpa fulltrúa fjölmiðla. Í svari við fyrirspurn Heimildarinnar til embættisins kemur fram að forseti muni hins vegar ekki veita viðtöl í dag. 

Bjarni sagðist í gær ætla að biðjast lausnar fyrir sig og ríkisstjórnina. Sam­starfs­flokk­arn­ir eru ekki til­bún­ir í áfram­hald­andi sam­starf fram að kosn­ing­um.

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna og innviðaráðherra, sagði í Silfrinu í gær að þingflokkur sinn hefði tekið ákvörðun um að vinna ekki í ríkisstjórn þar sem Bjarni væri forsætisráðherra. Þá velti Svandís því upp að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fjármálaráðherra, tæki við sem forsætisráðherra vikurnar fram að kosningum.

Telur umhugsunarfrestinn formsatriði

Bjarni fór á fund forseta í gærmorgun til að óska formlega eftir heimild til þingrofs. 

Bjarni sagði þá að hann hefði þegar hafa talað við Höllu  um þingrofsbeiðnina. „Hún hefur tjáð mér að hún vilji meta stöðuna. Ég geri ekkert athugasemdir við það,“ sagði Bjarni.

Í huga Bjarna væri það samt formsatriði. „Það getur hins vegar haft talsverð áhrif hvort þessum formsatriðum líkur á morgun eða miðvikudaginn, og getur haft áhrif á það hvort kosið verði 23. eða 30. nóvember.“ 

Hann átti ekki von á öðru en að Halla fallist á þingrof. 

„Já ég tel öll rök hníga að því og það væri afar óvenjulegt ef það myndi ekki ganga eftir,“ sagði hann áður en hann gekk á fund forseta.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
6
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár