Frá því að stríð braust út fyrir botni Miðjarðarhafs í október fyrir ári síðan og fram til loka september höfðu 260 palestínskir ríkisborgarar fengið hér að vera. 86 þeirra komu til landsins af sjálfsdáðum og lögðu fram umsókn um alþjóðlega vernd. Hinir 174 eru fjölskyldumeðlimir fólks sem þegar var statt hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun.
Lítill hluti af þessum hóp, um 20 manns, hitti blaðamenn og ljósmyndara Heimildarinnar á Austurvelli síðastliðinn þriðjudag. Fólkið var þangað komið til þess að segja frá veruleika sínum, fjölskyldumeðlima og vina sem enn eru á Gaza-svæðinu. Að lýsa þeim veruleika að fullu er þó ómögulegt, sagði Asad Kaware.
„Engin orð geta lýst þessu,“ sagði hann. Hingað kom hann ásamt eiginkonu sinni og dóttur fyrir fimm mánuðum, en fyrir áttu þau hér soninn Yazan Kaware og fengu að koma hingað á …
Athugasemdir