Hægt að túlka mál á 48 tímum í stað 48 mánaða
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Hægt að túlka mál á 48 tímum í stað 48 mánaða

Í við­kvæm­um mál­um er oft tek­ist á um túlk­un út­lend­ingalaga, eins og mál 12 og 14 ára drengja frá Palestínu, þeirra Sam­eer Omr­an og Yaz­an Kaware. Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, er með LLM-próf í mann­rétt­ind­um frá Kaþ­ólska há­skól­an­um í Leu­ven. Hún tel­ur Út­lend­inga­stofn­un ekki vera að beita lög­un­um rétt.

Þingmaðurinn Arndís Anna er beðin um álit á málinu hins 12 ára Sameer Omran, sem nú á að vísa aftur til Grikklands – ásamt hinum fjórtán ára Yazan Kaware frænda hans – eftir átta mánaða dvöl hjá fósturforeldrum á Íslandi. Hún byrjar á að vísa í 36. grein útlendingalaga sem fjallar um efnismeðferð umsóknar um alþjóðlega vernd. En þar segir að taka skuli umsókn um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar ef útlendingurinn hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða ef sérstakar ástæður mæla annars með því.

Ég hef ekki hitt þá manneskju enn þá innan stjórnkerfis eða utan þess sem telur þessa niðurstöðu ekki vera ranga út frá lögunum. En lögin eru matskennd. Og því miður virðist Útlendingastofnun hafa tilhneigingu til að beita þeim þannig að hún lætur kerfið njóta vafans frekar en …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Í hjólastól á Lækjartorgi: „Það kemur ekki til greina að halda kjafti“
FréttirFlóttamenn

Í hjóla­stól á Lækj­ar­torgi: „Það kem­ur ekki til greina að halda kjafti“

Þrátt fyr­ir há­vær mót­mæli Ís­lend­inga, inn­flytj­enda og fjöl­margra rétt­inda­sam­taka er enn á dag­skrá að vísa 11 ára göml­um palestínsk­um dreng með hrörn­un­ar­sjúk­dóm úr landi. Nú reyn­ir stuðn­ings­fólk hans nýja að­ferð til þess að ná eyr­um stjórn­valda, að setj­ast nið­ur fyr­ir dreng­inn í stað þess að standa upp fyr­ir hon­um.
„Má hann ekki njóta þess sem hann á eftir hamingjusamur hér?“
FréttirFlóttamenn

„Má hann ekki njóta þess sem hann á eft­ir ham­ingju­sam­ur hér?“

Mót­mæli gegn brott­vís­un hins ell­efu ára gamla Yaz­ans Tamim­is á Aust­ur­velli eru síð­asta von hans og for­eldra hans, seg­ir vin­kona fjöl­skyld­unn­ar. Hún seg­ir mót­mæl­in tæki­færi til þess að sýna Yaz­an „að það er fólk sem vill hafa hann hérna, hann er ekki einn.“ Þing­mað­ur spyr hvort ís­lensk stjórn­völd vilji raun­veru­lega vera ábyrg fyr­ir því að stytta líf drengs­ins.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár