Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Sundlaugum lokað vegna bilunar í Nesjavallavirkjun

Vegna bil­un­ar í Nesja­valla­virkj­un er skert fram­leiðsla á heitu vatni og raf­magni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Ver­ið er að loka öll­um sund­laug­um í Reykja­vík vegna þessa og fólk er hvatt til að spara heita vatn­ið. Við­gerð­ir standa yf­ir.

Sundlaugum lokað vegna bilunar í Nesjavallavirkjun

„Við vorum að fá upplýsingar um þetta og erum að fara að tilkynna um lokun,“ sagði Brá Guðmundsdóttir, aðstoðarforstöðumaður í Laugardalslaug, í samtali við Heimildina upp úr klukkan þrjú. Hún tók fram að vatnið kólnaði ekki strax þannig að það lægi ekki á að fólk færi strax upp úr lauginni. Hins vegar væri ljóst samkvæmt þeim upplýsingum sem hún hafi fengið að það verði skortur á heitu vatni og því  hafi verið gripið til þess ráðs að loka sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. „Hversu lengi vitum við ekki,“ segir hún.

Samkvæmt tilkynningu frá Orku náttúrunnar varð bilun í Nesjavallavirkjun til þess að framleiðsla á heitu vatni var skert. Hluti þeirra véla sem sjá um framleiðsluna eru komnar aftur af stað en virkjunin er ekki á fullum afköstum. Vegna þessa biðja Veitur sem dreifa vatninu til íbúa á höfuðborgarsvæðinu, fólk um að fara sparlega með heita vatnið á meðan á viðgerð stendur.

„Það sem við eigum við þegar við hvetjum fólk til þess að fara sparlega með vatnið er ekki að fólk sleppi því að fara í sturtu. Fyrst og fremst skiptir máli að fólk reyni að halda varmanum inni í húsum sínum og sé ekki með glugga opna að óþörfu eða láti renna í pottinn á meðan á viðgerðinni stendur,“ segir Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna.

Þá hafa Veitur einnig haft samband við sína stærstu viðskiptavini sem eru á skerðanlegum töxtum og biðlað til þeirra að lágmarka heitavatnsnotkun eins og unnt er. Þetta eru þeir viðskiptavinir sem kaupa heitt vatn á afslætti gegn því að þegar ástand líkt og hér um ræðir skapast, hafi Veitur heimild til skerðinga. 

„Við erum að reka tvær hitaveitur á höfuðborgarsvæðinu og það er hlutverk okkar að gera allt sem við getum til þess að halda þeim í jafnvægi. Að biðla til fólks um að minnka notkun og halda hitanum inni er liður í því að tryggja þetta jafnvægi.

Uppfært klukkan 15:33.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Það væri kannski ekki vitlaust að hafa fleiri hitavatnstanka. Einn í Öskjuhlíð hýsir núna gervijökul og fyrir nokkru var frétt um að loka einum í viðbót og setja einhvern annan óþarfa í hann.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár