Sýna frá mögulegum mannréttindabrotum á samfélagsmiðlum

Í nýrri heim­ild­ar­mynd Al Jazeera virð­ast ísra­elsk­ir her­menn af­hjúpa stríðs­glæpi og mann­rétt­inda­brot á Gaza. Ár er frá hryðju­verka­árás Ham­as á Ísra­el en sprengj­um hef­ur rignt á Gaza nær linnu­laust síð­an.

Myndefni sem ísraelskir hermenn hafa sjálfir deilt á samfélagsmiðlum sem virðast sýna alvarleg mannréttindabrot og jafnvel stríðsglæpi. Þar á meðal sést hvernig skotið er á óvopnað fólk á götum úti og hús sprengd, að því er virðist án ástæðu. Al Jazeera afhjúpaði myndskeiðin í nýrri heimildarmynd sem frumsýnd var á föstudag. 

Myndin er nú aðgengileg með íslenskum texta í spilaranum hér að ofan.

„Í grunninn er hugmyndin á bak við myndina sú að segja sögu stríðsins á Gaza í gegnum raddir ísraelsku hermannanna sjálfra. Við uppgötvuðum að þeir höfðu sett ótrúlegt magn myndbanda og mynda á netið sem sýndu frá reynslu þeirra á Gaza,“ segir framleiðandi myndarinnar, Richard Sanders, í samtali við Heimildina.

„Það sem er athyglisverðast við þetta efni er í fyrsta lagi að ísraelsk stjórnvöld hafi yfirhöfuð leyft því að fara á netið, sem er undarlegt miðað við hermenn við störf, en líka hvað það sýnir ísraelska herinn í slæmu ljósi. Oft voru þeir einfaldlega að eyðileggja heimili fólks, róta í gegnum eigur þeirra eða stela fjármunum af því. Á öðrum myndböndum voru þeir að fremja, það sem virðist vera í öllu falli, frekar alvarleg mannréttindabrot. Sprengja upp byggingar, og í sumum myndböndum, meira að segja, að skjóta óvopnað fólk.“

Myndin byggir á myndum og myndböndum af meira en 2.500 samfélagsmiðlareikningum, sem safnað var í stóran gagnagrunn. Allt efnið lá fyrir hvers manns augum á samfélagsmiðlum. 

„Þetta er af Facebook, af TikTok, af Instagram, af YouTube, og já, þetta er efni sem þeir settu sjálfir á netið,“ segir Sanders og bætir við að upphaflega hafi teymið búist við því að þurfa að kafa djúpt í efnið til að staðsetja atvik eða nota andlitsgreiningu til að komast að hverjir væru á myndunum. „En í raun og veru voru þeir að mestu að birta þetta undir eigin nöfnum og gefa upplýsingar um hvað myndböndin sýndu. Þannig að þetta var mjög auðvelt fyrir okkur.“

„Í myndinni stillum við efni frá ísraelskum hermönnum við hlið viðtala á vettvangi sem við tókum í gegnum teymi í Gaza. Við berum saman sjónarhorn ísraelskra hermanna við reynslu Palestínumanna á vettvangi.“

Til greina kemur að birta allan gagnagrunninn, sem Sanders segir að hljóti að vekja athygli og áhuga saksóknara og þeirra sem rannsaka framgöngu Ísraels í stríðinu. Viðbrögðin hafa þó ekki verið mikil á Vesturlöndum. 

„Viðbrögðin við myndinni hafa verið eins og viðbrögðin eru almennt við myndum Al Jazeera í vestrænum fjölmiðlum: þau hunsa okkur algjörlega. Ég held að ein ástæða fyrir því að við vildum gera þessa mynd sé sú að við höfum mjög ólíkt sjónarhorn á þetta mál og segjum þessa sögu á annan hátt en vestrænir fjölmiðlar. Og það virðist vera sjónarhorn sem vestrænir fjölmiðlar hafa lítinn áhuga á,“ segir Sanders. 

Áhuginn á efninu sé hins vegar sannarlega til staðar í Mið-Austurlöndum. „Og einnig, sem er áhugavert, í ísraelskum fjölmiðlum og á ísraelskum samfélagsmiðlum. Þar eru mörg örvæntingarfull skilaboð á hebresku þar sem fólk er beðið um að eyða samfélagsmiðlareikningum sínum. En auðvitað höfum við vistað allt sem við fundum.“

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Laufey Eiríksdóttir skrifaði
    Það er ekki að ástæðulausu að áskrifendum youtube-rásar Al-Jazera English hefur fjölgað um hundruð þúsunda síðustu mánuði. Flest hugsandi fólk hefur gefist upp á vestrænum meginstraumsfjölmiðlum og fylgist nú með miðlum sem reyna að flytja fréttir byggðar á staðreyndum. Þetta er hræðileg mynd en byggist á rauverulegum heimildum og það minnsta sem við getum gert er að horfa á hana, þrátt fyrir andstyggðina sem hún vekur. Takk fyrir góða grein.
    7
  • bjørg valgeirsdottir skrifaði
    Ég bókstavlega grét upphátt við að horfa á þetta. Hvernig getur maðurinn verið svona grimmur ég bara skil þetta ekki
    3
  • bjørg valgeirsdottir skrifaði
    Ég bókstavlega grét upphátt við að horfa á þetta. Hvernig getur maðurinn verið svona grimmur ég bara skil þetta ekki
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár