Sýna frá mögulegum mannréttindabrotum á samfélagsmiðlum

Í nýrri heim­ild­ar­mynd Al Jazeera virð­ast ísra­elsk­ir her­menn af­hjúpa stríðs­glæpi og mann­rétt­inda­brot á Gaza. Ár er frá hryðju­verka­árás Ham­as á Ísra­el en sprengj­um hef­ur rignt á Gaza nær linnu­laust síð­an.

Myndefni sem ísraelskir hermenn hafa sjálfir deilt á samfélagsmiðlum sem virðast sýna alvarleg mannréttindabrot og jafnvel stríðsglæpi. Þar á meðal sést hvernig skotið er á óvopnað fólk á götum úti og hús sprengd, að því er virðist án ástæðu. Al Jazeera afhjúpaði myndskeiðin í nýrri heimildarmynd sem frumsýnd var á föstudag. 

Myndin er nú aðgengileg með íslenskum texta í spilaranum hér að ofan.

„Í grunninn er hugmyndin á bak við myndina sú að segja sögu stríðsins á Gaza í gegnum raddir ísraelsku hermannanna sjálfra. Við uppgötvuðum að þeir höfðu sett ótrúlegt magn myndbanda og mynda á netið sem sýndu frá reynslu þeirra á Gaza,“ segir framleiðandi myndarinnar, Richard Sanders, í samtali við Heimildina.

„Það sem er athyglisverðast við þetta efni er í fyrsta lagi að ísraelsk stjórnvöld hafi yfirhöfuð leyft því að fara á netið, sem er undarlegt miðað við hermenn við störf, en líka hvað það sýnir ísraelska herinn í slæmu ljósi. Oft voru þeir einfaldlega að eyðileggja heimili fólks, róta í gegnum eigur þeirra eða stela fjármunum af því. Á öðrum myndböndum voru þeir að fremja, það sem virðist vera í öllu falli, frekar alvarleg mannréttindabrot. Sprengja upp byggingar, og í sumum myndböndum, meira að segja, að skjóta óvopnað fólk.“

Myndin byggir á myndum og myndböndum af meira en 2.500 samfélagsmiðlareikningum, sem safnað var í stóran gagnagrunn. Allt efnið lá fyrir hvers manns augum á samfélagsmiðlum. 

„Þetta er af Facebook, af TikTok, af Instagram, af YouTube, og já, þetta er efni sem þeir settu sjálfir á netið,“ segir Sanders og bætir við að upphaflega hafi teymið búist við því að þurfa að kafa djúpt í efnið til að staðsetja atvik eða nota andlitsgreiningu til að komast að hverjir væru á myndunum. „En í raun og veru voru þeir að mestu að birta þetta undir eigin nöfnum og gefa upplýsingar um hvað myndböndin sýndu. Þannig að þetta var mjög auðvelt fyrir okkur.“

„Í myndinni stillum við efni frá ísraelskum hermönnum við hlið viðtala á vettvangi sem við tókum í gegnum teymi í Gaza. Við berum saman sjónarhorn ísraelskra hermanna við reynslu Palestínumanna á vettvangi.“

Til greina kemur að birta allan gagnagrunninn, sem Sanders segir að hljóti að vekja athygli og áhuga saksóknara og þeirra sem rannsaka framgöngu Ísraels í stríðinu. Viðbrögðin hafa þó ekki verið mikil á Vesturlöndum. 

„Viðbrögðin við myndinni hafa verið eins og viðbrögðin eru almennt við myndum Al Jazeera í vestrænum fjölmiðlum: þau hunsa okkur algjörlega. Ég held að ein ástæða fyrir því að við vildum gera þessa mynd sé sú að við höfum mjög ólíkt sjónarhorn á þetta mál og segjum þessa sögu á annan hátt en vestrænir fjölmiðlar. Og það virðist vera sjónarhorn sem vestrænir fjölmiðlar hafa lítinn áhuga á,“ segir Sanders. 

Áhuginn á efninu sé hins vegar sannarlega til staðar í Mið-Austurlöndum. „Og einnig, sem er áhugavert, í ísraelskum fjölmiðlum og á ísraelskum samfélagsmiðlum. Þar eru mörg örvæntingarfull skilaboð á hebresku þar sem fólk er beðið um að eyða samfélagsmiðlareikningum sínum. En auðvitað höfum við vistað allt sem við fundum.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Að starfa með eldra fólki stækkar hjartað
3
VettvangurInnflytjendurnir í framlínunni

Að starfa með eldra fólki stækk­ar hjart­að

Starfs­fólki hjúkr­un­ar­heim­ila af er­lend­um upp­runa hef­ur fjölg­að veru­lega. Yf­ir helm­ing­ur starfs­fólk á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli er af er­lend­um upp­runa. Kant­hi hef­ur starf­að við umönn­un í 37 ár og seg­ir tím­ana erf­ið­ari en „í gamla daga“. Zlata Cogic kom til Ís­lands frá Bosn­íu fyr­ir sjö ár­um og upp­lifði í fyrsta sinn ham­ingju í starfi. Heim­ild­in kíkti á dagvakt á Skjóli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
7
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár