Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Stýrivextir lækka í fyrsta sinn í marga mánuði

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands til­kynnti í morg­un stýri­vaxta­lækk­un upp á fjórð­ung úr pró­senti. Vext­ir bank­ans eru enn sögu­lega há­ir, í 9 pró­sent­um.

Stýrivextir lækka í fyrsta sinn í marga mánuði
Bankastjóri Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, greindi frá lækkuninni á fundi peningastefnunefndar í morgun. Mynd: Golli

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun um lækkun stýrivaxta í fyrsta sinn í marga mánuði, eða síðan í árslok 2020. Vextir bankans eru eftir lækkunina enn háir og standa í 9 prósentum. Lækkunin nam 0,25 prósentustigum. 

Lækkunin kemur í kjölfar þess að verðbólga á 12 mánaða tímabili lækkaði eftir langt verðbólguskeið. Samkvæmt mælingu Hagstofunnar er verðbólgan 5,4 prósent og er hún því enn töluvert frá verðbólgumarkmiði Seðlabankans, sem er 2,5 prósent. 

Í tilkynningu peningastefnunefndarinnar segir að áfram virðist hægja á efnahagsumsvifum og að vísbendingar séu um að dregið hafi úr spennu á vinnumarkaði og svartsýni heimila og fyrirtækja hafi aukist. 

„Þrálát verðbólga, verðbólguvæntingar yfir markmiði og mikil innlend eftirspurn kalla þó á varkárni. Áfram þarf því að viðhalda hæfilegu aðhaldsstigi til þess að koma verðbólgu í markmið innan ásættanlegs tíma,“ segir í tilkynningunni. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Sýndarmennska því bankarnir hækkuðu vextina og lækkunin hefur því engin áhrif, en menn vita það ósköp vel.
    0
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    þegar allt er komið í þrot...
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár