Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun um lækkun stýrivaxta í fyrsta sinn í marga mánuði, eða síðan í árslok 2020. Vextir bankans eru eftir lækkunina enn háir og standa í 9 prósentum. Lækkunin nam 0,25 prósentustigum.
Lækkunin kemur í kjölfar þess að verðbólga á 12 mánaða tímabili lækkaði eftir langt verðbólguskeið. Samkvæmt mælingu Hagstofunnar er verðbólgan 5,4 prósent og er hún því enn töluvert frá verðbólgumarkmiði Seðlabankans, sem er 2,5 prósent.
Í tilkynningu peningastefnunefndarinnar segir að áfram virðist hægja á efnahagsumsvifum og að vísbendingar séu um að dregið hafi úr spennu á vinnumarkaði og svartsýni heimila og fyrirtækja hafi aukist.
„Þrálát verðbólga, verðbólguvæntingar yfir markmiði og mikil innlend eftirspurn kalla þó á varkárni. Áfram þarf því að viðhalda hæfilegu aðhaldsstigi til þess að koma verðbólgu í markmið innan ásættanlegs tíma,“ segir í tilkynningunni.
Athugasemdir (2)