Árið 2013, án nokkurra vísbendinga um ófriðinn sem skömmu síðar myndi ríða yfir Úkraínu, gekk Sergiy, aðeins 18 ára gamall, til liðs við úkraínska herinn. Hann segir að það hafi ekki verið pólitísk ákvörðun á þeim tíma heldur persónuleg.
Sergiy hafði ákveðið að feta í fótspor föður síns, sem hafði verið fallhlífarhermaður í Afganistan þegar Sovétmenn háðu stríð þar frá 1979 til 1989.
„Mig hafði dreymt um að verða hermaður frá því ég var barn.“
Blaðamaður Heimildarinnar hitti Sergiy á sjúkrahúsi í Kænugarði þar sem hann var að ná sér eftir að sprengjubrot braut sér leið í gegnum lærið á honum rúmu ári á undan. Sergiy veitti einstaka innsýn í þróun úkraínska hersins í gegnum heilan áratug af stríði við Rússa.
„Ég gekk í herinn einfaldlega af því að það var réttur tími. Ég var 18 ára, og þetta var bara það sem ég vildi gera,“ segir Sergiy …
Athugasemdir (2)