Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Þeir drepa þig ef þú hikar

Hann var einn af fjór­um sem lifði af bar­daga í Úkraínu. Nú hef­ur hann misst ann­an fót­inn. Eft­ir 14 mán­uði á spít­ala horf­ir hann fram á veg­inn. „Ég hef bar­ist fyr­ir land­ið mitt. Þetta er bara næsta bar­átta — að kom­ast bók­staf­lega aft­ur á fæt­ur.“

Árið 2013, án nokkurra vísbendinga um ófriðinn sem skömmu síðar myndi ríða yfir Úkraínu, gekk Sergiy, aðeins 18 ára gamall, til liðs við úkraínska herinn. Hann segir að það hafi ekki verið pólitísk ákvörðun á þeim tíma heldur persónuleg.

Sergiy hafði ákveðið að feta í fótspor föður síns, sem hafði verið fallhlífarhermaður í Afganistan þegar Sovétmenn háðu stríð þar frá 1979 til 1989.

„Mig hafði dreymt um að verða hermaður frá því ég var barn.

Blaðamaður Heimildarinnar hitti Sergiy á sjúkrahúsi í Kænugarði þar sem hann var að ná sér eftir að sprengjubrot braut sér leið í gegnum lærið á honum rúmu ári á undan. Sergiy veitti einstaka innsýn í þróun úkraínska hersins í gegnum heilan áratug af stríði við Rússa.

„Ég gekk í herinn einfaldlega af því að það var réttur tími. Ég var 18 ára, og þetta var bara það sem ég vildi gera,“ segir Sergiy …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi í Úkraínu

„Þetta er stanslaus leikur kattarins að músinni“
VettvangurÁ vettvangi í Úkraínu

„Þetta er stans­laus leik­ur katt­ar­ins að mús­inni“

Í upp­hafi stríðs­ins í Úkraínu var Azovstal-verk­smiðj­an í Mariupol um­set­in og und­ir stans­laus­um árás­um Rússa svo mán­uð­um skipti. Þá flugu þyrlu­áhafn­ir með vist­ir til þeirra sem sátu fast­ir í verk­smiðj­unni. Ósk­ar Hall­gríms­son, ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar, hitti þær á stærð­ar­inn­ar túni, um­kringd­ur hest­um.
Landið sem krabbameinslæknarnir yfirgáfu
VettvangurÁ vettvangi í Úkraínu

Land­ið sem krabba­meins­lækn­arn­ir yf­ir­gáfu

Tal­ið er að um 80 pró­sent allra krabba­meins­lækna hafi yf­ir­gef­ið Úkraínu eft­ir að Rúss­ar réð­ust inn í land­ið, þótt marg­ir þeirra hafi síð­an snú­ið aft­ur. Það hæg­ir þó ekk­ert á krabba­meinstil­fell­un­um sem grein­ast. Þau eru um 160 þús­und á ári. Upp úr þess­um að­stæð­um spruttu sam­tök­in Missi­on Kharkiv sem beita ný­stár­leg­um að­ferð­um, og stærð­fræði, til að koma lyfj­um og nauð­syn­leg­um birgð­um til þurfandi sjúk­linga.
Ef helvíti er að finna á jörðu, þá er það líklega hér
VettvangurÁ vettvangi í Úkraínu

Ef hel­víti er að finna á jörðu, þá er það lík­lega hér

Stríði er oft lýst sem miklu magni af leiði­gjörn­um klukku­tím­um, með augna­blik­um af hreinni skelf­ingu stráð á milli. Það er vissu­lega til­fell­ið hjá þeim sem manna sjúkra­bíl­ana hjá þriðju árás­ar­deild úkraínska hers­ins þar sem bráðalið­inn er inn­an­húss­arkitékt sem hann­aði að­al­lega eld­hús og her­lækn­ir­inn dýra­lækn­ir. Ósk­ar Hall­gríms­son er á vett­vangi stríðs­ins í Úkraínu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár