Tillaga um aukinn meirihluta í framkvæmdastjórn lögð fram á sáttafundum

Á sátta­fund­un­um sem haldn­ir voru með fyrr­ver­andi og ný­kjörn­um að­al­mönn­um í fram­kvæmda­stjórn Pírata voru ýms­ar til­lög­ur lagð­ar fram um hvernig skyldi haga starfi stjórn­ar næstu tvö ár­in. Heim­ild­in hef­ur áð­ur fjall­að um til­lög­una um stækka stjórn­ina. Önn­ur til­laga fjall­ar um að ákvarð­an­ir stjórn­ar þurfi auk­inn meiri­hluta at­kvæða að­al­manna til að vera sam­þykkt­ar.

Tillaga um aukinn meirihluta í framkvæmdastjórn lögð fram á sáttafundum
Reyna stilla til friðar Á sáttafundunum sem haldnir voru eftir aðalfund Pírata í voru ýmsar forvitnilegar og umdeildar tillögur lagðar fram sem snúa að starfsemi framkvæmdastjórn flokksins. Lagt er til að fjölga aðalmönnum í sjö og innleiða reglu um að kosið sé um ákvarðanir stjórnar og þurfa slíkar ákvarðanir aukin meirihluta atkvæða. Mynd: Sigtryggur Ari

Á sáttafundum sem haldnir voru hjá Pírötum til þess að útkljá deilur sem komu upp eftir kosningar um framkvæmdastjórn flokksins var ekki aðeins lögð fram tillaga um að stækka stjórnina tímabundið heldur var líka lagt að breyta ýmsum öðrum reglum um framkvæmdastjórn Pírata.

Eins og áður hefur komið fram hefur Heimildin undir höndunum drög samstarfssáttmála sem settur var saman á sérstökum sáttafundi milli nýkjörinnar framkvæmdastjórnar og fráfarandi aðalmanna í stjórninni sem borgarráðsfulltrúinn Dóra Björt Guðjónsdóttir stýrði. 

Á fundinum er meðal annars lagt til að allar ákvarðanir framkvæmdastjórnar þurfi að samþykkja með auknum meirihluta atkvæða. Í vinnuskjalinu hljóðar tillagan svona:

„Ákvarðanir stjórnar þurfi að samþykkja eða synja með auknum meirihluta atkvæða, miðað við meira en 65% hlutfall. minnst 5 atkvæðum.“

Gengið út frá því stjórnin verði stækkuð

Þessi tillaga virðist hafa verið nokkuð umdeild meðal fundarmanna sem sóttu sáttafundinn 17. september síðastliðinn. Í vinnuskjalinu má sjá að Þórildur Elínardóttur Magnúsdóttur, sem var kjörin aðalmaður í framkvæmdastjórn Pírata á síðasta aðalfundi, gerir athugasemd við tillöguna.

Þá skrifar hún í skjalið þar hún hnýtir í að tillagan virðist ganga út frá því að sjö manna framkvæmdastjórn muni taka til starfa. Hins vegar á enn eftir að leggja fram og kjósa um tillögurnar fram á félagsfundi.

„Hérna er búið að gera ráð fyrir að stjórnin sé stækkuð í 7… og væri þetta eðlilegur atkvæðafjöldi miðað við það en gríðarlega heftandi í 5 meðlima stjórn. Legg til að þessu verði breytt í “auknum meirihluta atkvæða.”

Hvorki náðist í Dóru Björt Guðjónsdóttur né Halldór Auðar Svansson, formann framkvæmdastjórnar Pírata. Heimildin náði tali af Atla Stefáni Yngvasyni, fyrrum formanni framkvæmdastjórnar Pírata, sem vildi ekki tjá sig um tillöguna um að breyta reglum um ákvörðunartöku framkvæmdastjórnar. 

Fréttaflutningur endurspegli ekki stemminguna í Pírötum 

Dóra Björt tjáði sig nýverið um fréttir sem skrifaðar hafa verið um ágreininginn innan raða Pírata eftir vegna kosningar í framkvæmdastjórn flokksins. Í færslu sem Dóra Björt birti á Facebook síðu sinni segir hún að aðkoma hennar að sáttarfundunum hafi verið til þess að stuðla uppbyggilegum samtali á milli samtali á milli deilu aðila. Hún segist ekki hafa tekið afstöðu með fyrrverandi stjórn. 

„Ég ákvað að fallast á að taka þetta að mér þegar ég var beðin um það því mér þykir vænt um það fallega afl sem Píratar eru og ég vildi vernda okkar mikilvæga erindi í samfélaginu svo það myndi ekki líða vegna þessa deilumáls. Sömuleiðis hafði ég áhyggjur af því að vegna málsins myndi nýja fólkið í stjórninni ekki upplifa sig velkomið og þess vegna fannst mér mikilvægt að koma á uppbyggilegum tóni í umræðuna.“

Dóra Björt bætir við að hún telji það vera ofsögum sagt að hreyfingin sé klofin í ólíkar fylkingar sem berjist um völd innan flokksins. 

„Þessi fréttaflutningur endurspeglar ekki stöðu Pírata eða stemninguna. Við stöndum saman og erum sterk saman. Eftir þennan aðalfund erum við vel mönnuð og tilbúin í bátana og ætlum að fara í ríkisstjórn. Þá fyrst byrjar Píratabyltingin fyrir alvöru.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
2
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Foreldrar og fullorðið fólk lykilbreyta sem stjórnar líðan ungmenna
6
Viðtal

For­eldr­ar og full­orð­ið fólk lyk­il­breyta sem stjórn­ar líð­an ung­menna

Van­líð­an ungs fólks er að fær­ast í auk­ana og hef­ur ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir; allt frá óæski­legri hegð­un í skól­um til of­beld­is­hegð­un­ar og auk­inn­ar tíðni sjálfsskaða, seg­ir banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn Christoph­er Will­ard. Hann kenn­ir með­al ann­ars nú­vit­und og sam­kennd sem hann tel­ur að geti ver­ið sterk for­vörn.
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
9
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
4
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár