Vopnahlé slegið af borðinu og innrás í uppsiglingu

Átök­in á landa­mær­um Ísra­els og Líb­anon hafa stig­magn­ast ört á skömm­um tíma og óljóst er hvort vopna­hlé sé í sjón­máli. 600 manns hafa ver­ið drepn­ir í sprengju­árás­um Ísra­els­hers frá því á mánu­dag og 90.000 líb­anskra borg­ara hafa hrak­ist frá heim­il­um sín­um.

Vopnahlé slegið af borðinu og innrás í uppsiglingu
Stigvaxandi átök Ísraelsher varpaði sprengjum á 75 skotmörk í Líbanon síðastliðinn fimmtudag. Á myndinni má sjá íbúa í þorpi sem varð fyrir árásinni rannsaka húsarústir sem sprengdar voru um nóttina. Mynd: /AFP

Hernaðarátökin á landamærum Ísraels og Líbanon halda áfram að stigmagnast og svo gæti farið að Ísraelsher ráðist inn í Líbanon. Ástandið á svæðinu hefur ekki verið verra í rúm þrjátíu ár. Hátt í 600 manns hafa látist eða særst í sprengjuárásum Ísraelshers í Líbanon. Níutíu þúsund Líbanir hafa misst heimili sín í árásunum undanfarna viku. Um það bil 60 þúsund ísraelskra ríkisborgara hafa flúið heimili sín í norðurhluta landsins vegna átakanna. 

Árásir Ísraels hafa að mestu beinst að suðurhluta Líbanon og að Beqaa-dalnum fyrir miðju landsins þar sem Hezbollah-samtökin eru talin reka höfuðstöðvar. 

Í síðustu viku voru margir forystumenn í Hezbollah ráðnir af dögum í sérstökum aðgerðum sem stýrt var af leyniþjónustu Ísraels og Ísraelsher. Fólust aðgerðirnar meðal annars í því að símboðar og talstöðvar sprungu víðs vegar í Líbanon þar sem að minnsta kosti 37 létu lífið og þúsundir særðust.    

Stigvaxandi árásir

Aðfaranótt fimmtudags réðst ísraelski flugherinn á 75 skotmörk í suðurhluta Líbanon þar sem 20 manns létust. Í tilkynningu frá hernum sagði að árásin hafi beinst að vopnageymslum, herstöðvum og öðrum innviðum í eigu Hezbollah-samtakanna. Fréttaveitur í Líbanon hafa sagt að sprengjum hafi verið varpað á íbúahverfi í Beirút.        

Stjórnvöld í Ísrael hafa sagt að markmið árásanna sé að brjóta Hezbollah-samtökin á bak aftur fyrir fullt og allt. Leiðtogar Hezbollah segja hins vegar að tilgangurinn að baki loftárásum þeirra sé að styðja við bandamenn sína í Gaza og þrýsta á stjórnvöld í Ísrael til þess að láta af umsátri sínu og semja um vopnahlé við Hamas.   

Reiðubúnir að ráðast inn í Líbanon

Blikur eru á lofti um að Ísrael muni brátt hefja allsherjarinnrás inn í Líbanon en yfirmaður herafla Ísraels, Herzi Halevi, hefur sagt að undirbúningur fyrir innrásina sé hafinn. Ísrael gerði síðast innrás inn í suðurhluta Líbanon árið 1982 með það markmið að útrýma Hezbollah-samtökunum. 

Hernámið stóð yfir í 18 ár. Haft er eftir einum álitsgjafa á fréttaveitu BBC að mörgum Ísraelsmönnum hugnist ekki að endurtaka leikinn. Á sama tíma hafa tillögur um vopnahlé mælst illa fyrir meðal íbúa í norðurhluta Ísraels sem hafa búið við árásir frá Hezbollah síðan í október í fyrra.     

Vopnahlé ekki í höfn

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, tilkynnti í gær að vopnahlé milli Ísraels og Hezbollah væri ekki í höfn. Þvert á móti sagði forsætisráðherrann að hann hefði skipað hernum að halda áfram að berjast af fullum mætti. Fjármálaráðherra og utanríkisráðherra Ísraels sendu sömuleiðis frá sér svipaðar yfirlýsingar þar sem áréttað var að ísraelsk stjórnvöld hefðu ekki samþykkt tillögur um vopnahlé. 

Bandaríkin og Frakkland hafa undanfarið unnið að því að koma á vopnahléi milli Ísraels og Hezbollah og koma í veg fyrir frekari stigmögnun á stríðinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Lögð var fram tillaga um þriggja vikna langt vopnahlé til þess að skapa svigrúm fyrir friðsamlegar úrlausnir og gefa óbreyttum borgurum beggja vegna landamæranna tækifæri til þess að koma sér í öruggt skjól.

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í viðtali á miðvikudaginn að ekki sé hægt að útiloka að allsherjarstríð breiðist út yfir Mið-Austurlönd. Hann hvatti aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til þess að vinna saman að því að koma í veg fyrir áframhaldandi stigmögnun á svæðinu. Bandaríkjaforseti hefur þó verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki beitt sér nægilega fyrir friðsamlegri úrlausn mála.        

Hezbollah hefur enn ekki brugðist við tillögunni um að hlé verði gert á átökunum. Forsætisráðherra Líbanons, Najib Mikati, hefur sagt að hann sé hlynntur tillögunni en ríkisstjórn hans hefur litla sem enga stjórn á ákvörðunum Hezbollah.

Hezbollah hefur lýst því yfir að þau munu ekki hætta árásum sínum fyrr en samið verður um vopnahlé á Gaza. Þær viðræður hafa ekki skilað árangri þrátt fyrir margra mánaða samningaviðræður undir forystu Bandaríkjanna, Egyptalands og Katar. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gaza hafa um 40.000 Palestínumenn týnt lífinu í árásum Ísraelshers.  

Netanjahú ávarpar alþjóðasamfélagið í dag

Benjamín Netanjahú mun mæta á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York þar sem hann mun ávarpa þingheim á fundi sem fer fram í dag. Þar mun hann líklega, eins og svo oft áður, verja lögmæti stefnu og aðgerðir ríkisstjórnar hans í átökunum í Gaza sem hafa staðið yfir í tæpt ár. Ofan á það bætast hernaðaraðgerðir og stigmögnunin sem hefur átt sér stað á landamærum Ísraels og Líbanon undanfarna daga og vikur. 

Netanjahú hefur margsinnis flutt ræður í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem valda úlfúð. Samkvæmt skýringu sem birt var á fréttaveitunni AP kemur fram að forsætisráðherranum hafi oft tekist vel að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og verja ákvarðanir sínar. Þá hafi ræður hans ekki síst aukið vinsældir hans heima fyrir. 

Hins vegar þykir óvíst hvort Netanjahú takist að ná svipuðum árangri þegar hann mætir í pontu í fundarsal Sameinuðu þjóðanna í dag. Pólitísk staða hans heima fyrir hefur farið ört hrakandi og ríkisstjórn hans hefur verið harðlega gagrýnd af mörgum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna.  

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Þetta er allt svo mikill hryllingur að það er ekki hægt að finna orð sem fanga það.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
2
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Foreldrar og fullorðið fólk lykilbreyta sem stjórnar líðan ungmenna
6
Viðtal

For­eldr­ar og full­orð­ið fólk lyk­il­breyta sem stjórn­ar líð­an ung­menna

Van­líð­an ungs fólks er að fær­ast í auk­ana og hef­ur ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir; allt frá óæski­legri hegð­un í skól­um til of­beld­is­hegð­un­ar og auk­inn­ar tíðni sjálfsskaða, seg­ir banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn Christoph­er Will­ard. Hann kenn­ir með­al ann­ars nú­vit­und og sam­kennd sem hann tel­ur að geti ver­ið sterk for­vörn.
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
9
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
4
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár