Ég átti við sjálfan mig innra samtal í framhaldi af því að ég samþykkti að skrifa pistil um hvaða lærdóm ég hefði dregið af lífinu. Samtal sem hófst á orðunum „Ég gæti …“ og lauk með: „Getur verið að ég hafi ekki lært nokkurn skapaðan hlut?“
Í námi því er ég lagði stund á var margt að læra og tileinka sér til þess að geta hlotið nafnbótina „sérfræðingur“. Gamlir reynsluboltar brostu svo út í annað þegar nýbakaðir sérfræðingar birtust á morgunvaktinni, óskuðu þeim til hamingju og tjáðu ungstirnunum að sérfræðingstitillinn væri ekkert annað en viðurkenning þess efnis að nú væri maður loks búinn að læra hversu lítið maður raunverulega vissi.
„Hvert er þessi lærdómur að draga mig?“
Blessunarlega reyni ég enn að draga einhvern lærdóm af reynslu minni og samferðafólki. Það hefur hins vegar gerst æ oftar, í ljósi þess að ég er orðinn það sem konan mín kallar „hámiðaldra“, …
Athugasemdir