Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Vantar kafla um náttúruvá vegna Coda Terminal

Veð­ur­stofa Ís­lands seg­ir það svæði sem Coda Term­inal, nið­ur­dæl­ing­ar­verk­efni Car­bfix við Straums­vík, er áform­að á standa á sögu­legu hrauni frá eld­stöðva­kerfi Krýsu­vík­ur og minn­ir á að gosskeið sé haf­ið á Reykja­nesskaga.

Vantar kafla um náttúruvá vegna Coda Terminal
Skýli Á hverjum borteig yrði skýli, um 40 fermetrar á stærð. Mynd: Carbfix

Það er mat Veðurstofu Íslands að kafla um náttúruvá vanti í tillögu að deiliskipulagi lóða sem niðurdælingarverkefni Carbfix, Coda Terminal, yrði á í Hafnarfirði. Svæðið sem er til umræðu er á Kapelluhrauni, sögulegu hrauni frá eldstöðvakerfi Krýsuvíkur, rifjar Veðurstofan upp í umsögn sinni um deiliskipulagstillöguna. „Þar sem gosskeið er hafið á Reykjanesskaganum er enn mikilvægara að hafa hrauna- og eldgosavá í huga þegar kemur að skipulagsmálum, þrátt fyrir að Krýsuvík sýni ekki merki um kvikusöfnun akkúrat núna.“

Veðurstofan leiðir nú verkefni um áhættumat fyrir Reykjanesskagann í heild sem á að klárast á fyrri hluta árs 2026, en innan þess verkefnis er höfuðborgarsvæðið í forgangi. Gert er ráð fyrir að mat á hraunavá verði tilbúið fyrir höfuðborgarsvæðið á næstu 12 mánuðum.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í júní að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Hellnahrauns 3 sem og nýtt deiliskipulag í sunnanverðu Kapelluhrauni fyrir borteiga vegna Coda Terminal. Samkvæmt breytingunni stækkar skipulagssvæðið, lóðir eru sameinaðar og fleirum bætt við. Samkvæmt tillögunum yrði heimilt að hafa borteiga með öllu því sem til þarf til niðurdælingar CO2 í jarðlög á svæðinu. Á borteigum yrði CO2 leyst í vatni og dælt niður í berglögin þar sem það steingerist.

Á hverjum teig yrðu allt að átta niðurdælingarholur ásamt 2–4 vatnstökuholum. Heimilt er að byggja eina þjónustubyggingu á hverri lóð, áætluð stærð er um 150 fermetrar og veðurskýli yfir hverja borholu og er áætluð stærð hvers skýlis um 40 fermetrar.

Samhliða deiliskipulagstillögum er gerð tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar. 

Frestur til að skila athugasemdum hefur verið framlengdur til 10. október.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár