Starfshópurinn gegn ofbeldi sem var aldrei stofnaður

Í des­em­ber 2022 sam­þykkti rík­is­stjórn­in að stofn­að­ur yrði starfs­hóp­ur til að vinna að gerð nýrr­ar að­gerðaráætl­un­ar gegn of­beldi og af­leið­ing­um þess. Síð­an spurð­ist aldrei til hóps­ins. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­ið taldi að fyr­ir­hug­uð­um verk­efn­um hóps­ins hafi ver­ið fund­inn ann­ar far­veg­ur.

Starfshópurinn gegn ofbeldi sem var aldrei stofnaður
Félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson vildi að stofnaður yrði starfshópur um aðgerðir gegn ofbeldi. Mynd: Golli

Ídesember árið 2022 samþykkti ríkisstjórnin tillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, um að skipa starfshóp sem myndi vinna að gerð nýrrar aðgerðaáætlunar gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Hópinn átti að stofna vorið 2023 og aðgerðaráætlun hans átti að leggja fram á Alþingi sem þingsályktunartillögu vorið 2024. 

Síðan hefur ekkert spurst til þessa starfshóps. Hvorki um skipun hans né afurðir.

Mikið hefur verið rætt um aukið ofbeldi í íslensku samfélagi undanfarið. Varð það einkum í kjölfar hnífaárásar sem dró 17 ára stúlku til dauða á Menningarnótt – en hnífaburður og ofbeldi meðal ungmenna hefur færst mikið í aukana. Nýverið hefur ríkisstjórnin, forseti Íslands auk fjölmargra annarra kallað eftir þjóðarátaki gegn ofbeldisbrotum barna. 

Í svari frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu við fyrirspurn Heimildarinnar segir að tekin hafi verið ákvörðun með að bíða með stofnun starfshópsins „í ljósi þess að á vegum stjórnvalda var þegar verið að vinna að margvíslegum aðgerðum gegn ofbeldi, auk þess sem aðrar aðgerðaáætlanir tengdar ofbeldi voru enn í gildi.“

Í því samhengi er minnst á aðgerðaáaætlanir svo sem þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, en í þeirri ályktun er áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021-2025. 

„Ráðuneytið telur að fyrirhuguðum verkefnum þess starfshóps sem spurt er um hafi því að stöddu verið fundinn annar farvegur“

Enn fremur var starfshópur starfandi sem skoðaði og lagði mat á hvaða laga- og reglugerðabreytinga væri þörf á í tengslum við þjónustu vegna ofbeldis. Var það út frá samningi Evrópuráðsins (Istanbúl-samningurinn) um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi. 

Auk þess hafði verið skipaður starfshópur til að vinna að landsáætlun um innleiðingu Istanbúl-samningsins um ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi.

„Talið var rétt að þessum verkefnum og öðrum yrði fylgt úr hlaði og mat lagt á framvindu þeirra áður en hafist yrði handa við gerð nýrrar aðgerðaáætlunar,“ segir í svari ráðuneytisins.

Fjölmörg verkefni studd

Þá er tekið fram að í dag sé unnið að margvíslegum aðgerðum tengdum ofbeldi vítt og breitt um stjórnkerfið. Til dæmis sé einn liður í nýkynntri áætlun um aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum að samhæfa aðgerðir gegn ofbeldi og móta stefnu til framtíðar. „Ráðuneytið telur að fyrirhuguðum verkefnum þess starfshóps sem spurt er um hafi því að stöddu verið fundinn annar farvegur.“

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið segist síðustu ár hafa komið að fjölmörgum verkefnum sem miði að því að draga úr ofbeldi í samfélaginu og bregðast við afleiðingum þess.

„Ráðuneytið gerði samkomulag við Ríkislögreglustjóra um frekari þróun á svæðisbundnu samstarfi um aðgerðir gegn ofbeldi meðal lykilaðila á hverju landssvæði þ.m.t. félagsþjónustu, sérfræðiþjónustu sveitarfélaga, barnaverndaryfirvalda, lögreglu, heilbrigðisþjónustu og skólastjórnenda. Sú vinna stendur enn yfir og á flestum landssvæðum hefur verið skrifað undir samstarfsyfirlýsingu um svæðisbundið samráð gegn ofbeldi,“ segir í svarinu.

Þá hafi ríkislögreglustjóra einnig verið veitt fjárframlag til þess að halda fyrsta landssamráðsfundinn um aðgerðir gegn ofbeldi. Þema fundarins hafi verið ofbeldi meðal barna og ungmenna og þverfaglegt samráð gegn heimilis-, kynferðis-, og kynbundnu ofbeldi.

Ráðuneytið hafi lengi stutt við frjáls félagasamtök og aðra sem veita þjónustu vegna ofbeldis, til dæmis Bjarkarhlíð, Stígamót og Samtök um kvennaathvarf á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi. Árið 2023 hafi verið auglýst sérstaklega eftir umsóknum um styrki til verkefna til að takast á við ofbeldi. Enn fremur hafi um árabil verið gerður samningur við Heimilisfrið sem veitir þjónustu við fólk sem beitir ofbeldi í nánum samböndum.

Frumvarp á þingmálaskrá vetrarins

Í svarinu er enn fremur tekið fram að í heimsfaraldrinum hafi fjölmörg verkefni verið sett á laggirnar af aðgerðarteymi gegn ofbeldi. Áhersla hafi verið lögð á verkefni sem yrðu fest í sessi til framtíðar.

„Má þar nefna að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var studd til að ráðast í markvissar aðgerðir til að vinna gegn stafrænu kynferðislegu ofbeldi gegn börnum og ungmennum, auk þess að fá stuðning til að sinna auknum forvörnum og stuðningi við börn í viðkvæmri stöðu til að draga úr líkum á ofbeldisbrotum þeirra.“

Að lokum sé frumvarp félags- og vinnumarkaðsráðherra, sem byggi á tillögum starfshópsins um þjónustu vegna ofbeldis út frá Istanbúl-samningnum, á þingmálaskrá vetrarins.

„Um er að ræða frumvarp um breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga (aðgerðir gegn ofbeldi) í þeim tilgangi að skýra ábyrgð og hlutverk opinberra aðila þegar kemur að stuðningi og vernd fyrir þolendur ofbeldis og meðferðarúrræðum fyrir gerendur,“ segir í svari félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins.  

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
2
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Foreldrar og fullorðið fólk lykilbreyta sem stjórnar líðan ungmenna
6
Viðtal

For­eldr­ar og full­orð­ið fólk lyk­il­breyta sem stjórn­ar líð­an ung­menna

Van­líð­an ungs fólks er að fær­ast í auk­ana og hef­ur ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir; allt frá óæski­legri hegð­un í skól­um til of­beld­is­hegð­un­ar og auk­inn­ar tíðni sjálfsskaða, seg­ir banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn Christoph­er Will­ard. Hann kenn­ir með­al ann­ars nú­vit­und og sam­kennd sem hann tel­ur að geti ver­ið sterk for­vörn.
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
9
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
4
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár