Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Íslenskur karlmaður grunaður um mansal: Þóttist vera faðir tveggja stúlkna sem komu til landsins

Ís­lensk­ur karl­mað­ur er í gæslu­varð­haldi grun­að­ur um man­sal og smygl á fólki til lands­ins. Lög­reglu grun­ar að hann eigi sér sam­verka­menn. Tvær stúlk­ur sem komu til lands­ins í fyrra­sum­ar voru skráð­ar dæt­ur manns­ins en DNA-rann­sókn leiddi í ljós að þau eru óskyld.

Íslenskur karlmaður grunaður um mansal: Þóttist vera faðir tveggja stúlkna sem komu til landsins

Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms Reykjaness um gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um mansal, skjalafals og skipulagt smygl á fólki til Íslands. 

Vika er síðan maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald, og einangrun, að kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum.

„Þá er það einnig grunur lögreglu að varnaraðili standi ekki einn að verki heldur njóti liðsinnis, samstarfs og e.a. samvinnu annarra aðila.“

Í úrskurinum segir að lögregla telji að maðurinn sé „vísvitandi og með skipulögðum hætti að blekkja íslensk stjórnvöld og gefa upp rangar upplýsingar í því skyni að fá dvalarleyfi fyrir aðila á fölskum forsendum og e.a. hagnýta sér þau í mansali og hagnist á því. Þá er það einnig grunur lögreglu að varnaraðili standi ekki einn að verki heldur njóti liðsinnis, samstarfs og e.a. samvinnu annarra aðila.“

Sögðust komnar að hitta föður sinn

Þann 4. júlí 2023 tók lögregla til skoðunar tvo flugfarþega sem höfðu komið til landsins með flugi. Um var að ræða ungar konur sem sögðust báðar vera undir 18 ára aldri og að þær væru komnar hingað til lands til að hitta föður sinn sem ætti heima á Íslandi, en umræddur maður er sá sem er í varðhaldi. 

Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum barnverndar Suðurnesjabæjar dvöldu stúlkurnar í úrræði á þeirra vegum í nokkra daga fyrir fylgdarlaus börn

Við uppflettingu í kerfum lögreglu kom í ljós að þeim hafði verið veitt dvalarleyfi sem barn íslendings sem jafnframt er skráður faðir þeirra í kerfum íslenskra stjórnvalda. Þær sögðu vin föður þeirra vera kominn í flugstöðina að sækja þær og gáfu upp símanúmer hans. Lögregla staðfesti að það símanúmer væri skráð á þann aðila en sá er með ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi.

Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum barnverndar Suðurnesjabæjar dvöldu stúlkurnar í úrræði á þeirra vegum í nokkra daga fyrir fylgdarlaus börn. Þegar ætlaður faðir kom til landsins voru stúlkurnar sameinaðar honum.

Stúlkurnar taldar búa við slæmar aðstæður

Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að lögregla hefur rökstuddan grun til að ætla að stúlkurnar búi við slæmar aðstæður. Þá liggur fyrir að önnur stúlkan er barnshafandi en óvíst er hver  faðirinn er. Einnig liggur fyrir að hin  stúlkan er HIVsmituð og móðir drengs sem hún kemst ekki í samband við nema í gegn um manninn sem hún sagði vera faðir sinn og situr í gæsluvarðhaldi. 

Að kröfu Útlendingastofnunar  undirgengust stúlkurnar og varnaraðili DNA rannsókn sem leiddi í ljós að hann er ekki faðir þeirra líkt og hann hefur haldið fram og dvalarleyfi þeirra grundvallast á. Skjöl sem staðfesta  þessa  niðurstöðu, áður  en dvalarleyfi fyrir þær var gefið út, sem og skjöl sem sýna að  maðurinn  hafi  vitað  að  hann  væri  ekki  faðir  þeirra,  fundust við húsleit hjá manninum.

Að kröfu Útlendingastofnunar undirgengust stúlkurnar og varnaraðili DNA rannsókn sem leiddi í ljós að hann er ekki faðir þeirra líkt og hann hefur haldið fram og dvalarleyfi þeirra grundvallast á.

Í greinargerð lögreglustjóra með gæsluvarðhaldskröfunni segir að rannsókn málsins sé í fullum gangi og miði ágætlega, en hún sé mjög umfangsmikil. 

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur að maðurinn muni torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum ellegar hafa áhrif á samseka eða vitni gangi hann laus. 



Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
2
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
6
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu