Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Íslenskur karlmaður grunaður um mansal: Þóttist vera faðir tveggja stúlkna sem komu til landsins

Ís­lensk­ur karl­mað­ur er í gæslu­varð­haldi grun­að­ur um man­sal og smygl á fólki til lands­ins. Lög­reglu grun­ar að hann eigi sér sam­verka­menn. Tvær stúlk­ur sem komu til lands­ins í fyrra­sum­ar voru skráð­ar dæt­ur manns­ins en DNA-rann­sókn leiddi í ljós að þau eru óskyld.

Íslenskur karlmaður grunaður um mansal: Þóttist vera faðir tveggja stúlkna sem komu til landsins

Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms Reykjaness um gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um mansal, skjalafals og skipulagt smygl á fólki til Íslands. 

Vika er síðan maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald, og einangrun, að kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum.

„Þá er það einnig grunur lögreglu að varnaraðili standi ekki einn að verki heldur njóti liðsinnis, samstarfs og e.a. samvinnu annarra aðila.“

Í úrskurinum segir að lögregla telji að maðurinn sé „vísvitandi og með skipulögðum hætti að blekkja íslensk stjórnvöld og gefa upp rangar upplýsingar í því skyni að fá dvalarleyfi fyrir aðila á fölskum forsendum og e.a. hagnýta sér þau í mansali og hagnist á því. Þá er það einnig grunur lögreglu að varnaraðili standi ekki einn að verki heldur njóti liðsinnis, samstarfs og e.a. samvinnu annarra aðila.“

Sögðust komnar að hitta föður sinn

Þann 4. júlí 2023 tók lögregla til skoðunar tvo flugfarþega sem höfðu komið til landsins með flugi. Um var að ræða ungar konur sem sögðust báðar vera undir 18 ára aldri og að þær væru komnar hingað til lands til að hitta föður sinn sem ætti heima á Íslandi, en umræddur maður er sá sem er í varðhaldi. 

Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum barnverndar Suðurnesjabæjar dvöldu stúlkurnar í úrræði á þeirra vegum í nokkra daga fyrir fylgdarlaus börn

Við uppflettingu í kerfum lögreglu kom í ljós að þeim hafði verið veitt dvalarleyfi sem barn íslendings sem jafnframt er skráður faðir þeirra í kerfum íslenskra stjórnvalda. Þær sögðu vin föður þeirra vera kominn í flugstöðina að sækja þær og gáfu upp símanúmer hans. Lögregla staðfesti að það símanúmer væri skráð á þann aðila en sá er með ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi.

Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum barnverndar Suðurnesjabæjar dvöldu stúlkurnar í úrræði á þeirra vegum í nokkra daga fyrir fylgdarlaus börn. Þegar ætlaður faðir kom til landsins voru stúlkurnar sameinaðar honum.

Stúlkurnar taldar búa við slæmar aðstæður

Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að lögregla hefur rökstuddan grun til að ætla að stúlkurnar búi við slæmar aðstæður. Þá liggur fyrir að önnur stúlkan er barnshafandi en óvíst er hver  faðirinn er. Einnig liggur fyrir að hin  stúlkan er HIVsmituð og móðir drengs sem hún kemst ekki í samband við nema í gegn um manninn sem hún sagði vera faðir sinn og situr í gæsluvarðhaldi. 

Að kröfu Útlendingastofnunar  undirgengust stúlkurnar og varnaraðili DNA rannsókn sem leiddi í ljós að hann er ekki faðir þeirra líkt og hann hefur haldið fram og dvalarleyfi þeirra grundvallast á. Skjöl sem staðfesta  þessa  niðurstöðu, áður  en dvalarleyfi fyrir þær var gefið út, sem og skjöl sem sýna að  maðurinn  hafi  vitað  að  hann  væri  ekki  faðir  þeirra,  fundust við húsleit hjá manninum.

Að kröfu Útlendingastofnunar undirgengust stúlkurnar og varnaraðili DNA rannsókn sem leiddi í ljós að hann er ekki faðir þeirra líkt og hann hefur haldið fram og dvalarleyfi þeirra grundvallast á.

Í greinargerð lögreglustjóra með gæsluvarðhaldskröfunni segir að rannsókn málsins sé í fullum gangi og miði ágætlega, en hún sé mjög umfangsmikil. 

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur að maðurinn muni torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum ellegar hafa áhrif á samseka eða vitni gangi hann laus. 



Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár