Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir við Heimildina að gögn úr Íslensku kosningarannsókninni (ÍSKOS) frá árinu 2021 sýni skýrt að kjósendur Miðflokksins það árið hafi verið nálægt Sjálfstæðisflokknum á hinum efnahagslega vinstri-hægri ás, en hins vegar reynst mun íhaldssamari varðandi ýmis samfélagsmál.
Þetta má sjá á myndinni sem hér fylgir, en hún er úr kafla í væntanlegri bók, Lognmollu í ólgusjó, sem verður gefin út af Háskólaútgáfunni á næstu mánuðum. Auk Evu eru höfundar bókarinnar þau Agnar Freyr Helgason, Hulda Þórisdóttir, Ólafur Þ. Harðarson og Jón Gunnar Ólafsson.
Á myndinni má einnig sjá hvernig stuðningsfólk Viðreisnar, sem mældist mun nær miðju efnahagsássins en Sjálfstæðisflokkurinn, er mun frjálslyndara í afstöðu til samfélags- og alþjóðamála en allir hinir flokkarnir sem eru hægra megin á ásnum. Flokkur fólksins og Framsóknarflokkurinn eru svo á nokkuð svipuðum slóðum og Sjálfstæðisflokkurinn á menningarásnum, en nær miðjunni á efnahagsásnum. Kjósendur annarra flokka, Samfylkingar, …
Athugasemdir