Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Keyptu sér flugmiða svo einhver sæi framkomuna við Yazan

Þrjár kon­ur keyptu sér flug­miða í Leifs­stöð í morg­un án þess að ætla sér úr landi. Það gerðu þær ein­fald­lega til þess að ná mynd­efni af því þeg­ar 11 ára göml­um lang­veik­um dreng frá Palestínu yrði vís­að úr landi.

Keyptu sér flugmiða svo einhver sæi framkomuna við Yazan
Leifsstöð Frá mótmælum gegn brottvísun Yazans í morgun. Mynd: Golli

Tilgangurinn var að komast þarna að og taka upp þegar væri verið að flytja þau út í vél, bara til þess að sýna hvernig það færi fram,“ segir Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir, ein af þremur konum sem keypti sér flugmiða í nótt í þeim eina tilgangi að komast á brottfararsvæði á Keflavíkurflugvelli. 

Þangað vildu þær komast til þess að ná myndefni af brottvísun Yazans Tamimis og foreldra hans. Yazan er 11 ára gamall hælisleitandi frá Palestínu og þjáist af vöðvahrörnunarsjúkdómnum duchenne. Vísa átti honum og foreldrum hans til Spánar í nótt. Þar eru þau með vegabréfsáritun en ekki stöðu hælisleitenda og hafa vinir Yazans lýst yfir áhyggjum af því að aðgengi Yazans að viðeigandi heilbrigðisþjónustu sé ekki tryggt á Spáni. Það geti haft verulega neikvæð áhrif á þróun sjúkdómsins hjá honum. 

Eftir að Yazan og foreldrar hans höfðu beðið í um átta klukkustundir á Keflavíkurflugvelli eftir komandi brottvísun var …

Kjósa
76
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Ólafsdóttir skrifaði
    Þetta er hið ömurlegasta mál. Dómsmálaráðherra segist hafa brotið lög með því að stöðva flutning fólksins. Eru lögin svona ljót og vond, að fólk skuli vera handtekið eins og faðirinn og hvar eru réttindi fatlaðra þegar verið er að troða veikum dreng sem sótur er á sjúkrastofnun með valdi um miðja nótt. Og af hverju er eins og þessir hlutir séu að gerast allt í einu. Það hafa erið staðin mótmæli niðri á Austurvelli í langan tíma.
    1
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Ég bið ríkisstjórn að muna eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, lesa hann vandlega og vita að við erum aðilar.
    5
  • VK
    Víðir Kristjánsson skrifaði
    x-D Mafían að verki í skjóli lögregluríkis!
    3
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Illennskan gagnvart þessu blessaða barni á sér engin takmörk.
    6
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Íslendingar (eða réttara sagt xD mafían getur ekki gert skammlaust. Þurfti að pína barnið og fjölskyldu hans dálítið duglega, áður en hætt var við að flytja hann úr landi. Ekkert getur xD mafían gert skammlaust! Þau þurfti að bíða í 8 klst á flugvellinum eftir að hafa verið rifinn upp af sjúkrarúmi!
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár