Tilgangurinn var að komast þarna að og taka upp þegar væri verið að flytja þau út í vél, bara til þess að sýna hvernig það færi fram,“ segir Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir, ein af þremur konum sem keypti sér flugmiða í nótt í þeim eina tilgangi að komast á brottfararsvæði á Keflavíkurflugvelli.
Þangað vildu þær komast til þess að ná myndefni af brottvísun Yazans Tamimis og foreldra hans. Yazan er 11 ára gamall hælisleitandi frá Palestínu og þjáist af vöðvahrörnunarsjúkdómnum duchenne. Vísa átti honum og foreldrum hans til Spánar í nótt. Þar eru þau með vegabréfsáritun en ekki stöðu hælisleitenda og hafa vinir Yazans lýst yfir áhyggjum af því að aðgengi Yazans að viðeigandi heilbrigðisþjónustu sé ekki tryggt á Spáni. Það geti haft verulega neikvæð áhrif á þróun sjúkdómsins hjá honum.
Eftir að Yazan og foreldrar hans höfðu beðið í um átta klukkustundir á Keflavíkurflugvelli eftir komandi brottvísun var …
Athugasemdir (5)