Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Beiðni útlendingastofnunar um brottvísun „ekki verið tímasett“

Marín Þórs­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri hjá Rík­is­lög­reglu­stjóra seg­ir að lög­regla hafi ver­ið að fram­fylgja úr­skurði Út­lend­inga­stofn­un­ar þeg­ar Yaz­an Tamimi var sótt­ur í nótt með það fyr­ir aug­um að fylgja hon­um úr landi. Beiðn­in hafi ekki ver­ið tíma­sett. Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra fór fram á að hætt yrði við að flytja Yaz­an Tamimi úr landi í morg­un.

Beiðni útlendingastofnunar um brottvísun „ekki verið tímasett“
Kominn aftur til Reykjavíkur Yazan Tamimi hefur verið í Rjóðrinu sem er hjúkrunar- og endurhæfingardeild Landspítala. Þangað sótti lögregla hann í nótt til að flytja hann úr landi. Hann er nú kominn aftur til Reykjavíkur. Mynd: Golli

Marín Þórsdóttir, verkefnisstjóra hjá heimferða- og fylgdadeild Ríkislögreglustjóra, segir að dómsmálaráðherra hafi haft samband við embættið í morgun og farið fram á að Yazan Tamimi yrði ekki vísað úr landi. „Það var hætt við fylgd að ósk dómsmálaráðherra,“ segir Marín.

Farið af stað í brottvísun“ þegar öll gögn hafi legið fyrir 


Lögregla sótti, Yazan Tamimi, ellefu ára palestínskan strák sem þjáist af hrörnunarsjúkdómi í Rjóðrið, hjúkrunar- og endurhæfingardeild Landspítala í nótt. Var hann fluttur á Keflavíkurflugvöll þaðan sem átti að fljúga með hann til Spánar á áttunda tímanum í morgun. 

Brottvísuninni var mótmælt harðlega á samfélagsmiðlum og hópur  fólks kom saman á Keflavíkurflugvelli og mótmælti. Skömmu eftir að drengurinn var kominn þangað barst ríkislögreglustjóra beiðni frá dómsmálaráðherra um að hætt yrði við brottför. 

Beiðni Útlendingastofnunar ekki tímasett Marín Þórsdóttir, verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir að legið hafi fyrir í þónokkurn tíma að Yazan yrði vísað úr landi þó að beiðni Útlendingastofnunar hafi ekki verið tímasett

Spurð hvers vegna lögregla fór í þessa aðgerð í nótt segir Marín að hún hafi verið að framfylgja úrskurði Útlendingastofnunar. „Það kom beiðni til okkar fyrir nokkrum mánuðum og þegar öll gögn eru komin og leyfi hefur fengist er farið af stað í brottvísun.“

Spurð hvort þessi dagsetning hafi legið lengi fyrir segir Marín að beiðnin hafi „ekki verið tímasett,“ en að þegar öll gögn hafi verið komin og ýmis leyfi hafi verið fengin hafi verið ákveðið að fylgja drengnum úr landi. „Þessi ákvörðun hefur legið fyrir í þónokkurn tíma,“ segir hún. 

„Hugað að hagsmunum barnsins“


Spurð hvers vegna sé farið í skjóli nætur á spítalann að sækja drenginn til að fara með hann úr landi segir Marín; Það er flug snemma að morgni. Í öllu ferlinu er hugað að hagsmunum barnsins. Það er leiðarljósið.  

Bað um að hætt yrði við brottflutningGuðrún Hafsteinsdóttir fór fram á að hætt yrði við að flytja Yazan úr landi í morgun

Óstaðfestar fregnir herma að Yazan hafi verið fluttur frá Keflavíkurflugvelli á Landspítalann á tíunda tímanum í morgun. Það kom sem fyrr segir eftir að dómsmálaráðherra fór fram á að hætt yrði við fylgd. Vísir greindi fyrst frá þessari ákvörðun ráðherra. 

Þá hefur RÚV heimildir fyrir því að innan ríkisstjórnarinnar hafi komið sú krafa að samtal ætti sér stað um mál Yazans áður en hann yrði fluttur úr landi. Dómsmálaráðherra hafi ákveðið að verða við þeirri beiðni og því hafi verið hætt við brottflutninginn. 

Ekki náðist í Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.  

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár