Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Beiðni útlendingastofnunar um brottvísun „ekki verið tímasett“

Marín Þórs­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri hjá Rík­is­lög­reglu­stjóra seg­ir að lög­regla hafi ver­ið að fram­fylgja úr­skurði Út­lend­inga­stofn­un­ar þeg­ar Yaz­an Tamimi var sótt­ur í nótt með það fyr­ir aug­um að fylgja hon­um úr landi. Beiðn­in hafi ekki ver­ið tíma­sett. Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra fór fram á að hætt yrði við að flytja Yaz­an Tamimi úr landi í morg­un.

Beiðni útlendingastofnunar um brottvísun „ekki verið tímasett“
Kominn aftur til Reykjavíkur Yazan Tamimi hefur verið í Rjóðrinu sem er hjúkrunar- og endurhæfingardeild Landspítala. Þangað sótti lögregla hann í nótt til að flytja hann úr landi. Hann er nú kominn aftur til Reykjavíkur. Mynd: Golli

Marín Þórsdóttir, verkefnisstjóra hjá heimferða- og fylgdadeild Ríkislögreglustjóra, segir að dómsmálaráðherra hafi haft samband við embættið í morgun og farið fram á að Yazan Tamimi yrði ekki vísað úr landi. „Það var hætt við fylgd að ósk dómsmálaráðherra,“ segir Marín.

Farið af stað í brottvísun“ þegar öll gögn hafi legið fyrir 


Lögregla sótti, Yazan Tamimi, ellefu ára palestínskan strák sem þjáist af hrörnunarsjúkdómi í Rjóðrið, hjúkrunar- og endurhæfingardeild Landspítala í nótt. Var hann fluttur á Keflavíkurflugvöll þaðan sem átti að fljúga með hann til Spánar á áttunda tímanum í morgun. 

Brottvísuninni var mótmælt harðlega á samfélagsmiðlum og hópur  fólks kom saman á Keflavíkurflugvelli og mótmælti. Skömmu eftir að drengurinn var kominn þangað barst ríkislögreglustjóra beiðni frá dómsmálaráðherra um að hætt yrði við brottför. 

Beiðni Útlendingastofnunar ekki tímasett Marín Þórsdóttir, verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir að legið hafi fyrir í þónokkurn tíma að Yazan yrði vísað úr landi þó að beiðni Útlendingastofnunar hafi ekki verið tímasett

Spurð hvers vegna lögregla fór í þessa aðgerð í nótt segir Marín að hún hafi verið að framfylgja úrskurði Útlendingastofnunar. „Það kom beiðni til okkar fyrir nokkrum mánuðum og þegar öll gögn eru komin og leyfi hefur fengist er farið af stað í brottvísun.“

Spurð hvort þessi dagsetning hafi legið lengi fyrir segir Marín að beiðnin hafi „ekki verið tímasett,“ en að þegar öll gögn hafi verið komin og ýmis leyfi hafi verið fengin hafi verið ákveðið að fylgja drengnum úr landi. „Þessi ákvörðun hefur legið fyrir í þónokkurn tíma,“ segir hún. 

„Hugað að hagsmunum barnsins“


Spurð hvers vegna sé farið í skjóli nætur á spítalann að sækja drenginn til að fara með hann úr landi segir Marín; Það er flug snemma að morgni. Í öllu ferlinu er hugað að hagsmunum barnsins. Það er leiðarljósið.  

Bað um að hætt yrði við brottflutningGuðrún Hafsteinsdóttir fór fram á að hætt yrði við að flytja Yazan úr landi í morgun

Óstaðfestar fregnir herma að Yazan hafi verið fluttur frá Keflavíkurflugvelli á Landspítalann á tíunda tímanum í morgun. Það kom sem fyrr segir eftir að dómsmálaráðherra fór fram á að hætt yrði við fylgd. Vísir greindi fyrst frá þessari ákvörðun ráðherra. 

Þá hefur RÚV heimildir fyrir því að innan ríkisstjórnarinnar hafi komið sú krafa að samtal ætti sér stað um mál Yazans áður en hann yrði fluttur úr landi. Dómsmálaráðherra hafi ákveðið að verða við þeirri beiðni og því hafi verið hætt við brottflutninginn. 

Ekki náðist í Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.  

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár