Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Beiðni útlendingastofnunar um brottvísun „ekki verið tímasett“

Marín Þórs­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri hjá Rík­is­lög­reglu­stjóra seg­ir að lög­regla hafi ver­ið að fram­fylgja úr­skurði Út­lend­inga­stofn­un­ar þeg­ar Yaz­an Tamimi var sótt­ur í nótt með það fyr­ir aug­um að fylgja hon­um úr landi. Beiðn­in hafi ekki ver­ið tíma­sett. Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra fór fram á að hætt yrði við að flytja Yaz­an Tamimi úr landi í morg­un.

Beiðni útlendingastofnunar um brottvísun „ekki verið tímasett“
Kominn aftur til Reykjavíkur Yazan Tamimi hefur verið í Rjóðrinu sem er hjúkrunar- og endurhæfingardeild Landspítala. Þangað sótti lögregla hann í nótt til að flytja hann úr landi. Hann er nú kominn aftur til Reykjavíkur. Mynd: Golli

Marín Þórsdóttir, verkefnisstjóra hjá heimferða- og fylgdadeild Ríkislögreglustjóra, segir að dómsmálaráðherra hafi haft samband við embættið í morgun og farið fram á að Yazan Tamimi yrði ekki vísað úr landi. „Það var hætt við fylgd að ósk dómsmálaráðherra,“ segir Marín.

Farið af stað í brottvísun“ þegar öll gögn hafi legið fyrir 


Lögregla sótti, Yazan Tamimi, ellefu ára palestínskan strák sem þjáist af hrörnunarsjúkdómi í Rjóðrið, hjúkrunar- og endurhæfingardeild Landspítala í nótt. Var hann fluttur á Keflavíkurflugvöll þaðan sem átti að fljúga með hann til Spánar á áttunda tímanum í morgun. 

Brottvísuninni var mótmælt harðlega á samfélagsmiðlum og hópur  fólks kom saman á Keflavíkurflugvelli og mótmælti. Skömmu eftir að drengurinn var kominn þangað barst ríkislögreglustjóra beiðni frá dómsmálaráðherra um að hætt yrði við brottför. 

Beiðni Útlendingastofnunar ekki tímasett Marín Þórsdóttir, verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir að legið hafi fyrir í þónokkurn tíma að Yazan yrði vísað úr landi þó að beiðni Útlendingastofnunar hafi ekki verið tímasett

Spurð hvers vegna lögregla fór í þessa aðgerð í nótt segir Marín að hún hafi verið að framfylgja úrskurði Útlendingastofnunar. „Það kom beiðni til okkar fyrir nokkrum mánuðum og þegar öll gögn eru komin og leyfi hefur fengist er farið af stað í brottvísun.“

Spurð hvort þessi dagsetning hafi legið lengi fyrir segir Marín að beiðnin hafi „ekki verið tímasett,“ en að þegar öll gögn hafi verið komin og ýmis leyfi hafi verið fengin hafi verið ákveðið að fylgja drengnum úr landi. „Þessi ákvörðun hefur legið fyrir í þónokkurn tíma,“ segir hún. 

„Hugað að hagsmunum barnsins“


Spurð hvers vegna sé farið í skjóli nætur á spítalann að sækja drenginn til að fara með hann úr landi segir Marín; Það er flug snemma að morgni. Í öllu ferlinu er hugað að hagsmunum barnsins. Það er leiðarljósið.  

Bað um að hætt yrði við brottflutningGuðrún Hafsteinsdóttir fór fram á að hætt yrði við að flytja Yazan úr landi í morgun

Óstaðfestar fregnir herma að Yazan hafi verið fluttur frá Keflavíkurflugvelli á Landspítalann á tíunda tímanum í morgun. Það kom sem fyrr segir eftir að dómsmálaráðherra fór fram á að hætt yrði við fylgd. Vísir greindi fyrst frá þessari ákvörðun ráðherra. 

Þá hefur RÚV heimildir fyrir því að innan ríkisstjórnarinnar hafi komið sú krafa að samtal ætti sér stað um mál Yazans áður en hann yrði fluttur úr landi. Dómsmálaráðherra hafi ákveðið að verða við þeirri beiðni og því hafi verið hætt við brottflutninginn. 

Ekki náðist í Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.  

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
5
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.
Nærri tveggja milljarða gjaldþrotaslóð Björns Inga
6
Viðskipti

Nærri tveggja millj­arða gjald­þrota­slóð Björns Inga

Út­gáfu­fé­lag­ið sem stofn­að var ut­an um rekst­ur fjöl­mið­ils­ins Vilj­ans er gjald­þrota. Fé­lag­ið var í eigu for­eldra Björns Inga Hrafns­son­ar, sem er rit­stjóri og stofn­andi fjöl­mið­ils­ins. Út­gáfu­fé­lag­ið bæt­ist á lista yf­ir fjöl­mörg gjald­þrota fyr­ir­tæki sem hafa ver­ið und­ir stjórn og í eigu rit­stjór­ans. 1.800 millj­ón­um króna hef­ur ver­ið lýst í gjald­þrota­bú tengd Birni Inga þó enn liggi ekki fyr­ir hvaða kröf­ur voru gerð­ar í móð­ur­fé­lag fjöl­miðla­veld­is hans sem féll með lát­um ár­ið 2018.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár