Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Harris lagði gildrur og Trump gekk í þær

Í kapp­ræð­un­um milli banda­rísku for­setafram­bjóð­end­anna í gær­kvöldi tókst Kamölu Harris, fram­bjóð­anda Demó­krata, að slá Re­públi­kan­ann Don­ald Trump út af lag­inu, oft með því að gera grín að hon­um. Fréttamið­ill­inn CNN skrif­ar að Harris hafi ögr­að Trump næst­um all­ar kapp­ræð­urn­ar og að Trump hafi tek­ið beit­unni í hvert skipti

Harris lagði gildrur og Trump gekk í þær
Þrátt fyrir að eftir kappræðurnar hafi Trump strax lýst því yfir að hann hafi staðið sig frábærlega virðist álit flestra vera að Harris hafi náð að snúa kappræðunum sér í vil. Mynd: AFP

Í gærkvöldi fóru fram fyrstu, og mögulega einu, kappræðurnar milli bandarísku forsetaframbjóðendanna fram. Þar tókust á Kamala Harris, frambjóðandi Demókrata og varaforseti landsins, og Donald Trump, frambjóðandi Repúblikana og fyrrverandi forseti.

Kappræðnanna, sem fóru fram á fréttastöðinni ABC, hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Þetta var í fyrsta skiptið sem Harris og Trump hittust til augliti til auglitis.

Stuttu eftir að útsendingu lauk kallaði framboð Harris strax eftir öðrum kappræðum milli keppinautanna. Trump hefur sagst ætla að hugsa málið. Ef til vill er það lýsandi fyrir það hvernig frambjóðendunum tveimur fannst þau standa sig hvort um sig.

Þrátt fyrir að eftir kappræðurnar hafi Trump strax lýst því yfir að hann hafi staðið sig frábærlega virðist álit flestra vera að Harris hafi náð að snúa kappræðunum sér í vil. En hvernig fór hún að því að mála Trump út í horn?

Sagði fólki leiðast á kosningafundum Trumps

Blaðamenn hjá New York Times halda því fram að herkænska Harris í kappræðum gærkvöldsins hafi falist í mjög árangursríkri árás hennar á sjálfsálit hans. Í stað þess að hjóla í sakaskrá Trumps, stefnumál eða eldfim ummæli ákvað hún að gera grín að honum. 

Hún vakti til máls að fólki leiddist á illa sóttum kosningafundum hans. Hún sagði að þjóðarleiðtogar kölluðu hann skammarlegan. Þá hélt hún því fram að viðskiptaveldi Trumps væri föður hans að þakka. Trump brást ókvæða við eyddi stórum hluta kappræðnanna í vörn.

Í kappræðunum milli Biden og Trumps í júní hafði fyrrverandi forsetinn greinilega yfirhöndina yfir eftirmanni sínum. Biden var hrumur og gleymdi sér auðveldlega. Í gær var það þó Trump sem var eldri og þreyttari aðilinn á sviðinu.

Fréttamiðillinn CNN skrifar að Harris hafi ögrað Trump næstum allar kappræðurnar og að Trump hafi tekið beitunni í hvert skipti. Næstum hvert tilsvar Harris var skreytt með ummælum sem voru til þess gerð að reita Trump til reiði og koma honum úr jafnvægi. Hún sagði meðal annars að aðrir þjóðarleiðtogar væru að hlæja að honum og að Pútín Rússlandsforseti myndi borða hann í hádegismat.

Harris hélt því einnig fram að 81 milljón Bandaríkjamanna hefði „rekið hann.“ En það er fjöldinn sem kaus Joe Biden í forsetakosningunum 2020. Hún minntist á Rebúblikana og fyrrum samstarfsmenn Trumps sem vildu að hún yrði næsti forseti, ekki hann. 

Þá hvatti hún fólk til að fara á kosningafundi Trumps til að sjá að þeir væru svo langdregnir og leiðinlegir að fólk færi snemma. Þetta lagðist gríðarlega illa í Trump sem fór, blindaður af eigin hégóma, að þvertaka fyrir að fólk yfirgæfi kosningafundi hans snemma, í stað þess að svara spurningu þáttarstjórnenda um útlendingamál.

Á þennan hátt tókst Harris að fá Trump til að hætta að tala um málefnin sem til umræðu voru. Í staðinn eyddi forsetinn fyrrverandi tíma í langa útúrdúra um eitthvað sem skipti litlu sem engu máli og lét hann líta illa út. Hann fór til dæmis mikinn um það að innflytjendur frá Haítí hefðu gerst uppvísir að því að borða gæludýr í Springfield í Ohio-fylki. Þáttarstjórnenedur leiðréttu hann og sögðu að ekkert benti til þess að þetta hefði átt sér stað.

Annað yfirvegað, hitt ekki

Trump varði sig og eyddi tíma í að útskýra fyrri ummæli og aðferðir sínar í stað þess að ræða málefnin sem fyrir hendi voru. Yfirvegunin fauk lönd og leið. Hann hækkaði róminn og hristi hausinn. 

Harris á hinn bóginn hélt sér yfirvegaðri. Meðan Trump talaði mátti sjá hana glotta eða hlæja að honum. Hún lyfti augabrúnunum til að miðla undrun sinni á sumum ummælunum. Svipbrigðin voru oft yfirlætisfull. Það var slökkt á míkrófóni hennar á meðan Trump talaði, en það hefði ekki þurft að vera kveikt á honum. Harris tókst vel að koma skilaboðum fram án hans. Trump var langt frá því að vera eins léttur í lund þegar mótherji hans talaði og yggldi sig.

Samkvæmt gögnum frá New York Times eyddi Harris talsvert lengri tíma í að sækja að andstæðingi sínum. Trump talaði í 43 mínútur, þar af fóru tæpar 13 í að ráðast á Harris. Hún talaði skemur, í tæpar 38 mínútur, en eyddi 17 og hálfri mínútu í árásir. Þessar tölur voru allt öðruvísi þegar Trump rökræddi við Joe Biden í júní. Þá eyddi Biden langtum minni tíma í að sækja að Trump en öfugt.

Kjósa
48
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu