Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Harris lagði gildrur og Trump gekk í þær

Í kapp­ræð­un­um milli banda­rísku for­setafram­bjóð­end­anna í gær­kvöldi tókst Kamölu Harris, fram­bjóð­anda Demó­krata, að slá Re­públi­kan­ann Don­ald Trump út af lag­inu, oft með því að gera grín að hon­um. Fréttamið­ill­inn CNN skrif­ar að Harris hafi ögr­að Trump næst­um all­ar kapp­ræð­urn­ar og að Trump hafi tek­ið beit­unni í hvert skipti

Harris lagði gildrur og Trump gekk í þær
Þrátt fyrir að eftir kappræðurnar hafi Trump strax lýst því yfir að hann hafi staðið sig frábærlega virðist álit flestra vera að Harris hafi náð að snúa kappræðunum sér í vil. Mynd: AFP

Í gærkvöldi fóru fram fyrstu, og mögulega einu, kappræðurnar milli bandarísku forsetaframbjóðendanna fram. Þar tókust á Kamala Harris, frambjóðandi Demókrata og varaforseti landsins, og Donald Trump, frambjóðandi Repúblikana og fyrrverandi forseti.

Kappræðnanna, sem fóru fram á fréttastöðinni ABC, hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Þetta var í fyrsta skiptið sem Harris og Trump hittust til augliti til auglitis.

Stuttu eftir að útsendingu lauk kallaði framboð Harris strax eftir öðrum kappræðum milli keppinautanna. Trump hefur sagst ætla að hugsa málið. Ef til vill er það lýsandi fyrir það hvernig frambjóðendunum tveimur fannst þau standa sig hvort um sig.

Þrátt fyrir að eftir kappræðurnar hafi Trump strax lýst því yfir að hann hafi staðið sig frábærlega virðist álit flestra vera að Harris hafi náð að snúa kappræðunum sér í vil. En hvernig fór hún að því að mála Trump út í horn?

Sagði fólki leiðast á kosningafundum Trumps

Blaðamenn hjá New York Times halda því fram að herkænska Harris í kappræðum gærkvöldsins hafi falist í mjög árangursríkri árás hennar á sjálfsálit hans. Í stað þess að hjóla í sakaskrá Trumps, stefnumál eða eldfim ummæli ákvað hún að gera grín að honum. 

Hún vakti til máls að fólki leiddist á illa sóttum kosningafundum hans. Hún sagði að þjóðarleiðtogar kölluðu hann skammarlegan. Þá hélt hún því fram að viðskiptaveldi Trumps væri föður hans að þakka. Trump brást ókvæða við eyddi stórum hluta kappræðnanna í vörn.

Í kappræðunum milli Biden og Trumps í júní hafði fyrrverandi forsetinn greinilega yfirhöndina yfir eftirmanni sínum. Biden var hrumur og gleymdi sér auðveldlega. Í gær var það þó Trump sem var eldri og þreyttari aðilinn á sviðinu.

Fréttamiðillinn CNN skrifar að Harris hafi ögrað Trump næstum allar kappræðurnar og að Trump hafi tekið beitunni í hvert skipti. Næstum hvert tilsvar Harris var skreytt með ummælum sem voru til þess gerð að reita Trump til reiði og koma honum úr jafnvægi. Hún sagði meðal annars að aðrir þjóðarleiðtogar væru að hlæja að honum og að Pútín Rússlandsforseti myndi borða hann í hádegismat.

Harris hélt því einnig fram að 81 milljón Bandaríkjamanna hefði „rekið hann.“ En það er fjöldinn sem kaus Joe Biden í forsetakosningunum 2020. Hún minntist á Rebúblikana og fyrrum samstarfsmenn Trumps sem vildu að hún yrði næsti forseti, ekki hann. 

Þá hvatti hún fólk til að fara á kosningafundi Trumps til að sjá að þeir væru svo langdregnir og leiðinlegir að fólk færi snemma. Þetta lagðist gríðarlega illa í Trump sem fór, blindaður af eigin hégóma, að þvertaka fyrir að fólk yfirgæfi kosningafundi hans snemma, í stað þess að svara spurningu þáttarstjórnenda um útlendingamál.

Á þennan hátt tókst Harris að fá Trump til að hætta að tala um málefnin sem til umræðu voru. Í staðinn eyddi forsetinn fyrrverandi tíma í langa útúrdúra um eitthvað sem skipti litlu sem engu máli og lét hann líta illa út. Hann fór til dæmis mikinn um það að innflytjendur frá Haítí hefðu gerst uppvísir að því að borða gæludýr í Springfield í Ohio-fylki. Þáttarstjórnenedur leiðréttu hann og sögðu að ekkert benti til þess að þetta hefði átt sér stað.

Annað yfirvegað, hitt ekki

Trump varði sig og eyddi tíma í að útskýra fyrri ummæli og aðferðir sínar í stað þess að ræða málefnin sem fyrir hendi voru. Yfirvegunin fauk lönd og leið. Hann hækkaði róminn og hristi hausinn. 

Harris á hinn bóginn hélt sér yfirvegaðri. Meðan Trump talaði mátti sjá hana glotta eða hlæja að honum. Hún lyfti augabrúnunum til að miðla undrun sinni á sumum ummælunum. Svipbrigðin voru oft yfirlætisfull. Það var slökkt á míkrófóni hennar á meðan Trump talaði, en það hefði ekki þurft að vera kveikt á honum. Harris tókst vel að koma skilaboðum fram án hans. Trump var langt frá því að vera eins léttur í lund þegar mótherji hans talaði og yggldi sig.

Samkvæmt gögnum frá New York Times eyddi Harris talsvert lengri tíma í að sækja að andstæðingi sínum. Trump talaði í 43 mínútur, þar af fóru tæpar 13 í að ráðast á Harris. Hún talaði skemur, í tæpar 38 mínútur, en eyddi 17 og hálfri mínútu í árásir. Þessar tölur voru allt öðruvísi þegar Trump rökræddi við Joe Biden í júní. Þá eyddi Biden langtum minni tíma í að sækja að Trump en öfugt.

Kjósa
48
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
2
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.
Alls konar fólk sem þarf aðstoð: „Það getur eitthvað komið fyrir hjá öllum“
6
FréttirJólin

Alls kon­ar fólk sem þarf að­stoð: „Það get­ur eitt­hvað kom­ið fyr­ir hjá öll­um“

Fjöl­breytt­ur hóp­ur sæk­ir matarað­stoð fyr­ir jól­in en út­lit er fyr­ir að svip­að marg­ir þurfi á slíkri að­stoð að halda í ár og í fyrra, um 4.000 heim­ili ef lit­ið er til að­stoð­ar Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar og Mæðra­styrksnefnd­ar. Há leiga eða há­ar af­borg­an­ir eru að sliga marga sem þurfa að sækja sér að­stoð.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár