Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Langar raðir daglega inn á Selfoss og þrjú ár í brúna

Sel­fyss­inga er far­ið að lengja eft­ir brú sem Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son lof­aði þeim að yrði klár í síð­asta lagi á þessu ári en ekk­ert ból­ar á og út­lit er fyr­ir að hún verði ekki klár fyrr en í fyrsta lagi haust­ið 2027. Bæj­ar­stjórn Ár­borg­ar seg­ir mál­ið áríð­andi.

Langar raðir daglega inn á Selfoss og þrjú ár í brúna
Ölfusárbrú Umferð á hringveginum á Suðurlandi jókst um 3,4% á milli ágústmánaða síðasta árs og ársins í fyrra. Hún jókst um 10,7% á milli ágústmánaða 2022 og 2023. Stór hluti þeirra sem keyra hringveginn á Suðurlandi fara um Ölfusárbrú. Mynd: Golli

Bæjarstjórn Árborgar skoraði á miðvikudag á Vegagerðina og ríkisstjórnina að ljúka samningum um nýja Ölfusárbrú og tryggja fjármögnun án tafar. Í bókun á fundi ráðsins segir áríðandi að ráðist sé í gerð brúarinnar því þjóðvegurinn í gegnum Selfoss anni ekki núverandi umferð.

„Langar raðir liggja daglega upp að hringtorgi við Biskupstungnabraut og meðfram Austurvegi þar sem umferð er á leið í vesturátt,“ segir í bókuninni.

„Ný Ölfusárbrú bætir umferðarflæði og umferðaröryggi í og við Selfoss. Gera má ráð fyrir að uppbygging nýrrar brúar taki um þrjú ár og því er nauðsynlegt að framkvæmdir hefjist í haust.“

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og þáverandi samgönguráðherra, lofaði því fyrir síðustu þingkosningar að framkvæmdum við brúna yrði lokið annaðhvort í lok árs 2023 eða á árinu 2024. Það hefur ekki gengið eftir. 

Stefna á að framkvæmdum ljúki 2027

Í svari innviðaráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar um stöðuna á Ölfusárbrú segir að útboði vegna framkvæmda við hana sé lokið. 

„Vinna við frágang samninga vegna framkvæmda og fjármögnunar er yfirstandandi. Búast má við því að þeirri vinnu ljúki innan skamms,“ segir í svarinu. Þar kemur jafnframt fram að framkvæmdir við brúna verði fjármagnaðar sem samvinnuverkefni, á grunni laga um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir. Stefnan er að framkvæmdum ljúki haustið 2027.

Umferð á hringveginum á Suðurlandi jókst um 3,4% á milli ágústmánaða síðasta árs og ársins í fyrra. Hún jókst um 10,7% á milli ágústmánaða 2022 og 2023. Stór hluti þeirra sem keyra hringveginn á Suðurlandi fer um Ölfusárbrú.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár