Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Þrjár konur ráðnar fréttastjórar á Heimildinni

Breyt­ing­ar eru á rit­stjórn Heim­ild­ar­inn­ar. Mar­grét Marteins­dótt­ir og Ragn­hild­ur Þrast­ar­dótt­ir hafa ver­ið ráðn­ir frétta­stjór­ar Heim­ild­ar­inn­ar. Erla Hlyns­dótt­ir verð­ur frétta­stjóri vefs­ins.

Þrjár konur ráðnar fréttastjórar á Heimildinni
Fréttastjórar Margrét Marteinsdóttir, Ragnhildur Þrastardóttir og Erla Hlynsdóttir. Mynd: Golli

Margrét Marteinsdóttir og Ragnhildur Þrastardóttir hafa verið ráðnir fréttastjórar Heimildarinnar. Erla Hlynsdóttir verður fréttastjóri vefsins. Allar hafa þær verið starfandi blaðamenn á ritstjórn Heimildarinnar. 

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Heimildarinnar og Helgi Seljan er rannsóknarritstjóri. Ráðning fréttastjóra er liður í endurskipulagningu á ritstjórn Heimildarinnar.

Þórður Snær Júlíusson lét af störfum sem annar ritstjóri Heimildarinnar í lok sumars. 

Margrét og Ragnhildur fréttastjórar

Margrét Marteinsdóttir hefur mikla reynslu af fjölmiðlum. Hún hóf ferilinn árið 1997. Fyrst vann hún í 16 ár hjá á RÚV, meðal annars sem varafréttastjóri útvarps- og sjónvarps, yfirmaður íþróttadeildar og stýrði dægurmáladeild fréttastofu RÚV þar sem hún hafði yfirumsjón með fimm útvarpsþáttum: Morgun- og Síðdegisútvarpinu á Rás 2, Speglinum, Vikulokunum og Hádegisútvarpinu. Margrét var um tíma dagskrárstjóri Rásar 1 og Rásar 2. Hún hóf störf á Stundinni árið 2021 og hefur verið hluti af Heimildinni frá stofnun miðilsins. 

Fyrr á árinu fékk hún blaðamannaverðlaun fyrir viðtal ársins við Gyrði Elíasson. Áður var hún hluti af fjögurra manna teymi Stundarinnar sem hlaut blaðamannaverðlaun árið 2019 fyrir umfjöllun ársins um hamfarahlýnun. 

Árið 2014 skrifaði hún bókina Vakandi veröld – ástaróður, sem er handbók með leiðbeiningum fyrir fólk um hvernig er hægt að lifa í sátt við náttúruna í hringiðu neyslusamfélagsins.   

Ragnhildur Þrastardóttir lauk meistaragráðu í blaðamennsku frá Columbia háskóla vorið 2023, þar sem áhersla var lögð á rannsóknarblaðamennsku, fréttaskrif og hljóðvinnslu. Áður hafði hún lokið B.A. gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. 

Hún steig sín fyrstu skref sem blaðamaður á Stúdentablaðinu árið 2016, hóf störf sem blaðamaður og kvöldfréttastjóri á Morgunblaðinu og mbl.is árið 2018 og færði sig yfir á Heimildina árið 2023. Hún sigraði í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjar raddir, og vorið 2024 kom út hennar fyrsta bók, Eyja. 

Erla veffréttastjóri

Erla Hlynsdóttir hóf störf sem blaðamaður árið 2007 á DV og hefur síðan unnið til að mynda á Vísir.is, Stöð 2, Bylgjunni og Fréttatímanum, auk þess að ritstýra bæjarblöðum. Erla var einnig fréttastjóri og síðar aðstoðarritstjóri DV. 

Erla hefur tvisvar verið tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Íslands, annars vegar fyrir rannsóknarblaðamennsku vegna skrifa um eftirlaunafrumvarp þingmanna og hins vegar fyrir viðtal ársins vegna viðtals við Elísabetu Ronaldsdóttur um ofbeldi í nánu sambandi.

Hún er með BA-gráðu í félags- og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og leggur stund á meistaranám í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun við Háskólann á Bifröst. Hún hefur einnig lokið námslínunni Stafræn markaðssetning og viðskipti á netinu í Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík.

Erla er einnig þekkt fyrir að hafa í þrígang lagt íslenska ríkið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu þar sem tekist var á um tjáningarfrelsi. Vegna baráttu sinnar fyrir tjáningarfrelsi fékk hún húmanistaviðurkenningu frá Siðmennt og hugrekkisviðurkenningu frá Stígamótum.

Árið 2021 kom út bókin 11.000 volt - þroskasaga Guðmundar Felix, sem Erla skrifaði.

Vikuleg prentútgáfa 

Heimildin kemur út í vikulegri prentútgáfu og birtir daglegar fréttir á Heimildin.is. Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallups lesa 15,5% landsmanna hvert tölublað Heimildarinnar.

Kjósa
63
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Svona græddu allir bankarnir milljarða
6
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár