Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Vitni lýsir aðstæðum á vettvangi í Neskaupsstað

Kona í Nes­kaups­stað sá mann ganga inn til hjóna sem fund­ust lát­in á heim­ili sínu. „Við sáum þenn­an mann labba inn.“ Þeg­ar hún heyrði dynk hlustaði hún eft­ir skýr­ing­um.

Vitni lýsir aðstæðum á vettvangi í Neskaupsstað
Neskaupstaður Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Mynd: Shutterstock

„Í gærkvöldi heyrði ég umgang hjá þeim. Þetta var svona korter í sjö. Við verðum vitni að því að það er einhver sem labbar inn í húsið.“

Kona sem kölluð var í vitnaskýrslu hjá lögreglu fyrr í dag vegna lögreglumáls í Neskaupsstað lýsir aðstæðunum svona. Fyrr í dag var greint frá því að hjón í bænum hefðu fundist látin að heimili sínu við Strandgötu. Bifreið hjónanna mun hafa horfið. Rannsókn málsins stendur yfir. 

Það var um hálf eitt í dag sem lögreglu bárust tilkynningar því íbúar í bænum höfðu áhyggjur af hjónunum. Þegar lögreglu bar að garði voru hjónin látin. Aðstæður á vettvangi bentu til saknæms athæfis, samkvæmt upplýsingum sem bárust frá lögreglustjóranum á Austurlandi í kvöld. Umfangsmiklar aðgerðir áttu sér stað í kjölfarið, en við eftirgrennslan og handtöku grunaðs naut lögreglan á Austurlandi liðsinnis lögreglunnar á höfðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurlandi, auk sérsveitar ríkislögreglustjóra og þyrlusveitar Landhelgisgæslu. Í kjölfar …

Kjósa
48
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Dalila Ubillus skrifaði
    Que dolor y que trajedia me siento muy 😢 triste tan jóvenes tenía una vida por delante
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár