„Þetta er árás á landið“

Jón Sig­ur­jóns­son, Hús­vík­ing­ur á ní­ræðis­aldri, seg­ir jarð­vinnslu í Salt­vík­ur­hlíð­um vera árás á land­ið. Þar hef­ur mó­lendi hef­ur ver­ið rist upp til að rækta kol­efn­is­skóg. „Hús­vík­ing­ar fengu eng­ar upp­lýs­ing­ar um hvað var á seyði þarna,“ seg­ir hann.

„Þetta er árás á landið“
Jón Sigurjónsson við umrætt landsvæði. „Við erum hérna í nokkra áratugi. Þessi kynslóð sem er hérna hún hefur ekkert leyfi til að eyðileggja svona vel gróið og algróið land,“ segir hann. Mynd: Áskell Jónsson

Mikil umræða hefur verið síðustu daga um ástand á stóru landi ætlað skógrækt fyrir ofan Saltvík sunnan við Húsavík. Þar stendur til að rækta þar 290 þúsund tré á 160 hektara svæði. Nú þegar hefur jarðvinnsla farið fram á 97 hektörum.

Landið var mjög gróið og rista þurfti því upp til að komast í moldina til gróðursetningar. Þetta hefur sætt talsverðri gagnrýni.

„Þetta er árás á landið, hreinlega. Það er ekkert hægt að nefna það öðru nafni,“ segir Jón Sigurjónsson sem er Húsvíkingur á miðjum níræðisaldri. Hann hefur sótt landsvæðið heim frá því hann var barn og þekkir vel til.

Jón segir að skera hafi þurft landið í sundur, í gegnum þykka gróðurþekju til að koma plöntum í moldina. Þessu líkir Jón við rassíu.  „Þeir þurftu að gera rásir til að koma plöntunum niður í mold. Annars hefðu þær kafnað í gróðri.“ Hann veltir því fyrir sér hvort betra hefði …

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (14)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þóra Gunnarsdóttir skrifaði
    Getur þetta Yggdrasill Carbon fólk ekki lagað þetta eins og hægt er og tekið burt þetta Rússalerki?
    1
  • Valdimar Heimir Lárusson skrifaði
    Þarna virðist leyfilegt að plægja upp og eyðileggja gróðurlendi án þess að nokkur lyfti fingri. Á sama tíma verður allt vitlaust þegar einhver spólar í hringi á sprengisandi og ef í hann næst liggja við sektir. Ég er ekki að mæla utanvegaakstri bót en ég held að glæpurinn í Saltvík sé miklu verri.
    3
  • GG
    Guðmundur Guðmundsson skrifaði
    Yggdrasill er fyrirtæki í grænþvotti og ekki hægt að búast við neinu öðru frá þeim en hvað með sveitarstjórnina. Ber hún ekki ábyrgð? Þau hunsuðu álit sérfræðinga og sömdu við þvottamaskínu um nákvæmlega þessa framkvæmd. Hvað hugsa kjósendur þeirra?
    3
  • ETK
    Eysteinn T. Kristinsson skrifaði
    Hvaða væl er þetta eiginlega? Þetta hverfur allt undir skóg hvort sem er. Það er eins og enginn megi gera neitt lengur.
    Þetta er ekki nálægt sama leveli og vitleysan þegar það átti að bjarga heiminum með því að sturta trjákurli í sjóinn.
    -3
    • GG
      Guðmundur Guðmundsson skrifaði
      Er það sérstakt réttlætismál að mega sólunda fjármunum í e-ð rugl og skemma umhverfið í leiðinni? Ertu nokkuð í sveitarstjórn e-s staðar?
      4
  • Jóhanna Garðarsdóttir skrifaði
    Grein eftir Önna Guðrúnu Þórhallsdóttur, Prófessor Landbúnaðarháskóla Íslands
    Athyglinar verð lesnig þrátt fyrir að hafa verið skrifuð fyrir 6 árum.
    https://www.bbl.is/skodun/lesendaryni/skograekt-%E2%80%93-er-hun-retta-framlag-islands-til-loftslagsmala
    2
  • Jóhanna Garðarsdóttir skrifaði
    Hefur einhver reiknað hvað íslenskur heiðargróður losar mikið af koltvísýringi á hálfri öld???
    Mæli með að lesa grein um hvort það sé réttmæti að rækta skóga á norðurslóðum: https://www.bbl.is/skodun/lesendaryni/skograekt-%E2%80%93-er-hun-retta-framlag-islands-til-loftslagsmala
    3
    • GG
      Guðmundur Guðmundsson skrifaði
      Mjög athyglisverð grein.

      Í niðurlagi segir: "Vegna þess sem að ofan greinir verður að endurskoða þær hugmyndir að planta skógi á Íslandi til að vinna á móti hlýnun jarðar – hið sanna er trúlega að hún gerir þvert hið öfuga – AÐ SKÓGRÆKT Á NORÐURSLÓÐUM, ÞAR Á MEÐAL ÍSLANDI, LEIÐI TIL AUKINNAR HLÝNUNAR JARÐAR [leturbreyting GG]."

      Ég reikna ekki með að eigendur Yggdrasils hafi af þessu minnstu áhyggjur - á með þeir fá borgað og sennilega kemur ekkert af viti frá sveitarstjórninni í ljósi þess hverjir skipa meirihlutann.
      4
  • PS
    Pétur Sigurgunnarsson skrifaði
    Jón Logi, eigendur Yggdrasill carbon eru David Jakob Blumer fæddur 1968 og er skráður fyrir 28,33% hlutafjár og Hilmar Gunnlaugsson fæddur 1969 og er skráður fyrir 28,33% hlutafjár.
    Það er á huldu hver á 43,34%
    3
    • GG
      Guðmundur Guðmundsson skrifaði
      Hvernig tengist þessi mannskapur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki sem mynda meirihlutann?
      1
    • KB
      Kristinn Björnsson skrifaði
      Hver á landið þar sem þetta hervirki gegn náttúrinni var unnið á?
      1
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Mér finnst vanta í þessa frétt grunn upplýsingar. T.d. hverjir eru eigendur Yggdrasill carbon sem munu væntanlega hagnast á hervirkinu þegar þar að kemur. Hver á umrætt land , er það í eigu fyrirtækisins eða er það í eigu sveitarfélagsins, eða annarra og fengu þeir afnotarétt á landinu. Þessar upplýsingar hefðu gjarnan mátt koma fram.
    9
  • Þóra Gunnarsdóttir skrifaði
    Miklir snillingar þarna hjá Yggdrasil.
    0
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Tuddar þessi Yggdrasil drasli.
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ragnhildur Helgadóttir
2
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
4
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
5
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.
Ragnhildur Helgadóttir
7
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
8
Fréttir

Hita­fund­ur þar sem kos­ið var gegn van­traust­stil­lögu á hend­ur for­manni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
7
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár