Vikurinn fari á færiböndum að Alviðruhömrum

Í sum­ar hafa far­ið fram at­hug­an­ir á því hvort að svæð­ið við Al­viðru­hamra í Álfta­veri í Skaft­ár­hreppi sé fýsi­legt til bygg­ing­ar út­flutn­ings­hafn­ar. Yrði hún nýtt til út­flutn­ings á vikri úr áform­aðri risa­námu þýsks fyr­ir­tæk­is á Mýr­dalss­andi. Mýr­dals­hrepp­ur hef­ur einnig lýst áhuga á að fá slíka höfn.

Vikurinn fari á færiböndum að Alviðruhömrum
Alviðruhamrar Viti hefur staðið á Alviðruhömrum í Álftaveri frá því við lok þriðja áratugar síðustu aldar. Frá honum er spotti niður að flæðamálinu og úr honum má sjá lengst út í hafsauga. Mynd: Google Photos

„Í tengslum við umfangsmikla efnistöku við Hafursey á Mýrdalssandi hafa komið fram hugmyndir um útflutningshöfn við Alviðruhamra innan Skaftárhrepps. Efni yrði þá flutt frá Hafursey að Alviðruhömrum eftir vinnuvegum eða með færibandi án þess að þungaumferð færi um almenna þjóðvegi. Enn er margt óljóst um endanlega útfærslu en Skaftárhreppur telur þetta áhugaverða framkvæmd og er fylgjandi því að þessi valkostur sé rannsakaður frekar og þróaður áfram af framkvæmdaraðila.“

Þessa klausu má finna í greinargerð með tillögu að nýju aðalskipulagi Skaftárhrepps sem nú er í auglýsingu. Skaftárhreppur er ekki eina sveitarfélagið sem slær ekki hendinni á móti könnun á hafnargerð vegna stórtækrar námuvinnslu sem áformuð er á Mýrdalssandi.

Þýskt fyrirtæki, EP Power Minerals, ætlar sér að hefja umfangsmikið vikurnám við Hafursey á Mýrdalssandi og hefur verkefnið þegar farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum. Náman yrði innan Mýrdalshrepps og fyrsti valkostur Þjóðverjanna er að flytja hundruð þúsunda tonna af vikri ár hvert á flutningabílum eftir þjóðvegum til Þorlákshafnar og þaðan með skipi á sementsmarkaði í Evrópu.

Vinnslu þessari myndu fylgja gríðarlegir flutningar og ef þeir færu um vegi myndu vegfarendur á leiðinni frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar mæta flutningabíl á hálftíma fresti. Það er þó ögn skárra en fyrstu áform hljóðuðu upp á en þá hefðu stefnumótin verið á korters fresti.

Hvorki Vegagerðinni né sveitarfélögunum á flutningsleiðinni hugnast þetta og voru meðal fjölmargra umsagnaraðila í umhverfismatsferlinu sem á það bentu.

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps opnaði á þeim vettvangi á viðræður við fyrirtækið um hafnargerð nær hinni áformuðu risanámu. „Sveitarstjórn mælist til þess að fyrirkomulag starfseminnar verði endurskoðað og þess í stað gert ráð fyrir að vikrinum verði skipað af ströndinni sunnan við námusvæðið. Sveitarfélagið lýsir sig reiðubúið til viðræðna um hafnargerð,“ sagði í umsögn sveitarfélagsins.

Og svar Þjóðverjanna: „Framkvæmdaraðili er í virkri athugun á hafnarmöguleikum í nágrenninu og er þakklátur fyrir stuðning heimamanna og Vegagerðarinnar í þeirri athugun.“

Athuganir hófust í sumar

En fleiri sýna nú áhuga á stórskipahöfn – sem þó er alls ekki víst að verði ofan á enda miklum mun ódýrara að flytja vikurinn með stórum flutningabílum eftir þjóðvegum í almannaeigu heldur en að byggja nýja höfn og það á svæði þar sem framburður og landrof eru þekkt öfl.

„Alviðruhamrar náðu langt út í sjóinn þegar ég var barn“
Bjarni Sigurðsson,
í grein í Heima er bezt árið 1957.

„Hugmyndin um þessa staðsetningu kom fram í framhaldi af athugasemdum varðandi efnisflutninga til Þorlákshafnar og áhuga Mýrdalshrepps á að koma upp hafnaraðstöðu,“  segir Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Skaftárhrepps, spurður um hin spánýju tíðindi sem fram eru dregin í greinargerð aðalskipulagstillögunnar. „Svæðið við Alviðruhamra kann að vera áhugavert í þessu skyni og hófust athuganir í sumar eftir samtal við heimamenn.“  

Einar Kristján segir verkfræðinga á vegum framkvæmdaaðila vera að meta fýsileikann og mögulega staðsetningu en ekkert liggi fyrir á þessu stigi. Spurður hvort einhverjir fleiri gætu nýtt hina miklu höfn, ef af henni verður, svarar Einar Kristján því til að ekkert hafi komið fram um áhuga annarra farmflytjenda. „Enda þessi lausn ekki verið í umræðu fyrr en hún er sett fram nú til kynningar við upphaf skoðunar.“ 

Hann segir að gert sé ráð fyrir að frumathugun og fyrsta mati á kostnaði ljúki í vetur.

Rekaviður, veðursæld og hverfið sem hvarf

Nafnið Alviðruhamrar er ekki þekktast þeirra fjölmörgu kennileita sem finna má innan sveitarfélaganna undir jöklum Suðurlands enda sjást þeir ekki frá þjóðveginum líkt og mörg hinna sem njóta gífurlegra vinsælda ferðafólks. Sjávarhamrar þessir eru á ströndinni í Álftaveri vestan Kúðafljótsóss og eru því innan Kötlu jarðvangs. Áður fyrr hefur sjórinn náð að þeim en hinir miklu kraftar náttúrunnar á þessum slóðum, framburður og landbrot, hafa breytt því í tímans rás.

SjávarhamrarAlviðruhamrar, mynd úr Náttúrufræðingnum árið 1995.

Í Tímariti Verkfræðingafélags Íslands árið 1966 er fjallað um Alviðruhamra og sagt þá hafa myndast við brot framan af forsögulegu hrauni. Líklega hafi hraun það runnið við lægri sjávarstöðu en nú er. Svo fer þessi lýsing:

„Vestan við Kúðafljótsós liggur gamalt eftirísaldarhraun sem nær út að og út undir sjó á um 10 km kafla. Fyrr meir náði það að sjó á öllum þessum kafla og myndaðist þá sjávarhamar við hraunið. Brún hans er vestan til 10-18 m há en lækkar talsvert austur. Nú nær sjór aðeins á 1-1,5 km kafla að hrauninu sjálfu en austan við þann stað er komin um 500 m breið sandræma framan við hraunhamarinn. Þessi sandræma er sýnd á korti Herforingjaráðsins sem mælt var 1904 og gefið út 1905 og er ekki hægt að sjá að hún sé í neinu frábrugðin því sem nú er, eftir 60 ár.“

Þótt Alviðruhamrar séu faldir þeim sem fara landleiðina um svæðið sjást þeir vel frá hafi. Sjómerki var enda komið á hlaðna steinvörðu á hömrunum á fyrstu árum síðustu aldar – líklega töluvert fyrr. Einnig var þar að finna sæluhús og slíkt er þar enn. Árið 1929 var kominn viti sem enn lýsir sjófarendum. Var hann reistur á Hádegisskeri, austast á hömrunum.

En hvaðan kemur þetta nafn, Alviðruhamrar? Um það hafa verið skiptar skoðanir líkt og hér að neðan má sjá.

Sagnir gamalla manna

Árið 1957 birtist grein eftir Bjarna Sigurðsson í tímaritinu Heima er bezt undir fyrirsögninni Rekmálið eða plankamálið. Í henni fjallar hann um eitt sinn gjöfular rekafjörur Skaftafellssýslna. Skrifar hann að Alviðruhamrar hafi hlotið nafn sitt af fjöru, sem hét Alviðra. Sú fjara hafi verið vestan við hamrana og áður verið orðlögð fyrir hve reksæl hún var. „Gamlir menn sögðu að hún hefði fengið nafnið af því að hún hefði svo oft verið alþakin viði,“ skrifar Bjarni en bætir við að nafnið sé að finna víðar um land að og orðabókarhöfundurinn Sigfús Blöndal segi það þýða veðursæld.

„Alviðruhamrar náðu langt út í sjóinn þegar ég var barn fyrir um það bil 80 árum,“ skrifar Bjarni í Heima er bezt á sjötta áratug síðustu aldar. „Þá náði fjaran að hömrunum, sitt hvoru megin, þó háfjara væri. Nú hefur aðburður af sandi og sandfok fært landið svo mikið út að skeiðríða má um háflóð neðan undir hömrunum. Þetta sýnir að á hinni hafnlausu, löngu strönd fyrir Suðurlandi verða margar breytingar sem sjávargangur, eldgos, jökulár og sandfok veldur.“  

Nafn ættað frá Noregi

Í Lesbók Morgunblaðsins tveimur árum síðar eða árið 1959 er einnig fjallað um nafngiftina og sagt að nafnið Alviðra sé komið frá Noregi. Taldar eru upp þrjár „Alviðrur“ á Íslandi, bærinn Alviðra í Ölfusi undir Ingólfsfjalli, Alviðra í Dýrafirði „og hin þriðja hefir verið í landnámsbyggðinni á Mýrdalssandi því að þar við sjóinn heita enn Alviðruhamrar“.

Rúmum áratug fyrr hafði einnig verið fjallað um svæðið í Lesbók Morgunblaðsins. „Sú er sögn, að norðv. af Álftaveri hafi verið bygð, sem kölluð var Dynskógahverfi, en eyddist í Kötluhlaupi um 900,“ sagði í þeirri grein. „Þar eru nafngreindir nokkrir bæir, og einn af þeim hjet Alviðra. Og enn í dag heita Alviðruhamrar á sundunum fram af Álftaveri.“

Um Dynskóga og Dynskógahverfi hafði verið fjallað í tímaritinu Blöndu árið 1918. Í greininni Eyðibýli í Álptaveri segir: „Dynskógar voru í norðvestur af Herjólfsstöðum, mikill bær og hverfið um kring nefnt Dynskógahverfi. Þar eru nú skerhólar, holir innan. Ekkert sér þar nú til rústa.“

Og enn eina áhugaverðu klausuna má finna í auglýsingu frá trésmiðju Kaupfélags Árnesinga í Vikunni árið 1963: „Þjóðsagan segir frá 200 hurðum á járnum að Laufskálum, Dynskógahverfi, er þá þar líklega stærsta hús á Íslandi.“

AlviðruhamrarFerðamaður skoðar vitann við Alviðruhamra.

Björn Sigfússon skrifar með tilþrifum um Dynskógahverfið í Ársriti Skógræktarfélags Íslands árið 1943: „Á syðstu sléttu landsins hét að fornu Dynskógahverfi með fosslausum ám frá jökli að sæ, vindgnúnum hæðum og landbrotsgeirum aurvatnanna, umleiknum til skiptis af hornsperringi og fjallriða og stundum jökulhlaupum. Dynskógar blómguðust samt. Þar byggðu kynslóðir fleygra og ófleygra gesta og síðast menn. Um aldir þaut í stormi í strengjum ánna, dundi í birkilundum og fuglar áttu hreiður sín kyrr í hrikavöxnum trjám.“

Hann segir jökulhlaup hafa leikið svæðið grátt í gegnum aldirnar og lagt byggðina í eyði. Á 17. öld hafi fimm bæjarrústir verið þar þekktar.

Jökulárnar og eldgos í Kötlu og tengdum gosstöðvum hafa líkt og að undan er rakið mótað og myndað landið undan jöklunum á Suðurlandi. Frá Eldgjá norðaustur af Mýrdalsjökli, sem myndaðist í stórgosi er hófst árið 939, runnu til að mynda mikil hraun sem þekja um 800 ferkílómetra lands. Hraunin runnu allt að 70 kílómetra leið, og er talið að aðalhraunstraumarnir hafi verið þrír. Sá syðsti er talinn hafa runnið um farveg Hólmsár og í sjó fram við Alviðruhamra vestur af Álftaveri.

Svo gæti farið að vikur, sem myndast hefur í gosum Kötlu í aldanna rás, komi til með að renna að Alviðruhörmum – jafnvel á færiböndum.

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
1
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
4
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
6
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
8
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár