Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Mjög óhugnanlegt ástand“ í borgum og bæjum í Englandi

For­sæt­is­ráð­herra Bret­lands hef­ur á ný boð­að til neyð­ar­fund­ar í kvöld vegna óeirð­anna sem breiðst hafa út um land­ið síð­ustu daga. Þær bein­ast gegn hæl­is­leit­end­um og inn­flytj­end­um, einkum mús­lím­um. „Þetta er mjög óhugn­an­legt ástand,“ seg­ir Katrín Snæ­dal Húns­dótt­ir sem býr í ná­grenni Hull. Hún seg­ir þetta al­var­leg­ustu óeirð­ir sem þar hafi geis­að þau 20 ár sem hún hef­ur bú­ið í land­inu.

„Mjög óhugnanlegt ástand“ í borgum og bæjum í Englandi
Óöld í bæjum og borgum í Bretlandi Mynd: AFP/Anadolu

Gríðarlegar óeirðir hafa geisað í mörgum borgum og bæjum á Bretlandi síðustu daga. Bylgju ofbeldisins má rekja til árása hægriöfgahópa sem beinast gegn innflytjendum og hælisleitendum, einkum múslimum. Hafa árásir meðal annars verið gerðar á hús þar sem hælisleitendur dvelja. Um það bil 400 manns hafa verið handteknir síðustu daga og ríkisstjórnin hefur bætt við 500 fangelsisplássum til að bregðast við ástandinu. Víða hefur verið kveikt í bílum og byggingum og ráðist á bæði lögregluþjóna og gangandi vegfarendur. Forsætisráðherra Bretlands hefur boðað til neyðarfundar í kvöld vegna óaldarinnar í landinu. 

Hnífaárás gegn börnum kveikjan

Óeirðir brutust fyrst út í síðustu viku í kjölfar hnífaárásar sem varð þremur börnum að bana og særði átta á dansviðburði í Southport á norðvestanverðu Englandi. Árásarmaðurinn var Axel Rudakubana. Hann er á nítjánda ári, fæddur í Cardiff í Wales og sonur innflytjenda frá Rúanda. 

Greint var frá því síðdegis að öll börnin nema eitt sem lifðu árásina af en særðust í henni hafi verið útskrifuð af spítala. 

Daginn eftir árásina brutust út óeirðir á götum Southport, meðal annars fyrir framan mosku. Kveikt var í lögreglubifreið og nokkrir lögreglumenn særðust. Aukin harka færðist í mótmæli hægriöfgahópanna um helgina um allt Bretland og til þónokkurra átaka kom við lögreglu. Mótmælin voru skipulögð sem kröfugöngur gegn innflytjendum sem stofnað var til á samfélagsmiðlum. 

Ofbeldismennirnir hafa meðal annars kveikt í tveimur hótelum á mismunandi stöðum á Englandi – í bæjunum Rotherham og Tamworth– sem talið var að hýstu hælisleitendur sem enn voru í umsóknarferli. Í Rotherham brutust 700 manns inn á hótelið sem var kveikt í. Þá köstuðu þeir timbri og sprautuðu úr slökkviliðstækjum á lögregluna. 

Þá er maður á sextugsaldri í lífshættu eftir að hópur fólks réðst á hann í óeirðum í Belfast á Norður-Írlandi í gærkvöldi.  Verknaðurinn er talinn vera hatursglæpur.  Þar í borg köstuðu fleiri tugir mótmælenda múrsteinum og bensínsprengjum og kveiku í lögreglubíl. 

Mjög óhugnanlegt ástand“ 

Í mörgum borgum og bæjum blasti á sunnudag mikil eyðilegging við íbúum eftir óeirðir helgarinnar. Þannig var það í Hull en Katrín Snædal Húnsdóttir, hönnuður býr í Elloughton sem er skammt frá Hull. Katrín fór á tónlistarhátíð sem haldin var í Hull á laugardaginn. Hún segir að þegar hún kom þangað hafi fólk verið farið að safnast saman í miðbænum.  

„Ég var að fara á tónlistarhátíð sem haldin er árlega en þar fær ungt og hæfileikaríkt tónlistarfólk að spreyta sig á sviðinu. Hátíðin var við höfnina sem er bara um einn kílómetra frá miðbænum þar sem óeirðirnar brutustu út stuttu eftir að ég var komin á tónleikasvæðið.“

Ekkert þessu líkt gerst í 20 ár Katrín Snædal Húnsdóttir var í Hull á laugardaginn en þann dag voru þar miklar óeirðir. Hún hefur búið í Bretlandi í 20 ár og segist ekki muna eftir jafn alvarlegum óeirðum.

Hún segist hafa séð svartan reyk stíga upp á nokkrum stöðum í miðborginni og að hún hafi haldið sig frá torginu þar sem óeirðirnar fóru stigvaxandi. Það var líka einkennilegt að sjá allt þetta lögreglulið sem fór þarna um í stórum hópum. Vanalega eru lögreglumennirnir tveir og tveir saman. En það var mikill viðbúnaður því að mennirnir réðust á lögregluna. Þetta var mjög óþægilegt. En sem betur fer breiddust óeirðirnar ekki út fyrir torgið í miðborginni.

Hún segir að til að byrja með hafi þetta verið friðsæl mótmæli. Síðan hafi allt farið í bál og brand, bókstaflega því hópur öfgamanna bar eld að húsi sem hælisleitendur dvelja í. Allt virðist hafa farið úr böndunum og hópur fólks gekk berseksgang, kveikti í og braust inn í nokkrar verslanir á svæðinu. Ég sá myndband þar sem ungir karlmenn eru að brjóta rúður í Lush snyrtivörubúðinni. Hópur fólks fór síðan þar inn og bar út allskyns gjafaöskjur og dreifði svo til annarra sem voru að taka þátt í þessum óeirðum.“

Hún segir að daginn eftir hafi eyðileggingin blasað við. Ég sá fjölda mynda og myndbanda frá torginu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum og það var gríðarleg eyðilegging. Glerbrot út um allt. Strax á sunnudaginn var farið að óska eftir sjálfboðaliðum til að koma og þrífa. Mér fannst fallegt að sjá myndbrot af fjölda fólks sem mætti til að þrífa göturnar. Samstaðan er mikilvæg eftir svona atburði.  

Katrín segist ekki muna eftir jafn alvarlegum óeirðum þau tuttugu ár sem hún hefur búið í Bretlandi. Ekkert þessu líkt, það hafa auðvitað verið mótmæli í borgum víðs vegar í landinu og jafnvel einhverjir árekstrar á milli fólks í þeim en þetta er mun alvarlegra. Þetta er mjög óhugnanlegt ástand.

Annar neyðarfundur í kvöld

Keir Starmer, nýkjörinn forsætisráðherra Bretlands, kallaði í gær saman neyðarfund sérstakrar viðbragðsnefndar sem samanstendur meðal annars af ráðherrum, embættismönnum, lögreglu og leyniþjónustu. Hann boðaði síðdegis til annars neyðarfundar sem haldinn verður í kvöld. 

Starmer segir að þetta séu ekki mótmæli heldur ofbeldisfullar óeirðir, að um glæpi sé að ræða. Hann segir að hægriöfga glæpamenn beri ábyrgðina en ofbeldið hefur fyrst og fremst beinst að samfélögum múslima og öðrum minnihlutahópum. Maðurinn sem framdi ódæðin í danstímanum í Southport er hins vegar kristinn, ekki múslimi.



Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
1
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
2
Fréttir

Hita­fund­ur þar sem kos­ið var gegn van­traust­stil­lögu á hend­ur for­manni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
5
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
6
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
10
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
4
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
6
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
8
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár